Fréttablaðið - 14.08.2014, Síða 70
14. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 50
SUMARDRYKKURINN
„Þetta er skemmtilegt grínlag á þýsku sem er eigin-
lega nettur einkahúmor,“ segir Egill Ploder Ott-
ósson, einn umsjónarmanna sjónvarpsþáttarins
Áttunnar á Bravó, en hann, ásamt Nökkva Fjalari
Orrasyni og Róberti Úlfarssyni, er að senda frá sér
sitt fyrsta lag. Lagið er eins og fyrr segir á þýsku
en tveir af umsjónarmönnum þáttarins eru miklir
þýskuunnendur. „Við kunnum ekki mikið í þýsku en
ég og Nökkvi tölum mikið saman á þýsku, sem er
rosa fyndið því að Róbert skilur ekki orð í þýsku og
verður oft pirraður þegar við tölum of mikla þýsku,“
segir Egill og hlær.
Þýski textinn er í raun um þessa þýskustríðni
Egils og Nökkva í garð Róberts og mikill einka-
húmor. Lagið er nánast tilbúið og fengu þeir félagar
strákana í StopWaitGo til þess að hljóðblanda lagið.
Til þess að fullkomna þýskublæinn eru piltarnir
á leið til Þýskalands til þess að drekka í sig þýska
menningu og taka upp myndband. „Við fengum Ice-
landair í lið með okkur og erum að fara til Münch-
en um helgina og verðum þar í tvo daga að taka
upp myndbönd, meðal annars tónlistarmyndband
við þýska lagið,“ bætir Egill við. Gert er ráð fyrir
að lagið og myndbandið verið fullklárað undir lok
mánaðarins. „Við hlökkum til þess að sjá hvað fólki
finnst, þetta verður hressandi lag.“ - glp
Þýskur einkahúmor opinberaður
Strákarnir úr sjónvarpsþættinum Áttunni eru að senda frá sér lag sem er á
þýsku. Þeir eru einnig á leið til Þýskalands til að taka upp myndband við lagið.
GAMAN SAMAN Hér eru drengirnir úr Áttunni, þeir Egill
Ploder Ottóson, Nökkvi Fjalar Orrason og Róbert Úlfarsson,
ásamt Lárusi Erni Arnarsyni taktasmið og Inga Þór Garðars-
syni framleiðanda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Það er heiður að vera í hópi þess-
ara kvikmyndagerðarmanna og að
vera nefndur í þessu samhengi,“
segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson,
en samkvæmt grein Davids Gord-
ons Green í vefriti Dazed & Con-
fused er Hafsteinn einn tíu kvikmyndagerðarmanna í
heiminum sem vert er að fylgjast með.
Hafsteinn er ánægður með hversu hrifinn Gordon
Green var af kvikmynd hans París norðursins sem
frumsýnd var í júlí á kvikmyndahátíð í Tékklandi.
„Það er alltaf gaman þegar fólk upplifir myndina
manns svona vel og á svona sterkan hátt.“ Green segir
í greininni: „Þetta er ein af þessum myndum sem þú
sérð og hún hrífur þig með sér og þú ert alveg læstur
við skjáinn og fullur eftirtektar.“ Þar að
auki lofar hann auga Hafsteins fyrir kvik-
myndagerð.
David Gordon Green endurgerði mynd
Hafsteins Á annan veg undir nafninu Prince
Avalanche.
Hafsteinn segir erfitt að meta hvort umfjöllun
Gordons í Dazed hafi áhrif á kynningu myndarinnar.
„Hún er byrjuð að fá töluvert af boðum á kvik-
myndahátíðir og byrjuð að eiga sér líf í raun og
veru. Þetta hjálpar vonandi til. Og hjálpar kannski
útlendingum að muna nafnið mitt,“ segir Hafsteinn
og hlær.
París norðursins verður frumsýnd hér á landi í
byrjun september. - nej
Einn af tíu sem fylgjast ætti með
Hafsteinn Gunnar lofaður í tímaritinu Dazed Digital af David Gordon Green.
„Allar þessar nýju íslensku teg-
undir af bjór sem er svo gaman að
smakka þar sem ég bý erlendis. Það
er gaman að prófa þetta allt og þeir
eru svo margir ótrúlega góðir.“
Dóra Jóhannsdóttir leikkona
ÚTSALA
Í FULLU FJÖRI
ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR!
Ö
ll
ve
rð
e
ru
b
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r o
g
m
yn
d-
b
l
ld
ð
l
d
b
ð
d
REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR
betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477
Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16
Frábært verð!
Dýna og
Tegund Stærð Classic-botn Útsala
C&J Gold 120x200 119.900 kr. 89.925 kr.
C&J Gold 140x200 139.900 kr. 104.925 kr.
C&J Gold 160x200 152.900 kr. 114.675 kr.
C&J Gold 180x200 164.900 kr. 123.675 kr.
AÐEINS KRÓNUR
89.925
ÚTSÖLUVERÐ
GOLD120X200
AÐEINS KRÓNUR
114.675
ÚTSÖLUVERÐ
GOLD160X200
C&J GOLD
heilsurúm 25% afsláttur
5 svæða skipt
yfirdýna.
Laserskorið
Conforma Foam
heilsu- og hæg-
inda lag tryggir
réttan stuðning við
neðra mjóbak og
mýkir axlasvæði.
Vandaðar
kantstyrkingar.
Vandað
pokagormakerfi.
Minni hreyfing
betri aðlögun.
Slitsterkt og mjúkt
bómullaráklæði.
Þykkt 29 cm.
„Ég nýt þess að vera í sveitinni og
hef verið hér í Bárðardal í nokkra
daga að æfa með hrútunum. Bónda-
hlutverkið fer mér vel, það er í raun
mínar ær og kýr,“ segir leikarinn
Sigurður Sigurjónsson, en hann
leikur eitt aðalhlutverkanna í nýrri
íslenskri kvikmynd sem ber nafn-
ið Hrútar. „Það fyrsta sem ég sagði
þegar ég fann fjósalyktina í sveit-
inni var „I love it“ eins og ég hef
nokkrum sinnum sagt áður þegar
ég finn þessa æðislegu lykt,“ bætir
Siggi við.
Tökur á myndinni hefjast á mánu-
dag í Bárðardal fyrir norðan og leik-
ur Siggi þar á móti Theódóri Júlíus-
syni. „Við leikum bræður sem hafa
ekki talað saman í einhver fjörutíu
ár en það er þó ekki þannig í raun-
veruleikanum því við Teddi erum
góðir vinir,“ bætir Siggi við léttur
í lundu.
Grímur Hákonarson er leikstjóri
og höfundur myndarinnar. „Myndin
gengur í raun út á samband bónd-
ans við sauðkindina og það er ekki
mikið talað í myndinni þar sem
bræðurnir tala ekki saman,“ segir
Grímur. „Það kemur upp ákveð-
ið vandamál í sveitinni og mynd-
in fjallar um viðbrögð bræðranna
við þessu ástandi. Þessi saga gæti
höfðað til fólks, þetta er mjög gott
handrit og ég hlakka mikið til þess
að takast á við verkefnið,“ bætir
Siggi við.
Hann segir það mjög mikilvægt
að kynnast dýrunum í sveitinni
vel áður en tökur hefjast. „Dýrin
leika stórt hlutverk og það þarf að
kynnast þeim. Ég er búinn að vera
að klappa þeim og kynnast undan-
farna daga og við erum orðin vinir.
Ég kann vel við hrútinn þó hann
hafi stangað mig aðeins fyrst,“ segir
Siggi, sem er mikill dýravinur.
Framleiðandinn, Grímar Jónsson
hjá Netop Films, segir að undirbún-
ingur gangi mjög vel og það sé frá-
bær andi í Bárðardal. Eins og fyrr
segir hefjast tökur á mánudag og
standa þær yfir þangað til í byrjun
september og verður þá gert smáhlé
á tökum. „Tökur hefjast svo aftur í
nóvember því myndin gerist einnig
að vetri til og við verðum að hafa
snjó,“ bætir Grímur við.
gunnarleo@frettabladid.is
Nýtur sín í sveitinni
Sigurður Sigurjónsson leikur eitt aðalhlutverkanna í nýrri íslenskri kvikmynd
Prince
Avalanche er
83% fersk samkvæmt
Rotten Tomatoes.
Það fyrsta sem ég
sagði þegar ég fann fjósa-
lyktina í sveitinni var „I
love it“ eins og ég hef
nokkrum sinnum sagt
áður þegar ég finn þessa
æðislegu lykt
SÆLL Í SVEITINNI Sigurður Sigurjónsson hefur nýtt undanfarna daga til þess að kynnast hrútunum. MYND/STURLA BRANDTH GROVLEN
Aðrir leikara í kvikmyndinni eru
Charlotte Böving, Pétur Einarsson,
Gunnar Jónsson, Sveinn Ólafur
Gunnarsson, Sigríður Hafstað,
Viktor Már Bjarnason, Ingrid Jóns-
dóttir, Jörundur Ragnarsson, Þor-
leifur Einarsson, Þorsteinn Gunnar
Bjarnason, Ásgrímur Guðnason,
Jónas Sen, Ólafur Ólafsson og
Jenný Lára Arnórsdóttir.
➜ Aðrir leikarar
í kvikmyndinni