Fréttablaðið - 06.09.2014, Page 2
6. september 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR |
Ég svo
sannarlega vona
að þeir sýni mér
þá miskunn að
reka mig.
Reynir Traustason,
ritstjóri DV.
2
FRÉTTIR
FIMM Í FRÉTTUM SIGURSÆLL RITHÖFUNDUR OG ÓSÁTTUR BORGARFULLTRÚIGLEÐIFRÉTTIN
VIKAN 29.8.➜5.9.2014
Drífa Snædal, framkvæmda-
stjóri Starfsgreinasambands ins,
segir að kvörtunum hafi
fj ölgað vegna vangoldinna
launa í ferðaþjónustu í sumar.
Suma segir hún vangreiða
laun af vankunnáttu en aðra af ásetningi.
Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi í
Kópavogi, var í fyrstu til í að mæta með
maka á tónleika Justins Timberlake.
Miðar voru hins vegar eingöngu í boði
fyrir aðalfulltrúa. Sigurjón hefur gagnrýnt
bæjarstjórn Kópavogs opinberlega og
fór fram á að leiguverð Kórsins til Senu væri opinberað.
➜ Halldór Auðar
Svansson, borgar-
fulltrúi Pírata, hefur
heitið að greiða
100 þúsund krónur
til góðgerðarmála í
hverjum mánuði
næstu 12 mánuði
ef höfundur Stak-
steina í Morgun-
blaðinu gefur sig
fram og greiðir
sömu upphæð
mánaðarlega.
Inga Hlín Pálsdóttir hjá Íslands-
stofu vill ekki að fj ölmiðlar fl ytji
hræðsluáróður af eldgosinu. Mikil-
vægt sé að fæla ekki ferðamenn frá
landinu. Hún bendir á að „Ísland
hefði ekki þetta fallega landslag og
náttúru nema af því að við erum á eldgosaeyju“.
Andri Snær fékk Vest-
norrænu barna- og ung-
lingaverðlaunin fyrir
bók sína Tímakistuna.
Hann er fyrsti rithöf-
undurinn til að hreppa
verðlaunin í tvígang.
VITA er lífið
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444
Verð frá 149.900 kr.*
og 12.500 Vildarpunktar
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A
.I
S
V
IT
7
04
75
0
9/
20
14
Ný ferð hjá VITA í vetur
Kanarí og Brighton 26. nóv. til 7. des.
á mann m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. á Kanarí og tvíbýli
með morgunverð í Brighton.
*Verð án Vildarpunkta 159.900 kr.
Sjá nánar á vita.is
Slakaðu á
í sólinni og
kláraðu jóla-
innkaupin
Skráðu þig
í netklúbbinn - VITA.is
SUNNUDAGUR Hraungos hófst Hraungos hófst í
Holuhrauni á sama stað og gaus tveimur dögum áður
en var margfalt stærra. Sprungan var um einn og hálfur
kílómetri að lengd. Hægt var að fylgjast með gosinu
í beinni útsendingu í gegnum vefmyndavél Mílu á
Bárðarbungu. Margir líktu gosinu við Kröfluelda.
MÁNUDAGUR Ein og hálf milljón safnast Í tilkynn-
ingu frá MND-félaginu á Íslandi sagði að rúmlega ein
og hálf milljón hefði safnast vegna ísfötuáskorunar-
innar hér á landi. Áskorunin gengur út á að taka upp
myndband af sér að hella yfir sig fötu af ísköldu vatni
og í leiðinni styrkja MND-samtök eða rannsóknir.
ÞRIÐJUDAGUR Sjálfstæðisflokkur stærstur
Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýndi að Sjálfstæðis-
flokkurinn mælist stærstur með 31 prósents fylgi. Sam-
fylkingin er næststærsti flokkurinn með 20 prósent.
Björt framtíð kemur þar á eftir með 14,1 prósent.
Framsóknarflokkurinn og Vinstri hreyfingin– grænt
framboð eru bæði með tæplega tólf prósenta fylgi.
MIÐVIKUDAGUR Hraunið stækkar óðum Hraunið
sem hefur runnið í eldgosinu í Holuhrauni var orðið
rúmlega 6 ferkílómetrar að stærð, samkvæmt upp-
lýsingum frá starfsmönnum Háskóla Íslands á svæðinu.
Þetta jafngildir 868 knattspyrnuvöllum í fullri stærð.
FIMMTUDAGUR Engin úrræði í ofbeldismálum
Fréttablaðið greindi frá því að engin samræmd stefna
væri til um hvernig eigi að bregðast við ofbeldismálum
hér á landi. Engin samræmd tölfræði er jafnframt til
um fjölda ofbeldisverka.
FÖSTUDAGUR Álag vegna leiðréttingar Álag á
starfsfólk Ríkisskattstjóra vegna skuldaleiðréttingar-
innar hefur verið margfalt meira en búist var við. Vinna
þarf úr 69 þúsund umsóknum. Ríkisskattstjóri segir
verkefnið flókið og mikið en stofnunin hefur getað
tekist á við aukið álag.
LAUGARDAGUR
„Ég var þarna nokkrar nætur
eftir að ég tók við forstjóra-
starfinu til að setja mig inn í
málefni Orkuveitunnar í ró
og næði.“ SÍÐA 12.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar.
VELFERÐARMÁL Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með því hærra í
heiminum eða 15 á hverja hundrað þúsund íbúa árið 2012. Alls
frömdu 49 sjálfsvíg á Íslandi þetta ár, 12 konur og 37 karlar.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnuninni (WHO).
Í skýrslunni eru lönd flokkuð eftir sjálfsvígstíðni og í all-
flestum vestrænum ríkjum er tíðnin tíu eða færri sjálfsvíg á
hverja hundrað þúsund íbúa. Ísland er aftur á móti ofarlega í
flokknum með 10-15 á hverja hundrað þúsund íbúa ásamt Finn-
landi, Írlandi, Frakklandi og Noregi.
Sjálfsvígstíðnin hefur þó lækkað töluvert á Íslandi frá árinu
2000, en árin 1999 og 2000 varð mikil sjálfsvígsbylgja á land-
inu og sérstaklega á meðal ungra karlmanna.
Flestir þeirra sem frömdu sjálfsvíg á Íslandi árið 2012 voru á
aldrinum 30 til 49 ára og næststærsti hópurinn var á aldrinum
50 til 69 ára. Aftur á móti eru sjálfsvíg talin vera önnur helsta
dánarorsök ungs fólks á aldrinum 15-29 ára. Árið 2012 frömdu
0,8 prósent ungmenna á aldrinum 15-29 ára sjálfsvíg á Íslandi.
Í skýrslunni kemur fram að um 804 þúsund sjálfsvíg hafi
verið skráð í heiminum árið 2012, en að öllum líkindum séu þau
fleiri vegna vanskráningar, og talið er að fyrir hvern einstak-
ling sem fellur fyrir eigin hendi geri tuttugu aðrir tilraun til
slíks. - ebg
Skýrsla Alþjóðaheilbrigðisstofnunar sýnir að 49 Íslendingar fyrirfóru sér 2012:
Há tíðni sjálfsvíga hér á landi
Jón fær friðarverðlaun
Yoko Ono tilkynnti að Jón Gnarr, fyrrverandi
borgarstjóri, væri einn fjögurra sem hljóta
Lennon Ono-friðarverðlaunin árið 2014.
Afhending fer fram í Reykjavík þann 9.
október næstkomandi. Í tilkynningu á
Facebook-síðu Ono segir að Jón hafi sýnt
fram á að stjórnmál séu í þágu fólks og í
höndum þess.
Jón hlýtur verðlaunin ásamt Jann Wenner,
einum stofnanda og útgefanda tímaritsins
Rolling Stone, Jeremy Gilley, upphafsmanni
Peace One Day-samtakanna, og þeim
Doreen Remen og Yvonne Force Villareal,
stofnenda Art Production-sjóðsins.
DAUÐSFALL Sjálfsvíg eru önnur helsta dánar-
orsök fólks á aldrinum 15-29 ára í heiminum.
NORDICPHOTOS/GETTY
FJÖLMIÐLAR Ný stjórn var kjörin á hlut-
hafafundi útgáfufélags DV sem lauk á
tíunda tímanum í gærkvöldi. Þorsteinn
Guðnason var kjörinn stjórnarfor maður.
Með honum í stjórn sitja Lilja Skafta-
dóttir, Jón Þorsteinn Gunnarsson, Ólafur
Magnússon og Björgvin Þorsteinsson.
Þeir stjórnarmenn sem Fréttablaðið
ræddi við í gær segja að ekki sé búið að
taka ákvörðun um ráðningu nýs ritstjóra.
Fundurinn í gær var framhald fundar
sem hófst á föstudaginn í síðustu viku en
var frestað um viku vegna deilna um árs-
reikning félagsins.
Deilt var um fjölmörg efnisatriði
á fundinum sem hófst klukkan fimm.
Umboð fundarmanna sem á fundinum
sátu voru grandskoðuð til að ganga úr
skugga um að einungis eigendur hlutafjár
í DV sætu fundinn. Reynir Traustason rit-
stjóri sagði eftir fundinn við Fréttablaðið
að það væri léttir að komin væri niður-
staða í málið. „Ég svo sannarlega vona að
þeir sýni mér þá miskunn að reka mig,“
sagði Reynir. Hann segir að ný stjórn hafi
verið kjörin með mjög naumum meiri-
hluta, einungis einu prósenti.
Blaðamenn á DV eru uggandi yfir niður-
stöðunni. „Við höfum áhyggjur því að við
vitum ekki hvaða aðilar eru að taka blaðið
yfir eða af hverju. Þeir tala um að þeir
ætli ekki að hafa áhrif á ritstjórnarstefn-
una en Björn Leifsson var í þessum hópi
og hann hefur gefið út að hann hafi keypt
hluti í félaginu með það að markmiði að
skipta ritstjóranum út,“ segir Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir, aðstoðarritstjóri
blaðsins.
Reynir hefur notið mikils stuðnings
starfsmanna á blaðinu og starfsmenn
DV sem Fréttablaðið ræddi við segja
óvissuna erfiða. Þeir vilja hins vegar
ekki gefa upp hvort þeir hyggist segja
upp störfum hætti Reynir sem ritstjóri.
„Reynir hefur reynst okkur vel,“ segir
Jóhann Páll Jóhannesson, blaðamaður á
DV, og bætir við að „það er svo sannar-
lega ekki á færi hvers sem er að rit-
stýra blaðinu jafn vel og hann hefur
gert.“
Jón Bjarki Magnússon, sem einnig er
blaðamaður á DV, segir óvissu um framtíð
blaðsins vera óþægilega. „Vikan er búin
að vera erfið eins og gefur að skilja. Það
er svolítið furðulegt að bíða bara og sjá
hvað gerist.“
ingvar@frettabladid.is
Hallarbylting var gerð á
hluthafafundi DV í gær
Ný stjórn útgáfufélags DV var kjörin með naumum meirihluta á hluthafafundi sem lauk á
tíunda tímanum í gærkvöldi. Reynir Traustason ritstjóri vonast til þess að hann verði rekinn, en
engar ákvarðanir hafa verið teknar um ritstjóraskipti. Starfsmenn blaðsins eru uggandi.
HLUTHAFAFUNDUR DV
Reynir Traustason, ritstjóri
DV, heilsar Sigurði G. Guð-
jónssyni, lögmanni Björns
Leifssonar í World Class.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK