Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2014, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 06.09.2014, Qupperneq 6
6. september 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 KJARAMÁL „Íslenska námslána- kerfið þarfnast heildstæðrar endurskoðunar. Nú er svo komið að námsskuldir fylgja fólki inn í ellina.“ Þetta segir Guð- laug Kristjánsdóttir, formaður BHM, Bandalags háskólamanna, um niður stöður kjarakönnunar bandalagsins sem gerð var í vor. Svör úr könnuninni benda til að 22 prósent svarenda verði enn að greiða af námslánum þegar eftir launaaldri er náð. Konur eru lengur að greiða af námslánum en karlar en endurgreiðslur náms- lána eru tekjutengdar. Rúmlega helmingi svarenda með náms- lán finnst endurgreiðsla þeirra íþyngjandi eða verulega íþyngj- andi. „Laun háskólamenntaðra eru of lág til að vega upp kostnað við öflun þekkingar eins og staðan er núna. Við getum ekki unað við það,“ segir Guðlaug. Meirihluti svarenda kjara- könnunarinnar er með meistara- eða doktorsgráðu. Á árinu 2013 voru launatekjur og starfstengd- ar greiðslur félagsmanna BHM að meðaltali 548 þúsund krónur á mánuði og hækkuðu þær að nafn- virði um 4,2 prósent milli ára. Guðlaug bendir á að á sama tíma hafi launavísitalan hækkað um 5,7 prósent sem þýði að launahækk- anir á íslenskum vinnumarkaði hafi verið umfram þær hækkanir sem félagsmenn BHM fengu. „Það er áhyggjuefni að hópur sem að meirihlutanum til er með meist- aragráðu eða lengra nám fylgir ekki almennri launaþróun í landi sem þarf að reiða sig á eflingu þekkingargeirans til að tryggja hagvöxt.“ Formaðurinn fagnar því að leið- réttur kynbundinn launamunur dregst saman en hann minnkaði um rúm þrjú prósentustig milli 2013 og 2012. „Við hljótum að fagna jákvæðri þróun hvað varðar kynbundinn launamun. Þetta er skref í rétta átt þótt við vildum að sjálfsögðu sjá muninn minnka hraðar.“ Minnstur var launamunurinn hjá starfsfólki félagasamtaka og sjálfseignarstofnana, eða 12 pró- sent, en mestur hjá sveitarfé- lögum utan Reykjavíkur þar sem hann er 22 prósent. Hjá Reykjavík var munurinn 13 prósent í fyrra miðað við 24 prósent 2012. Munur- inn á launum kvenna og karla hjá ríkinu var 15 prósent en 16 pró- sent 2012. ibs@frettabladid.is Námsskuldir fylgja fólki inn í ellina Rúmlega helmingi þátttakenda í kjarakönnun BHM með námslán finnst endur- greiðsla þeirra íþyngjandi eða verulega íþyngjandi. Guðlaug Kristjánsdóttir, for- maður BHM, segir námslánakerfið þarfnast heildstæðrar endurskoðunar. 172 816 663 663 298,7% 41,1% 33,4% 15,3% 1,5% Ég finn lítið eða ekkert fyrir greiðslubyrði náms- lánanna í útgjöldum. Ég finn nokkuð fyrir greiðslubyrði námslán- anna í útgjöldum. Ég finn mikið fyrir greiðslubyrði námslán- anna í útgjöldum. Greiðslubyrði námslán-anna er verulega íþyngj- andi í útgjöldum. Ég ræð ekki við greiðslur af námslánunum mínum. GREIÐSLUBYRÐI NÁMSLÁNA Heimild: BHM FORMAÐURINN „Laun háskóla- menntaðra eru of lág til að vega upp kostnað við öflun þekkingar eins og staðan er núna. Við getum ekki unað við það,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, for- maður BHM. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VERSLUN „Við erum búin að fjár- festa í nýju húsnæði og vonumst til að geta opnað þar í byrjun desem- ber,“ segir Ari Guðmundsson, eig- andi og framkvæmdastjóri Fannar. Öll starfsemi fatahreinsun- arinnar, skrifstofur og þvottahús, verður flutt í 1.700 fermetra hús- næði að Kletthálsi 13. Þvottahús fyrirtækisins hefur verið ónothæft síðan stórbruninn varð í Skeifunni í byrjun júlí síðastliðins. „Nýja húsnæðið er aðeins minna en það sem við vorum með í Skeif- unni en það var um tvö þúsund fer- metrar,“ segir Ari. Hann segir aðstoð góðra manna hafa gert fyrirtækinu kleift að halda rekstrinum gangandi eftir brunann. „Það er með ólíkindum. Við höfum fengið hjálp góðra aðila eins og Þvottahúss ríkisspítalanna og svo erum við búin að safna að okkur þvottavélum héðan og þaðan. Við erum á þremur stöðum í bænum að reyna að vinna þetta með hjálp góðra manna.“ - hg Fatahreinsunin Fönn flytur í nýtt húsnæði að Kletthálsi í byrjun desember: Úr brunarústunum í Árbæinn NÝJA HÚSNÆÐIÐ Fönn hefur verið í Skeifunni síðan 1982. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SLYS Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, býst við því að merk- ingar verði bættar í kjölfar þess að hann kom að banda rískum dreng í sjálfheldu í Flosagjá. Drengur hafði stokkið nakinn út í jökulkalt vatnið eftir hvatningu frá fjölskyldu sinni. „Hann fékk strax algert kulda- sjokk og synti beint að kletta- veggnum og prílaði úr vatninu og var í sjokki og sjálfheldu á lítilli syllu,“ segir Einar. Betur fór þó en á horfðist og náði drengurinn að klifra af sjálfsdáðum upp kletta- vegginn og komast upp úr gjánni. Einar segir að í kjölfar atviksins muni þurfa að vara betur við sundi í Flosagjá og Peningagjá sem er næsta gjá austan við Flosagjá. „Það á að fara að laga aðstöð- una vestan við Flosagjá þar sem gengið er yfir. Þar á að setja niður skilti og það er alveg ljóst að við munum minnast á það að gjáin er ekki ætluð til sunds,“ segir Einar. - ih, ktd Ungur piltur komst í hættu þegar hann hoppaði nakinn í gjá á Þingvöllum: Munu vara við sundi í Flosagjá Í HÆTTU Drengurinn var í sjálfheldu á lítilli syllu eftir sund í gjánni. MYND/EINAR ÁSGEIR SÆMUNDSSON Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . 11. september í 11 nætur Verð fyrir flug og gistingu á Okaliptus kr. 99.500 með hálfu fæði Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi. Verð fyrir flug og gistingu á Risa hotel kr.109.900 með allt innifalið Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi. Tyrkland 44.950 Flugsæti frá kr. Síðastu sætin í síðustu ferðina til Tyrklands Flugsæti 11.-22. september kr. 44.950 – 2 fyrir 1 tilboð Almennt verð kr. 89.900 Ennþá laus pláss á námskeið fyrir þá sem vilja losna við nikótínfíkn. Skráning í síma 780 7911 eða valliskag@gmail.com Valgeir Skagfjörð heldur námskeið í Húsinu v/Staðarberg í Hafnarfirði Þriðjudaginn 28. janúar kl 17.00. Allir geta hætt að reykja og það þarf ekki að vera erfitt. Valgeir er brautryðjandi í jákvæðri nálgun á því að hætta að reykja. ( Ásgeir Rúnar Helgason, dósent í sálfræði ) þ i 16. september nk. kl. 17.00 HEF FLUTT MIG UM SET Býð alla gamla og nýja viðskiptavini velkomna Gerður Sævarsdóttir hársnyrtimeistari GREIÐAN Háaleitisbraut 58-60 sími 5813090 / 8621323 HÁRNÝ hársnyrtistofa Nýbýlavegi 28, 200 Kópavogur sími: 554 6422 Sigríður D. Benediktsdóttir Sóley D. Davíðsdóttir • Átt þú erfitt með að einbeita þér? • Ertu gleyminn og utan við þig? • Eru áhyggjur að plaga þig? • Átt þú erfitt með að halda utan um allt sem þú þarft að gera? • Gætir þú gert svo miklu betur? Á þessu námskeiði lærir fólk aðferðir til að einfalda lífið, bæta einbeitingu, draga úr frestun, óskipulagi og öðrum afleiðingum athyglisbrests. Jafnframt lærir fólk leiðir til að bæta líðan sína með aðferðum hug- rænnar atferlismeðferðar. Stjórnendur námskeiðs eru Sigríður D. Benediktsdóttir og Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingar. TÖK Á TILVERUNNI - námskeið við athyglisbresti Námskeiðið hefst 18. september og verður á fimmtudögum frá 15-17, alls 7 skipti. Skráning fer fram á kms@kms.is og nánari upp- lýsingar á www.kms.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.