Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 8
6. september 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 RÉTTUR TIL VERNDAR, VIRKNI OG VELFERÐAR BARNAVERNDARÞING 2014 Hilton Reykjavík Nordica 25. og 26. september. Dagskrá: 25. september 09:00 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra setur þingið. Aðalfyrirlesarar: Trond Waage, sérfræðingur um réttindi barna og fyrrum Umboðsmaður barna í Noregi. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu og formaður Lanzarote nefndar Evrópuráðsins. 12:45 Sameiginleg málstofa. Eru reglur um málsmeðferð mikilvægar? 14:45 Samhliða málstofur. Kynferðislegt ofbeldi - forvarnir og verklag. Það skiptir máli að byrja snemma. Hvernig innleiðum við PMTO með árangursríkum hætti? 26. september 09:00 Aðalfyrirlesari: Bernadette Christensen sálfræðingur og fagstjóri við Atferdssenteret í Noregi. 10:30 Samhliða málstofur. Meðferð hegðunar- og vímuefnavanda. Heimilisofbeldi – barnvæn nálgun, verklag og framtíðarsýn. Undirbúningur og framkvæmd fósturs. 13:00 Aðalfyrirlesari: Henrik Andershed, prófessor í sálfræði og dósent í afbrotafræði við Háskólann í Örebro í Svíþjóð. 14:30 Samhliða málstofur. Hlutverk og samvinna í greiningu og meðferð. Meðferð í kjölfar áfalla og ofbeldis. 16:00 Ráðstefnuslit. Nánari upplýsingar og skráning á www.bvs.is. Ráðstefnan er opin öllum. HAVAÍ Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Havaí vegna þess að hraun úr eldfjallinu Kilaeuea nálg- ast bæ í nágrenninu. Nú eru ein- ungis 1,6 kílómetrar frá hrauninu að þorpinu. Jarðvísindastofnunin á Havaí telur að hraunið muni ná að bænum Kaohe innan viku. Kilaeuea hefur stanslaust gosið frá árinu 1983, en þar opnaðist ný sprunga þann 27. júní þaðan sem hraunið rennur nú. Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að hraun úr þessu sama gosi hafi gereyðilagt íbúabyggðir upp úr 1990. Viðbragðsaðilar hafa nú fengið heimild til þess að tak- marka umferð á nokkrum vegum nálægt fjallinu til þess að auðvelda rýmingu. - jhh Neyðarástand ríkir á Havaí: Eldfjall stefnir byggð í hættu HRAUN Talið er að hraunið nái að þorp- inu á innan við viku. NORDICPHOTOS/AFP DANMÖRK Varð syni sínum að bana Fjörutíu og sjö ára gamall danskur karl- maður var dæmdur í tólf ára fangelsi í Landsrétti í gær. Hann varð tvítugum syni sínum að bana í bænum Bramm- ing í desember 2012. Réttarkrufning sýndi að sonurinn var stunginn tvisvar í brjóstið. Faðirinn bar við minnisleysi fyrir dómi. Blóð var á höndum föðurins og blóð undir nöglunum á höndum hans. Algengast er að refsingin við mann- drápi sé tólf ár í Danmörku. BRETLAND Leiðtogar Atlantshafs- bandalagsins samþykktu í gær að stofna nokkur þúsund manna við- bragðssveitir sem hafi höfuðstöðvar í Austur-Evrópu. Þessar sveitir verði hægt að senda með stuttum fyrirvara til átakasvæða fari svo að eitthvert aðildarríkjanna verði fyrir árás. „Með þessu eru send skýr skilaboð til allra sem gætu orðið líklegir til að gera árás: Þótt þið gerið ekki annað en að íhuga árás á eitt aðildarríkj- anna, þá þurfið þið að fást við banda- lagið allt,“ sagði Anders Fogh Rasm- ussen, framkvæmdastjóri NATO, á leiðtogafundinum í Wales í gær. Þessi skilaboð eru ekki síst ætluð Rússum, sem hafa leynt og ljóst stutt uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu í átökum sem kostað hafa meira en 2.500 manns lífið. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar höfuðstöðvar viðbragðshersins verða, en Pólland, Rúmenía og Eystrasalts- löndin þrjú hafa lýst yfir áhuga á að hýsa þær. Tveggja daga fundarhöldum NATO í Wales lauk í gær, en ákveðið var að næsti leiðtogafundur yrði haldinn í Varsjá í Póllandi árið 2016. Sú stað- setning er einnig hugsuð sem skýr skilaboð til rússneskra stjórnvalda, sem jafnan hafa kvartað hástöfum undan nærveru NATO í nágranna- ríkjum Rússlands. Leiðtogarnir hvöttu einnig til þess að framlög aðildarríkjanna til varnar- mála yrðu tvö prósent af þjóðar- framleiðslu. Einungis fjögur aðildar- ríkjanna standa undir þeirri kröfu nú, Bandaríkin, Bretland, Grikkland og Eistland. Pólverjar lýstu því yfir að þeir ætli sér að ná þessu markmiði árið 2016. gudsteinn@frettabladid.is Viðbragðsher til A-Evrópu Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir að með ákvörðun leiðtogafundarins í gær séu rússneskum stjórnvöldum send skýr skilaboð. Hugsanlegri árás á eitt ríkjanna verði svarað af fullri hörku. Á fundum aðildarríkja NATO í gær skýrði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá því að íslensk stjórnvöld ætli að efla þátttöku sína og fram- lög í þágu eigin varna og Atlantshafsbandalagsins. Ætlunin er að fjölga borgaralegum sérfræðingum í störfum bandalagsins og auka fjárframlög í ein- stök verkefni þess, þar á meðal í Úkraínu. Einnig munu stjórnvöld auka stuðning við loftrýmisgæslu hér á landi, meðal annars við þyrlubjörgunar- þjónustu. ➜ Þátttaka Íslands efld Vopnahlé hófst í Úkraínu í gær eftir nærri fimm mánaða löng átök stjórnarhersins við uppreisnar- menn í austanverðu landinu. Petró Porosjenkó forseti undirritaði sam- komulag um vopnahlé í Minsk í Hvíta-Rússlandi ásamt leiðtogum uppreisnarmanna, sem hafa haft stuðning Rússa. Fulltrúar Rússlands undirrituðu einnig samkomulagið, og það gerði einnig fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sem haft hefur milligöngu um viðræðurnar í Hvíta-Rússlandi. ➜ Vopnahlé hafið í Úkraínu HORFT TIL HIMINS Leiðtogar NATO-ríkjanna fylgjast með herþotum fljúga yfir. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.