Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 10
6. september 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 SPRUNGA TVÖ OG ÞRJÚ Minni virkni er á nýju sprungunum tveimur en þeirri fyrstu sem hefur gosið í tæpa viku. Greinileg stigmögnun gossins, segja jarðvísindamenn. MYND/ÞÓRARINN JÓNSSON NÁTTÚRA Nýju sprungurnar tvær sem opnuðust í Holuhrauni í fyrrinótt eru til vitnis um stig- mögnun í eldgosinu í Holuhrauni. Gos undir jökli er talið líklegra nú en áður, en ný sigdæld sést nú á yfirborði Dyngjujökuls. „Á nýju sprungunum er miklu minni virkni en á þeirri eldri, en þar heldur gosið áfram á full- um krafti. Þótt sprungurnar séu minni, og frá þeim komi minna hraun, þá er þetta greinileg aukn- ing,“ sagði Magnús Tumi Guð- mundsson, prófessor í jarðeðlis- fræði, þegar Fréttablaðið náði tali af honum í eftirlitsflugi síðla dags í gær. Hann sagði jafnframt að við þessu hefði mátt búast, enda ein af þeim sviðsmyndum sem hafa verið settar upp. Jarðvísindamenn hafa auk þess greint merki um aukna bráðnun undir Dyngjujökli sem sést á nýrri sigdæld til viðbótar við sig- katlana fyrir suðaustan Gríms- vötn. Magnús Tumi segir hana hvorki stóra né djúpa. Nýju gossprung urnar tvær eru suður af gosstöðinni í Holu- hrauni, í sigdaln um um tvo kíló- metra frá sporði Dyngju jökuls. Í eftirlitsfluginu í gær voru eng ar breyt ing ar greinanlegar á Bárðar bungu. Þóra Árnadóttir, jarðeðlis- fræðingur hjá Jarðvísindastofn- un, var í hópi vísindamannanna sem skoðuðu nýju sprungurnar úr lofti stuttu eftir að gos byrjaði á þeim. Við samanburð á mynd- um sem teknar voru með þriggja klukkustunda millibili virtist sem gosvirkni á syðsta hluta nýju sprungunnar hefði þá minnkað, en gosvirknin var á þeim tíma mun meiri á sprungunni sem opn- aðist 31. ágúst en þeim nýju, og ekk ert bend ir til þess að gosið sé í rén un almennt séð. Mælingar á umbrota svæðinu sýndu mikla gliðnun eftir að Holuhraunsgosið hófst að nýju 31. ágúst og dagana á eftir sáust merki um áframhaldandi gliðn- un á mælistöðvum norðan Vatna- jökuls. Þessar mælingar bentu því til þess að meiri kvika væri að koma inn í ganginn en fór upp á yfirborð í gosinu. Nú hefur hægt mjög á færslum á flestum GPS- stöðvum á þessu svæði, sem bend- ir til að ekki bætist við meiri kvika í ganginn en það sem kemur upp á yfirborð. Jarðvísindamenn telja þó of snemmt að segja til um hvort það fer að draga úr gosi á næst- unni, og ekki hægt að útiloka að eldgos verði annars staðar á þessu sprungusvæði. svavar@frettabladid.is Stigmögnun í eldgosinu Nú gýs á þremur sprungum í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls. Tvær nýjar sprungur sem opnuðust í fyrrinótt eru til marks um stigmögnun í eldsumbrot- unum. Nýr sigketill hefur sést á yfirborði Dyngjujökuls. Þótt sprungurnar séu minni, og frá þeim komi minna hraun, þá er þetta greini- leg aukning. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. ● Skjálfta hrin an fjari út og ekki komi til ann ars eld goss. ● Gang ur inn nái til yf ir borðs á fleiri stöðum utan jök uls. ● Gang ur inn nái til yf ir borðs und ir jökli, sem myndi leiða til jök ul hlaups í Jök ulsá á Fjöll um og e.t.v. einnig sprengigoss með ösku falli. ● Eldgos í Bárðarbungu sem gæti leitt til jök ul hlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með ösku falli. Líkleg framvinda Samfélagsstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með mánu- deginum 6. október 2014. Rafrænar umsóknir og nánari upplýsingar á landsbankinn.is. Landsbankinn veitir 20 milljónum króna í samfélagsstyrki árið 2014 sem úthlutað er í tvennu lagi. Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal í mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum og vísindum, einnig forvarna- og æskulýðs- starfi og sértækri útgáfustarfsemi. Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru ferns konar styrkir veittir: Námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir en afreksstyrkir eru veittir annað hvert ár. Verkefni sem einkum koma til greina:  Verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga.  Verkefni á sviði menningar og lista.  Menntamál, rannsóknir og vísindi.  Forvarna- og æskulýðsstarf.  Sértæk útgáfustarfsemi. Á hvoru úthlutunartímabili verða veittir eirtaldir styrkir:  Fimm styrkir að upphæð 1.000.000 krónur hver.  Fimm styrkir að upphæð 500.000 krónur hver.  Tíu styrkir að upphæð 250.000 krónur hver.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.