Fréttablaðið - 06.09.2014, Síða 16

Fréttablaðið - 06.09.2014, Síða 16
6. september 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ Mik la r von i r er u bundnar við nýtt lyf sem talið er geta dregið úr neikvæðum áhrifum alvarlegs sjúkdóms sem hrjáir um einn milljarð manna um heim allan. Sjúkdómurinn er langvinnur og dregur á end- anum um helming þeirra sem af honum þjást til dauða. Ekki nóg með það heldur rýrir hann lífs- gæði margra annarra. Sjúkdóm- urinn er smitandi, sérstaklega á meðal ungs fólks og þótt dregið hafi úr tíðni hans í þróuðum ríkj- um sækir hann fram, sem aldrei fyrr, í fátækari löndum heims. Talið er að nýja lyfið geti aukið lífslíkur sjúklinga tölu- vert og í ein- hverjum ti l - fellum jafnvel læknað sjúk- dóminn að fullu. Einn þekkt- asti sérfræðingur heims á því sviði læknavísindanna sem fæst við sjúkdóminn telur að tilkoma lyfsins gæti orðið ein stærsta bylt- ing í læknavísindum í heila öld. Hann líkir tilkomu lyfsins við það þegar sýklalyf voru fundin upp. Margir aðrir innan lækna- stéttarinnar hafa þó meiri efa- semdir. Sumir vilja meina að lyfið hafi ekki verið nægilega vel rannsakað. Aðrir óttast að lyfið kunni að vera misnotað af öðrum en sjúklingum. Loks eru margir sem telja að lyfið sé óþarft því að sjúkdóminn megi lækna án sérstakrar lyfjagjafar. Þá telja margir að ef til væri lyf sem dempaði áhrif sjúkdómsins myndi draga úr skýrleika for- varnasjónarmiða. Seljum fólki rafrettur Sjúkdómurinn er tóbaksfíkn. „Lyfið“ er rafsígarettur. Raf-sígarettur eru tæki sem líkj- ast gjarnan sígarettum en gefa frá sér gufu, ýmist með nikótíni eða án, í stað reyks. Þær eru tiltölulega nýleg uppfinning og langtímaáhrif af neyslunni ekki þekkt en þó má ætla að þeir sem innbyrða nikó- tín með þessum hætti sleppa í það minnsta við afleiðingar þess að fylla lungu sín af hvers kyns eitur- efnum sem jafnan má finna í reyk. Sérfræðingurinn sem minnst var á er David Nutt, breskur sál- fræðingur og fyrrverandi ráð- gjafi breskra stjórnvalda í fíkni- efnamálum. Afstaða Davids Nutt til rafsígarettna er í anda þeirrar hugmyndafræði að markmið með fíkniefnastefnu ætti að vera að lágmarka þann skaða sem fíkni- efni valda en ekki endilega að lág- marka, eða jafnvel útrýma, neyslu þeirra. David Nutt er ekki sá eini sem telur að rafsígarettur geti falið í sér byltingu. Í nýlegri grein í tímaritinu Addiction Journal var sagt frá fimm ára rannsókn hóps vísindamanna sem komust að því að þeir sem notuðu rafsígar- ettur hættu frekar að reykja hefð- bundnar sígarettur heldur en þeir sem hættu án aðstoðar eða not- uðu plástra eða tyggjó. Vísinda- mennirnir telja að rafretturnar geti hjálpað við að draga úr reyk- ingum. Í rannsókn tveggja lækna í British Journal of General Prac- tice er því haldið fram að ef allir breskir reykingamenn myndu skipta yfir í rafsígarettur myndi það bjarga 54 þúsund mannslíf- um árlega þar í landi. Ef þess- ar tölur væru heimfærðar yfir á Ísland myndi það þýða að hægt væri að bjarga 200 mannslífum á ári ef allir íslenskir reykinga- menn myndu skipta yfir. Vongóðir vísindamenn Margir benda á að við vitum ekki margt um langtíma-áhrifin. Eins hafa sumir áhyggjur af því að tóbaksfyrir- tækin sjái sér nú leik á borði til að græða enn meira á nikótínfíkn. Aðrir óttast að sum þessara tækja geti höfðað til barna: Menn fram- leiði þegar rafrettur með ávaxta- bragði og svo framvegis. Og auð- vitað vilja sumir bara banna þetta strax. Rafsígarettur með nikótíni eru bannaðar í Ástralíu og eitt fylki landsins, Vestur-Ástralía, hefur meira að segja bannað rafsígar- ettur sem nota ekki nikótín. Í mörg- um ríkjum er þrýstingur á að fara sömu leið. Menn eru hræddir við að þetta normalíseri reykingar. Það er dálítið fjarstæðukennt: Að bara sú aðgerð ein að innbyrða loft- tegund úr ílöngu priki sé syndug í sjálfu sér því hún líkist athöfn sem sannarlega er óholl. Næsta skrefið er væntanlega að banna óáfengan bjór. Segjum að einhverjum tækist að búa til sígarettu sem uppfyllti allar þarfir reykingamanna en myndi ekki valda neinum teljandi skaða. Ætti að banna hana? Auðvitað ekki. Menn hafa reynt að draga úr reyk- ingum af því að þær eru mjög skað- legar, ekki út af því að þær eru sið- ferðislega rangar í sjálfu sér. Eins: Ef fram kemur fíkniefni sem, miðað við bestu þekkingu dagsins í dag, er skaðminna en sígar ettur en getur hjá sumum komið í staðinn fyrir þær þá á að leyfa það fíkniefni. Og leyfa jafn- góða dreifingu á því og hefðbundn- um sígarettum. Menn mega ekki láta kredduna bera sig ofurliði. Kreddufull andstaða MÍN SKOÐUN: PAWEL BARTOSZEK Komdu í yoga Lækkar blóðþrýstinginn Betri svefn Áhersla á mjóbak og axlir Rétt öndun góð slökun Yoga I - Ertu með stirðan kropp - Ertu í yfirþyngd - Ertu að ná þér eftir veikindi - Ertu með vefjagigt - Ertu komin á efri árin Kennt í Sjúkraþjálfaranum Hafnarfirði 691 0381 Kristin Björg Yoga II - Ertu að æfa en vilt ná lengra - Meiri liðleiki - Meiri styrkur og jafnvægi - Yngri og sterkari líkami - Með krefjandi yogaæfingum G leðiefni er að samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) fækkaði sjálfs- vígum hér á landi um fimmtung frá aldamótum og fram til ársins 2012. Engu að síður er tíðni sjálfs- víga hér á landi með því hæsta sem gerist, hvort sem horft er til Evrópu eða heimsins alls. Í frétt blaðsins í dag er vitnað í skýrsluna þar sem fram kemur að árið 2012 hafi tíðni sjálfsvíga hér á landi verið 15 á hverja hundrað þúsund íbúa. Það ár létust 49 af þessum sökum, 12 konur og 37 karlar. Í allflestum vestrænum ríkjum er tíðnin hins vegar tíu sjálfsvíg eða færri á hverja hundrað þúsund íbúa. Í flokki með Íslandi eru svo Finnar, Írar, Frakkar og Norðmenn. Skýrsla WHO er hluti af sérstöku átaki til þess að draga úr sjálfsvígum í heiminum öllum. Í inngangi skýrslunnar bendir Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO, á að allt of víða séu sjálfsvíg ekki flokkuð sem meiriháttar heilbrigðisvandamál. „Þrátt fyrir auknar rannsóknir og meiri þekkingu á sjálfsvíg- um og hvernig koma megi í veg fyrir þau, er skömm og leyndar- hyggja tengd málaflokknum viðvarandi. Oft og tíðum leitar fólk sér ekki hjálpar eða er látið eitt. Og ef fólk leitar sér hjálpar standa mörg heilbrigðiskerfi og stofnanir ekki undir því að veita gagnlega hjálp í tæka tíð,“ segir hún í inngangi skýrslunnar. Hér á landi hefur verið óskráð regla hjá flestum fjölmiðlum og hjá lögreglu og heilbrigðisstofnunum að ekki skuli fjallað opinberlega um sjálfsvíg. Er þetta af ótta við að eitt sjálfsvíg ýti við einhverjum að fara sömu leið. Með þögguninni er hins vegar vandamálinu ýtt undir yfirborðið. Upplýst og opinská umræða eykur líkur á að á vandanum sé tekið og fólk leiti sér aðstoðar í tæka tíð. Skömminni þarf að aflétta. Í Japan varð yfir 30 prósenta aukning sjálfsvíga 1998 frá því sem verið hafði áratugina á undan. Aukningin, sem samkvæmt skýrslu WHO var rakin til félagslegra og hagrænna vanda- mála, náði til allra aldurshópa, en sér í lagi karla á miðjum aldri. Og þrátt fyrir að áhættuþættir væru þekktir ríkti þöggun um málið. Um væri að ræða vandamál einstaklinga og þau mál voru ekki í umræðunni, hvorki opinberri né manna í millum. Upp úr aldamótum tók þetta hins vegar að breytast þegar börn þeirra sem höfðu fyrirfarið sér tóku að greina opinberlega frá reynslu sinni. Í framhaldinu tóku heilbrigðisyfirvöld við sér og frá 2005–6 hefur umtalsverður árangur náðst. Líkt og í Japan hefur hér verið unnið gott starf í forvörnum og viðleitni til að draga úr sjálfsvígum. Mikil hlutfallsfækkun frá aldamótum hér skýrist, eins og í Japan, af bylgju sjálfsvíga sem hér varð árin 1999 og 2000, þótt hér væru það helst ungir karlmenn sem áttu í hlut. En betur má ef duga skal. Í frétt blaðsins í dag kemur fram að sjálfsvíg séu önnur helsta dánarorsök ungs fólks á aldrinum 15 til 29 ára. Sú staða er óviðunandi og til mikils að vinna með því að efla og styrkja starf sem hér er þegar unnið við að fækka sjálfsvígum. Í þeim efnum er hlutur Rauða krossins stór, en hann rekur meðal annars hjálparsímann 1717. Í dag fer fram söfnunin Gengið til góðs og tækifæri gefst til að styrkja Rauða krossinn til áframhaldandi góðra verka hér innanlands. Hér eru sjálfsvíg tíðari en víðast annars staðar: Þöggunin skaðar Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.