Fréttablaðið - 06.09.2014, Síða 18

Fréttablaðið - 06.09.2014, Síða 18
Á SÖNG- KONUNA SIU og lagið Chandelier sem hefur farið sigurför í heiminn. SÆNSKU SPENNU- SÖGUNA Síðasta hlekk- inn eftir hinn sænska rit- höfund Fredrik Olson sem hefur verið efst á vinsældalistum. Á WAYNE ROONEY og félaga hans í Manchester United taka á móti QPR í beinni á STÖÐ 2 Sport á morgun klukkan 14.50. HÁVAR SIGURJÓNSSON fæddur 1958. Er stúdent frá MS 1978 og lauk BA- prófi í leikhúsfræðum frá Leiklistardeild University of Manchester. MA-gráðu frá University of Leeds, auk framhalds- náms í leikstjórn við BBC í London. Var leikstjóri og leiklistarráðunautur við Þjóðleikhúsið árin 1992-97 og leikstýrði þar sýningum á eigin leikgerð eftir skáldsögunni Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón, Gaukshreiðrinu og Taktu lagið Lóa svo eitthvað sé nefnt. Hefur skrifað fjölda leikrita fyrir leiksvið, útvarp og sjónvarp og hefur Þjóðleikhúsið frumflutt þrjú leikrita hans. Hávar hefur verið mikil- virkur í félagsmálum leikhúsfólks, var formaður Félags leikskálda og handrits- höfunda í tíu ár, formaður Leiklistarráðs og sat í stjórn Félags leikstjóra á Íslandi um árabil. Hann hefur kennt leiklistar- sögu og leikritun við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands auk þess að halda fyrirlestra um íslenska leiklist við erlenda háskóla og menningarstofnanir. HELGIN 6. september 2014 LAUGARDAGUR6. september 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... Á STUÐMANNATÓN- LEIKANA í Hörpu í kvöld sem byggjast á hinni goðsagna- kenndu hljómplötu TÍVOLÍ. Tvennir tónleikar, kl. 19.30 og 22.30 og fyrir þá allra hörðustu er Stuðmannaball í Silfurbergi fram á nótt eftir tón- leikana. Gunnlaugur Jónsson, knatt- spyrnuþjálfari ÍA Kærkomið frí „Þessa helgina á ég kærkomið frí frá boltanum og ég mun reyna að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum, ég var reyndar búinn að lofa að hjálpa með málun í Kaffihúsi Vesturbæjar.“ Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur Safl át og gæðastund „Á laugardaginn ætla ég að sofa út eftir snilldarmatarboð sem ég held á föstudagskvöldinu. Svo stendur til að taka á móti nokkrum konum heima hjá mér til að ræða saflát.“ Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfubolta Ljósanótt með fj ölskyldunni „Það er nóg að gera hérna í Reykjanesbæ, allt að ger- ast á Ljósanótt. Ég fer væntanlega í bæinn með fjöl- skylduna og skoða mannlífið. Maður verður á ferðinni eitthvað fram á kvöld og horfir svo á flugeldasýninguna. Svo held ég að ég slappi bara af á sunnudaginn. Edda Hermannsdóttir, aðstoðarritstjóri Við- skiptablaðsins Hreyfi ng og kökuát „Ég er að kenna morguntíma í World Class í dag og svo verða bakaðar ljúffengar bollakökur. Hápunkturinn er svo að fara í afmæli og fá gesti í heimsókn.“ Þau sækja um stöðu ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRA MELKORKA TEKLA ÓLAFSDÓTTIR fædd 5. janúar 1970. Lauk BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði, með áherslu á leikbókmenntir frá Háskóla Íslands. Lauk meistaraprófi í leikhúsfræði frá Université de la Sor- bonne Nouvelle í París en áður hafði hún lokið licence-prófi í leikhúsfræði frá sama skóla. Hefur leikstýrt sýning- um í Þjóðleikhúsinu, hjá sjálfstæðum leikhópum og í Útvarpsleikhúsinu. Meðal leikstjórnar-verkefna hennar eru Abel Snorko býr einn, Vinnukon- urnar, Vígaguðinn og fleiri. Hefur verið leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins frá árinu 1997, sem aðstoðarmanneskja og listrænn ráðu-nautur tveggja Þjóðleik- hússtjóra. Hefur veitt listamönnum hússins list ræna og fræðilega ráðgjöf, og miðlað fróðleik um leikhús, meðal annars með skrifum í leikskrá og stjórn umræðna um leikhús. Áður var hún leiklistar ráðunautur hjá RÚV. HALLDÓR E. LAXNESS Fæddur 18. september 1959. Lærði látbragðsleik og leiklist á Ítalíu. Fluttist heim og var aðstoðarleikhússtjóri Þjóðleik- hússins um tíma. Nam nútímaóperu- leikstjórn í Dance Center for the Arts í Kanada og starfaði þar um tíma. Þaðan fluttist hann til Los Angeles þar sem hann tók Master of Fine Art í kvikmyndaleikstjórn. Hefur síðan þá leikstýrt hjá Leikfélagi Akureyrar, Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Síðustu ár hefur hann verið leik- stjóri í lausamennsku víða um heim. Síðustu verk hans eru meðal annars uppsetning Íslensku óperunnar Il Trovatore og verk nemendaleik- hússins, Jarðskjálftar í London. TRAUSTI ÓLAFSSON Fæddur 15. júní 1949. Doktor í leiklistarfræðum frá University of East Anglia í Bretlandi. Stundaði nám í leikstjórn við sviðslista- háskólann í Prag og gegndi embætti leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar í þrjú ár. Hefur kennt leiklist bæði hér heima og við háskóla í Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem hann hefur einnig starfað við leikstjórn. Hefur frá árinu 2004 kennt leik- listarfræði og leikbókmenntir við Háskóla Íslands. Trausti hefur starfað töluvert með jaðarhópum og sett upp leiksýningar á vegum Hlutverkaseturs. Meðal rita hans eru Leikhús nútímans sem kom út hjá Háskólaútgáfunni á sl. ári og Ibsen’s Theatre of Ritualistic Visions, en leiksýning byggð á þeirri bók var sviðsett í Denver í Colorado árið 2012 í leikstjórn Trausta og Lauru Cuetara. Hann vinnur nú að leik- gerð Keisara og Galilea eftir Henrik Ibsen ásamt ástralska leikstjóranum Peter King, áformað er að sýna verkið á leiklistarhá- tíðinni í Melbourne á næsta ári. HILMAR JÓNSSON Fæddur 13. maí 1964. Lærði leiklist í Leiklistarskóla Íslands. Hilmar er einn stofnenda Hafnarfjarðarleik- hússins og sá um rekstur þess í þó nokkur ár, ásamt því að leikstýra sýningum þar. Nú síðast leikstýrði hann uppsetningu Borgarleik- hússins á Furðulegu háttalagi hunds um nótt. Hann hefur leikið í þekktum íslenskum kvikmyndum á borð við Blóðbönd og Kaldaljós, ásamt því að hafa unnið með Vesturporti. Hilmar á að baki fjölda leiksýninga hjá Borgar- leikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Nemenda- leikhúsinu og á Norðurlöndunum. RÚNAR GUÐBRANDSSON Fæddur 24. maí 1956. Nam leiklist í Danmörku og á Englandi. Hlaut margvíslega þjálfun í leiktækni erlendis. Rúnar hefur lokið MA- og MPhil-gráðum í leikstjórn og leiklistarfræðum. Sem leikstjóri á hann að baki fimmtíu sýningar. Frá árinu 1992 hefur hann rekið leikhúsið Lab Loka sem sett hefur upp fjölda sýninga sem hafa verið tilnefndar til Grímuverðlauna. Starfaði sem prófessor við Listahá- skóla Íslands, kenndi þar leiklist og var stundakennari við Kvikmynda- skóla Íslands. Hann hefur m.a. átt sæti í Þjóðleikhúsráði og Listráði Þjóðleikhússins. Í dag situr hann meðal annars í stjórn Félags leik- stjóra á Íslandi og Act Alone-leik- listarhátíðarinnar. MARTA NORDAL , Fædd 12. mars 1970. Stúdent frá Mennta skólanum í Reykjavík, lærði leiklist hjá Bristol Old Vic Theatre School. Lauk MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík 2014. Hefur leikið hjá Leik- félagi Akureyrar, Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu, verið í fjölda leikhópa og útvarpsleikrita. Stofnandi leikhópsins Aldrei Óstelandi ásamt Eddu Björgu Eyjólfsdóttur sem hefur meðal annars sett upp leikritin Fjalla-Eyvind og Lúkas. Er að setja upp sýninguna Ofsa eftir Einar Kárason í Þjóðleikhúsinu í vetur í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur. Situr í stjórn Íslenska dansflokksins og í stjórn Leikfélags Reykjavíkur. ARI MATTHÍASSON Fæddur 15. apríl 1964. Lærði leiklist í Leiklistarskóla Íslands. Stundaði nám í íslensku og bók- menntum við Háskóla Íslands, en lauk ekki prófi. Með MBA-gráðu í stjórnun og viðskiptafræði og mastersgráðu í hagfræði. Hefur leikið í fjörutíu sýning- um í leikhúsi og fimmtán bíómyndum, nú síðast stórmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Ari hefur leikstýrt bæði hér heima og í Noregi. Var fram- kvæmdastjóri SÁÁ og hefur starfað við gerð markaðsáætlana og stefnumótana í markaðsmálum hjá fjölda fyrirtækja. Síðan 2010 hefur Ari starfað sem framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. RAGNHEIÐUR SKÚLADÓTTIR Fædd 7. júlí 1966. BA-gráða í leiklist frá University of Iowa, Iowa City og MFA-gráða í leiklist frá University of Minnesota, Minneapolis. Bjó í Banda- ríkjunum í 13 ár, síðustu fjögur árin í New York. Var fyrsti deildarforseti leiklistardeildar Listaháskóla Íslands (2000-2011) sem undir hennar stjórn varð leiklistar- og dansdeild. Stofnaði þar brautina Fræði og framkvæmd og samtímadansbraut ásamt sínu starfs- fólki. Stofnaði ásamt öðru góðu fólki alþjóðlegu leiklistarhátíðina LÓKAL sem nýverið var haldin í sjöunda sinn. Er leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar til 31. desember (2012- 2014). Var í stjórn Leiklistarsam- bands Íslands og formaður NORTEAS, samtaka norrænna sviðslistaskóla. Hefur komið að sköpun fjölmargra sviðsverka í nemendaleikhúsi, hjá sjálfstæðum leikhópum og sem leik- hússtjóri. REYNIR FREYR REYNISSON fæddur 16. ágúst 1979. Menntaður leikstjóri. vann meðal annars að myndinni Me and Bobby Fischer.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.