Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 20
6. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Þrátt fyrir að standa í ströngu þessa dag-ana eru þau Hafsteinn Gunnar og Val gerður ímynd rósemdar og afslappelsis þegar ég hitti þau á kaffihúsi í miðbænum daginn eftir forsýningu á París norðursins. Hún fær sér te og hann espresso og við setjumst í rólegasta horn staðarins þar sem skvaldur annarra gesta og surgið í kaffivélinni truflar minnst. Ég byrja á að spyrja þau hvað þau hafi þekkst lengi. Valgerður verður fyrir svörum. „Við höfum þekkst frá því að við vorum fjögurra ára því mömmur okkar unnu saman. Síðan vorum við saman í bekk í Melaskóla og vissum alltaf hvort af öðru en vorum samt aldrei nánir vinir, bara kunningjar.“ Fyrir sex árum hittust þau svo á bar í Reykjavík, „eins og flest önnur pör bæjarins“ eins og Haf- steinn orðar það, og hafa verið saman síðan. Starfa sinna vegna hafa þau þó verið langdvölum aðskilin en hafa nú fest kaup á íbúð í Vesturbænum og eiga von á frumburðinum, lítilli prinsessu, eftir sex vikur. Valgerður lætur það þó ekki stoppa sig í dansinum og dansar þessa dagana á sviði Borgarleikhússins í dansverkinu Reið, eftir Steinunni Ketilsdóttur og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, eins og ekkert sé. „Við dönsum þar báðar,“ segir hún og strýkur kúluna. Lá á að verða dansari Sumarið hefur verið ansi anna- samt hjá þeim, mikil vinna hefur farið í að standsetja nýju íbúðina, legja lokahönd á París norðursins og æfa fyrir frumsýningu á Reið. Nú sjá þau fram á rólegri tíma. Hafsteinn: „Nú getum við snúið okkur að því að fara að pæla í því sem tengist barninu. Ég er ákveð- inn í því að taka mér frí og fylgja ekki París norðursins á kvik- myndahátíðir erlendis. Handrits- höfundur og leikarar munu sjá um það. Ég ætla að vera til staðar þegar dóttir mín kemur í heiminn og fyrst á eftir. Vera bara pabbi í fullu starfi um stund.“ Bæði hafa þau Hafsteinn og Valgerður verið á miklum ferða- lögum undanfarin ár og segja hlæjandi að þau séu eiginlega fyrst núna að kynnast sem sam- býlisfólk. Valgerður starfaði í Belgíu þegar þau kynntust þar sem hún dansaði í dansflokki hins fræga danshöfundar Sidi Larbi Cherkaoui. Reyndar hefur hún verið meira og minna erlendis frá unglingsaldri. „Ég fór í dans- nám til Noregs eftir einn bekk í Kvennó, mér lá svo mikið á að fara að vinna sem dansari og á þeim tíma var ekkert framhalds- nám í dansi hér heima. Ég byrjaði í ballett þegar ég var mjög ung og man bara ekki eftir mér öðruvísi en dansandi. Það kom aldrei neitt annað til greina. Síðustu árin hef ég svo verið mikið að túra með Larbi og það hefur verið dýrmæt reynsla og frábær tími, en nú er ég komin heim – í bili allavega.“ Af hjólabrettinu í kvikmyndirnar Hafsteinn lauk námi í MR og fór síðan í almenna bókmenntafræði í HÍ þar sem á þeim tíma var engin kvikmyndafræði kennd hérlendis. „Eftir BA-próf í bókmennta- fræðinni fór ég svo í mastersnám í kvikmyndagerð í Columbia- háskólanum í New York. Ég hafði lengi verið að gera stuttmyndir og heimildarmyndir sem áhuga- maður og hafði stefnt á kvik- myndagerðina. Ég var mikið á hjólabretti sem unglingur og þá vorum við oft að gera hjólabretta- myndir á VHS og klippa saman á tveimur vídeótækjum. Þegar ég var kominn í menntaskólann fór ég svo í kvikmyndaklúbb og uppgötvaði kvikmyndalistina og heillaðist af öllum þeim mögu- leikum sem miðillinn hefur upp á að bjóða.“ Ég hegg eftir því að bæði tala þau eins og þau hafi verið ung- lingar á nánast forsögulegum tíma þótt þau séu ekki nema 35 ára. Þau hlæja og samþykkja það en það hafi bara svo margt breyst á þessum stutta tíma. Hafsteinn segist ekki hafa haft áhuga á því að reyna að hasla sér völl í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að námið hafi auðvitað komið honum í ýmis tengsl inn í þann geira. „Það heillaði mig ekki að reyna að fara þar inn strax eftir nám. Þá hefði ég bara verið í því að sækja kaffi fyrir einhvern leik- stjóra fyrstu tíu árin. Það á líka eftir að gera svo margt í íslenskri kvikmyndagerð og mig langar til að vera hluti af því og taka þátt í að þróa hana áfram. Ein- hvern tíma langar mig að gera myndir á ensku, en það er allt önnur staða að koma þar inn með nokkrar myndir í far teskinu. Stærsta frumsýningin fram undan Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndaleikstjóri og Valgerður Rúnarsdóttir, dansari og danshöfundur, eru önnum kafið fólk. Hafsteinn frumsýndi París norðursins í gærkvöldi og Valgerður sýndi tvö frumsamin dansverk á árinu og dansar nú í því þriðja í Borgarleikhúsinu. Nú bíður þeirra hins vegar nýtt verkefni því eftir sex vikur fæðist þeim dóttir. Fyrsta myndin mín í fullri lengd, Á annan veg, var endurgerð í Bandaríkjunum og það telur strax. Svo er bara að halda áfram að byggja upp ferilinn.“ Greiddi lækninum með lakkrís Fljótlega eftir að Hafsteinn hóf námið glímdi hann við tvo alvar- lega sjúkdóma í einu. „Ég fékk sjálfsofnæmissjúkdóminn lúpus upp úr tvítugu og að fá einn sjálfsofnæmissjúkdóm getur oft leitt af sér fleiri. Smám saman byrjaði ég að missa allan mátt í vöðvum og þegar ég var ný fluttur til New York kom í ljós að ég var með myasthenia gravis sem á íslensku heitir vöðvaslensfár. Aukaverkun af þeim sjúkdómi er ofvöxtur í hóstar kirtlinum og þegar hann er fjarlægður hverfa einkenni sjúkdómsins í helmingi tilfella. Sú aðgerð hljómaði hins vegar ekki vel því venjulega er hún opin skurðaðgerð á brjóst- kassanum, þannig að ég var ekk- ert sérlega spenntur fyrir þeirri hugmynd læknisins míns hér heima. Góður vinur minn kom mér í þá samband við íslenskan lækni á besta sjúkrahúsi í New York sem kom mér í samband við lækni sem gerir brjóstholsskurð- aðgerðir í gegnum skópíu, þannig að ekki þarf að opna brjóstkass- ann. Ég var mjög fljótur að jafna mig eftir aðgerðina og í kjölfarið kynntist ég einum fremsta sér- fræðingi BNA í taugalækningum sem vildi endilega hitta mig því hann hafði aldrei hitt karlmann undir þrítugu sem var með þessa tvo sjúkdóma, það eru yfirleitt bara konur. Sem segir mjög mikið um í hversu miklum tengslum ég er við konuna í mér. Ég var í með- ferð hjá honum þangað til öll ein- kenni voru horfin og ég hef ekki fundið fyrir neinu síðan. Ég var líka mjög heppinn því sem nem- andi við Columbia hafði ég fulla sjúkratryggingu og ég þurfti ekki að borga krónu fyrir þess- ar rándýru meðferðir. Reyndar rann tryggingin út áður en ég útskrifaðist og læknirinn gerði mér það tilboð að ég myndi bara borga honum í íslenskum lakkrís. Þannig að ég fór til New York á hálfs árs fresti með kíló af lakkrís í töskunni sem var öll greiðslan sem hann fékk fyrir að sinna mér.“ Finnst gott að slaka á í eldhúsinu Bæði Valgerður og Hafsteinn hafa verið mjög upptekin í list sinni undanfarin ár, Hafsteinn við að vinna París norðursins og Val- gerður samdi og sýndi tvö dans- verk á síðasta leikári, Óróleika í Þjóðleikhúsinu og Farangur hjá Íslenska dansflokknum sem hún hlaut Grímuverðlaunin sem besti danshöfundur ársins fyrir í sumar. Eiga þau engin önnur áhugamál? „Valgerður: „Í sumar hefur allur frítími farið í að pússa gólf og lista en við eigum alveg fullt af öðrum áhugamálum.“ Hafsteinn: „Við höfum gaman af því að ferðast, fara í útilegur, elda mat og bjóða góðum vinum í heimsókn.“ Valgerður: „Ég er svo heppin að Haddi er flinkur að elda góðan mat því mér finnst ekki eins gaman að elda.“ Hafsteinn: „Ég hef hins vegar voða gaman af mat og fæ líka útrás fyrir sköpunargáfuna við FRÉTTABLAÐ IÐ /STEFÁN Það verður örugglega stærsta frumsýningin til þessa. Og örugglega miklu meiri vinna á bak við hana en allt hitt, enda ekk- ert hægt að æfa sig fyrir hlutverkið, það verður bara spunnið á staðnum. Valgerður. FRÁBÆR LEIKLISTARNÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN OG UNGLINGA AÐ HEFJAST! SKÖPUNARKRAFTUR, SJÁLFSTRAUST OG GLEÐI! LEYNILEIKHÚSIÐ SKRÁNINGAR Á WWW.LEYNILEIKHUSID.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.