Fréttablaðið - 06.09.2014, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 6. september 2014 | HELGIN | 21
Hann hafði aldrei
hitt karlmann undir
þrítugu sem var með
þessa tvo sjúkdóma, það
eru yfirleitt bara konur.
Sem segir mjög mikið
um í hversu miklum
tengslum ég er við
konuna í mér.
Hafsteinn.
eldamennskuna. Þetta er strúkt-
úr og samsetning og tónar og
bragð, eiginlega bara eins og að
gera bíómynd.“
Valgerður: „Þér líður líka svo
vel í eldhúsinu, slakar algjörlega
á. Mér hins vegar finnst voða
gott og gaman að borða góðan
mat en er ekki hrifin af stússinu
sem fylgir því að búa hann til.
Við skiptum með okkur verkum.“
Hafsteinn (glottandi): „Þú ert
til dæmis betri í að þrífa. En
varðandi spurninguna þá getum
við auðvitað ekkert neitað því
að vinnan er aðaláhugamálið og
áhugamálið vinnan þannig að
skilin eru mjög óskýr.“
Tvær myndir á teikniborðinu
Stundum tekst þeim meira að
segja að sameina vinnu/áhuga-
mál beggja eins og sést á því að
Valgerður er skráð danshöfundur
bæði í Á annan veg og París norð-
ursins. Hvað þýðir það?
Hafsteinn „Það var eitt dans-
atriði í Á annan veg sem Vala
samdi og í París norðursins er
sundleikfimihópur frá Vestfjörðum
sem hún sá um að kóreógrafera.“
Valgerður: „Þetta eru óskaplega
hressar konur frá Bolungarvík,
Ísafirði og Flateyri sem hittast
einu sinni í viku í sundleikfimi.
Það var ótrúlega gaman að vinna
með þeim.“
Hér fá þau bæði glampa í augu
og samtalið færist yfir á Flateyri
þar sem París norðursins var
tekin. Á annan veg var líka tekin á
Vestfjörðum og þau eiga vart orð
til að lýsa hrifningu sinni á fólk-
inu og umhverfinu fyrir vestan,
enda segjast þau fara þangað
eins oft og þau geta. Hafsteinn
undirstrikar þó að París norð-
ursins gerist alls ekki á Flateyri
frekar en í einhverju öðru þorpi
á landsbyggðinni, sögusviðið sé
bara óskilgreint þorp enda hafi
sá heimur lengi heillað hann.
„Ég hugsa samt að ég fari eitt-
hvert annað í næstu mynd, hver
sem hún verður. Ég er sjálfur að
þróa handrit og er að vinna annað
sem er mjög spennandi. Ég myndi
helst vilja gera nýja mynd strax
á næsta ári en eftir þessi skelfi-
legu mistök ríkisstjórnarinnar
að skera niður framlög til skap-
andi greina þá er róðurinn aðeins
þyngri. Það þýðir hins vegar ekk-
ert annað en að halda dampi og
koma verkefnunum áfram.“
Fimm stjörnu sýning
Næsta mál á dagskrá er hins
vegar auðvitað fæðing frum-
burðarins og að takast á við nýtt
hlutverk sem foreldrar. Hvernig
leggst það í þau? „Það verður
örugglega stærsta frumsýningin
til þessa,“ segir Valgerður hlæj-
andi. „Og örugglega miklu meiri
vinna á bak við hana en allt hitt,
enda ekkert hægt að æfa sig
fyrir hlutverkið, það verður bara
spunnið á staðnum.“
Hafsteinn: „En kannski á bak-
grunnurinn úr kvikmyndagerð-
inni eftir að koma sér vel, þar
sem maður þarf að vera fljótur
að hugsa og taka á málum eins
skjótt og þau koma upp. “
Valgerður: „Annars erum við
mjög spennt að takast á við þessi
nýju hlutverk. Svo eigum við líka
bæði stórar og hjálpsamar fjöl-
skyldur þannig að það er nóg af
fólki til að létta undir með okkur.
En þetta verður alveg pottþétt
fimm stjörnu sýning.“
ÚR PARÍS NORÐURSINS
ÚR GRÍMUVERÐLAUNAVERKI
VALGERÐAR, FARANGRI