Fréttablaðið - 06.09.2014, Síða 24

Fréttablaðið - 06.09.2014, Síða 24
6. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Þetta eru öfgamenn. En það hefur nákvæmlega ekk-ert með trúarbrögð að gera,“ segir Madsjíd Nili, sendiherra Írans á Íslandi. „Það sem þarf að gera er að spyrja hvaðan þeir fá fjármagnið og vopnin.“ Nili var staddur hér á landi í lok síðustu viku. Hann ræddi við Gunnar Braga Sveinsson utanríkis- ráðherra og nokkra embættismenn um að styrkja samstarf Írana og Íslendinga á ýmsum sviðum. Hann tók á móti blaðamanni í anddyri Grand Hotel í Reykjavík. Eins og Írana er siður lagði hann sig fram um að sýna af sér gestrisni og almennilegheit. Jafnvel þótt hann væri staddur á hóteli í útlöndum kom hann sér fyrir ásamt aðstoðarmanni sínum í þægilegu sófahorni, dálítið afsíðis frá mesta erli hótelheimsins, og bauð bæði blaðamanni og ljós- myndara upp á kaffisopa. Rétt eins og hann væri heima hjá sér að taka á móti gestum. Sjálfur fékk hann sér te og byrj- aði viðtalið á því að færa íslensku þjóðinni kærar kveðjur frá írönsku þjóðinni. Veita hjálp ef um er beðið Blaðamanni lék meðal annars for- vitni á að vita hvað írönsk stjórnvöld gætu hugsað sér að gera til þess að aðstoða nágrannaríkið Írak í baráttu þarlendra gegn vígasveitum her- skárra íslamista, sem farið hafa þar fram af mikilli grimmd. Hann svaraði því til að ráðamenn í Írak hefðu fulla getu til þess að ráða við þennan erfiða vanda sem þeir standa nú frammi fyrir. „Þeir eiga að sinna sínu starfi. Ef þeir þurfa hjálp þá erum við öll reiðubúin til að veita hana. Sagan sýnir hins vegar að hernaðar íhlutun að utan getur ekki leyst vanda af þessu tagi. Ef einhver ætlar að bjóða upp á hjálp eingöngu á sínum eigin forsendum, þá eru það mistök.“ Hann er að sjálfsögðu að vísa þarna til hernaðarafskipta Banda- ríkjanna og annarra Vesturlanda af átökum í Mið-Austurlöndum, sem oftar en ekki hafa magnað upp and- stöðu og illdeilur í staðinn fyrir að koma á varanlegum friði. Hætta þarf stuðningi „Stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir í mínum heimshluta eru öfgamenn. Öfga- stefna er helsta ástæða styrjalda og ofbeldis, og því miður vaxa hryðju- verkamenn upp úr andrúmslofti öfga og ofbeldis. Þetta er megin- ástæða vandans,“ segir Nili. „En þá þarf að spyrja hverjir styðja hópa á borð við öfgafólkið í Írak. Hvers vegna eru þeir svona virkir núna og hvernig er hægt að ná tökum á þeim?“ Hann segir nauðsynlegt að spyrja hvaðan ofbeldis- og öfga- hópar á borð við Íslamska ríkið fái fjármagn og háþróuð vopn. „Þetta er hópur sem var harla fábrotinn til að byrja með en nú hafa þeir allt sem þeir þurfa. Hver lét þá fá svona mikið af peningum og svona mikið af vopnum? Og þá komum við að síðustu spurningunni: Hvernig er hægt að ná tökum á þessu? Það er með því einu að hætta fjárstuðn- ingi við þá og hætta að útvega þeim vopn.“ Þekkja ekki íslam Sendiherrann segir öfgastefnu ekk- ert snúast um trúarbrögð. Þar sé eitthvað allt annað á ferðinni. „Sjáðu bara það sem gerðist á Balkanskaga. Þar voru öfgamenn á ferðinni en það hafði ekkert með trúarbrögð að gera. Og það sem er að gerast í Ísrael. Þar eru öfga- menn á ferðinni en það hefur ekk- ert með gyðingdóm að gera. Og það sem er að gerast í Írak og Sýr- landi. Þar eru öfgamenn á ferðinni, en það snýst ekkert um íslam. Það snýst ekkert um trúarbrögð,“ segir Nili sendiherra. „En svo er auðvitað fólk sem mis- notar trúarbrögðin. Liðsmenn Ísl- amska ríkisins þekkja ekki íslam heldur eru þeir að misnota íslam. Við eigum ekki að leggja öfgastefnu og trúarbrögð að jöfnu, því trúar- brögðin hafa hemil á öfgastefnunni. Öll trúarbrögðin, hvort sem það er gyðingdómur, kristni eða íslam, eru uppspretta friðar.“ Stirð samskipti Á ýmsu hefur gengið í samskiptum Írans og Vesturlanda, einkum þó Bandaríkjanna, undanfarna ára- tugi. Nú síðast var sambandið harla stirt á valdatíð Mahmúds Ahmad- ínedjads, sem var forseti á árunum 2005 til 2013. Ágreiningurinn sner- ist þá einkum um kjarnorku áætlun Írans en Ahmadínedjad virtist að auki hreinlega hafa gaman af því að atast í bandarískum ráða- mönnum. Nili segir íranska ráðamenn ekki hafa neinn áhuga á að koma sér upp kjarnorkuvopnum. „Til þess liggja nokkrar ástæður. Ein af þeim er trúarleg. Við viljum ekki valda neinum tjóni. Önnur er að kjarnorka gefur ekki raunveru- leg völd. Ef svo væri þá væru Sov- étríkin enn þá á landakortinu. En hins vegar þurfum við kjarnorku því innan skamms verður jarðefna- eldsneyti uppurið. Næsta kynslóð þarf kjarnorku.“ Breytt viðmót Samskiptin við Vesturlönd breytt- ust nokkuð snarlega eftir að Hass- an Rúhaní tók við forsetaembætt- inu fyrir rúmu ári, og hefur hann reynst heldur hófsamari í mál- flutningi. Samningaviðræður fóru í gang um erfiðasta ágrein- ingsmál ríkjanna, sem er kjarn- orkuáætlun Írans. Jafnframt var refsiaðgerðum að hluta létt af Íran og loforð gefin um að aflétta þeim með öllu þegar samningar tækjust. Nili stendur fast á því að refsi- aðgerðir Vesturlanda hafi ekki átt neinn hlut í því að Íranar tóku annan pól í hæðina gagnvart Bandaríkjunum. „Það er reyndar spurning hvort það varð einhver stefnubreyting hjá okkur eftir að nýr forseti tók við. Svarið er að eftir að Rúhaní var kosinn forseti Írans þá fundum við að hann naut virðingar á Vestur- löndum. Áður var tónninn gagnvart okkur allt annar. Það skiptust á hót- anir og loforð um umbun. En þegar viðmótið varð betra þá auðvitað brugðumst við jákvætt við. Þetta er meginástæðan. Refsiaðgerð irnar höfðu þar ekkert að segja. Það hafa verið ólögmætar refsiaðgerðir í gildi í 35 ár. Það hafði engin áhrif á okkur.“ Betra viðmót bætir samskiptin Öfgafólk og hryðjuverkamenn eru stærsta vandamál Mið-Austurlanda. Það hefur þó ekkert með trúarbrögð að gera. Þetta fullyrðir Madsjíd Nili, sendiherra Írans á Íslandi, sem var í stuttri heimsókn hér á landi undir lok síðustu viku. MADSJÍD NILI Sendiherra Írans er með aðsetur í Ósló en var í heimsókn hér í lok síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ FORSETINN Hassan Rúhaní Íransforseti tók þátt í fundi til stuðnings Palestínu- mönnum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRÁ TEHERAN Sælgæti útdeilt til vegfarenda í tilefni þess að vopnahlé hófst á Gasa. Höfuðborg Teheran Mannfjöldi 78 milljónir Stjórnskipan Íslamskt lýðveldi, sem er flókin blanda klerkaveldis og lýðræðis: Klerkaveldið setur lýðræðinu skorður, en um leið setur lýðræðið klerkaveldinu vissar skorður. Trúarbrögð Íranar eru langflestir sjía-mús- limar, en einnig er að finna þar gyðinga, kristna menn og fylgismenn saraþústratrúar. Tungumál Persneska, rituð með arabísku letri, er það mál sem flestir íbúanna tala. Einnig búa þar Aserar, Kúrdar og fleiri minni- hlutahópar sem tala eigin tungumál. Íran– helstu staðreyndir FRÁ ÍRANSKA ÞINGINU Þingið setur lög, en hefur ekki úrslitavald um þau. NORDICPHOTOS/AFP Öfgastefna er helsta ástæða styrjalda og ofbeldis, og því miður vaxa hryðjuverkamenn upp úr andrúmslofti öfga og ofbeldis. © GRAPHIC NEWS P e r s a fl ó i Ó m a n h a f Í R A N TÚRKMENISTAN AFGANISTAN PA KI ST AN ÓMAN SÁDI-ARABÍA ÍRAK TY RK LA N D KÚVEIT S.A.F.BAREIN 250km Teheran K a s p í a h a f ÍRAN OG AÐLIGGJANDI LÖND Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.