Fréttablaðið - 06.09.2014, Side 32

Fréttablaðið - 06.09.2014, Side 32
6. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 FLÆKJUSAGA Illugi Jökulsson veltir fyrir sér af hverju Elagabalus entist í fjögur löng ár á valdastóli Rómaveldis þótt margir miklu hæfi- leikaríkari keisarar entust mun skemur. Jafnvel snarvitlausir keisarar eins og Caligula og Neró virðast yfirveg- aðir stjórnvitr- ingar við hliðina á þessum manni, furðulegasta keisara Rómar fyrr og síðar … Hann hafði enga hæfileika, hvorki raunverulega né táknræna. V aldastaðan er undarlegt fyrir-bæri. Ég á við einhvers konar embætti eða vegtyllu sem menn hafa komið sér upp og sá sem þar situr öðlast sjálfkrafa vald yfir öðrum, mismikið eftir aðstæðum, en stundum og líklega furðu oft alveg burtséð frá því hvort hann eða hún hefur einhverja sérstaka verðleika til að bera. Sorglega mörg tilvik má finna úr sögunni (allri sögu, alltaf, alls staðar) um að menn hafi komist í valdastöður fyrst og fremst vegna aðstæðna, jafnvel ætt- ernis, eða þá einhverra blekkinga eða peninga eða vel heppnaðs lýðskrums eða kannski bara vegna heppni en í versta falli vegna yfirgangs og frekju. Og leiti nú hver með sjálfum sér að dæmum um þetta. En furðulegt er hvað fólk er síðan gjarnt á að sýna valdamanninum mikið langlundargeð, sé hann eða hún komin á sinn stall, sama þótt hæfileikar reynist engir vera eða valdamaðurinn geri jafn- vel af sér tóma vitleysu. Samt skal haldið ótrúlega lengi í stöðuna og ekki hróflað við henni fyrr en í lengstu lög. Eins og ævinlega er auðvelt að finna brúkleg dæmi um þetta úr sögu Róm- verja! Rómarríkið var herveldi í eðli sínu. Þannig óx það úr grasi og þannig var sjálfsmynd þess allt til hinna bitru enda- loka: dátinn með sverð og spjót var tákn þess, harðneskja og þolgæði voru hinar æðstu dyggðir. Karlmennska, sem sé; það er erfitt að komast undan því orði í þessu sambandi. Keisarinn átti að vera tilbúinn til að leiða her sinn til orrustu hvenær sem þörf væri á; það var tilgangur hans, miklu frekar en nokkuð annað. Ef hann stóð sig ekki á því sviði, þá leið aldrei á löngu þar til einhvers staðar úti í horni var farið að hvíslast á og brýna hnífa. Þeim mun undarlegra er það að Róm- verjar skyldu í fjögur ár þola á keisara- stóli sínum hálfgert – eða nei, hálfgert er alls ekki nógu sterkt orð – algert er sönnu nær – já, algert skrípi sem var eins fjarri því að líkjast hinni hefðbundnu róm- versku táknmynd valdhafans og frekast er unnt. Og hafði heldur enga þá verðleika til að bera sem réttlætt gætu að hann færi með valdið. En af því hann valt ein- hvern veginn í valdastól, þá hélst hann þar í fjögur löng ár. Jafnvel snarvitlausir keisarar eins og Caligula og Neró virð- ast yfirvegaðir stjórnvitringar við hlið- ina á þessum manni, furðulegasta keisara Rómar fyrr og síðar, honum Elagabalusi. Hann hafði enga hæfileika, hvorki raun- verulega né táknræna, samt lafði hann sem sagt í þessi fjögur ár. Sem er eitt af sorglegri dæmum sögunnar um hvað valdastaðan er sterk. Pilturinn sem seinna kallaðist Elagaba- lus fæddist um það bil árið 203 e.Kr. í Sýr- landi. Faðir hans var háttsettur embættis- maður en ekki atkvæðamikill, öðru máli gegndi um móður hans. Hún hét Júlía Sóemías og var af miklu mektarfólki sýr- lensku, þau voru frá Homs, þeirri hrjáðu borg sem nú er í rúst vegna borgarastríðs, og í ættinni voru æðstu prestar guðsins Elagabalusar, hann var sólarguð, og sonur hennar Júlíu Sóemías varð æðsti prestur guðsins kornungur. Því hlaut hann að end- ingu nafn guðsins sjálfur. Ringlað ungmenni Árið 217 varð uppi fótur og fit í Róma- veldi. Keisarinn Caracalla var myrtur um það bil sem hann var að leggja af stað í herferð gegn Pörþum, sem þá réðu Pers- íu og Mesópótamíu. Enginn saknaði Cara- calla, enda var hann fúlmenni, en hann átti engan son svo ekki gat arftaki hans komið úr þeirri átt. Einn af herforingjum hans tók því völdin, Macrinus hét hann, en hann varð fljótt óvinsæll og þótti til dæmis ekki nógu herskár. Og þá sáu Júlía Sóemías og önnur hasarkvendi úr hennar ætt sér leik á borði. Svo vildi til að móður- systir Júlíu Sóemías var móðir Caracalla. Júlía Sóemías og mamma hennar, Júlía Mesa, komu þeirri kjaftasögu nú á kopp- inn að Elagabalus, sem þá var 14 ára, væri í raun sonur Caracella og ætti því rétt á keisaratign, þótt óskilgetinn væri. Þær Júlíur hættu aldrei við hálfnað verk og komu því nú til leiðar að herdeild í Sýrlandi gerði uppreisn og lýsti stuðn- ingi við keisaratign til handa Elagaba- lusi. Svo fór að Macrinus beið lægri hlut og var vitaskuld myrtur, og árið 218 hélt því Elagabalus innreið sína í Róm sem keisari heimsveldisins, arftaki Ágústus- ar, Hadríanusar, Trajanusar og Markús- ar Árelíusar. Og þá var nú aldeilis haldið partí. Elagabalus var þá að vera 15 ára og óhætt virðist að segja að hann hafi verið afar ringlað ungmenni. Þvílíkar sögur voru festar á blað um hann eftir að hann dó að einhverjar þeirra hljóta að hafa verið ýktar og upplognar en þó standa nógu margar eftir til að segja manni að hvað svo sem Elagabalus kann að hafa átt að gera við líf sitt, þá átti hann ekki að vera keisari í Róm. Miklum og næstum ótrúlegum sögum fer af kynsvalli sem nú hófst við hirðina, Elagabalus lagði lag sitt við bæði kyn sem í þá daga þótti í sjálfu sér hneykslanlegt og benda til að hann væri spilltur og gott ef ekki vond- ur maður, en algjört taumleysið og rudda- skapurinn vekja vafalaust meiri furðu og jafnvel ugg hjá okkur umburðarlyndu nútímafólki. Auðvitað er engin leið fyrir okkur að vita hvað hafði gengið á í uppeldi hins unga manns sem gerði hann að svo kynferðislegu dýri sem heimildir greina frá; hann neyddi hirðfólk til að taka þátt í öllu mögulegu sem það hafði engan áhuga á, hann fór út á götur og seldi sig opinber- lega og hann nauðgaði og neyddi til að giftast sér eina af hinum ginn- heilögu Vestumeyjum þeirra Rómverja. Hann gekk reyndar að eiga fimm konur á stutt- um tíma en sagðist þó fyrst og fremst vera „drottning Hieroclesar“ en sá var öku- maður kappakstursvagna og upphaflega þræll sem Elagaba- lus gaf frelsi. Fleiri myndar lega íþróttamenn kallaði hann eigin- menn sína. Öfgafullt líferni reyndi á Allt þetta var ansi langt frá þeim táknmyndum um þol- gæði, einfalt líf og strang- leika sem Rómverjar héldu enn í heiðri að nafninu til, þótt keis- arar eins og Caligula hefðu vissu- lega reynt mjög á þolrif þeirra tákn- mynda með öfgafullu líferni sínu. En tvennt greindi Elagabalus frá ruglukörlum eins og Cali- gula. Í fyrsta lagi reyndi hann að útbreiða trú á sinn sýr- lenska guð á kostnað hinna hefðbundnu rómversku guða. Þeir guðir voru að sönnu orðn- ir ansi útvatnaðir, en Rómverj- um fannst of langt gengið að eiga SKRÍPIÐ Á VALDASTÓLNUM í einni svipan að taka upp nýja trú á miðausturlenskan sólarguð. Í öðru lagi gerði Elagabalus ekki minnstu tilraun til að stjórna ríkinu meðan hans langa grodda partí stóð yfir. Meira að segja Caligula gerði það – svona með annarri hendinni að minnsta kosti. Stjórn ríkisins var nú öll í höndum móður Elagabalusar og ömmu, Júlíu Sóemí- as og Júlíu Mesu. (Konur fengu aðgang að öldungaráðinu meðan þær réðu ferðinni. Almáttugur, hvað Rómverjum var lítið skemmt!) Eigi að síður létu Rómverjar þessa meintu „stjórn“ Elagabalusar yfir sig ganga í fjögur löng ár, einfaldlega af því að hann var lentur á valdastólnum og þá var meira en að segja það að blása honum þaðan burt. Það er ein af óútskýrðum gátum Rómaveldis af hverju Elagabalus entist þetta lengi þótt mörgum miklu hæfileikaríkari keisurum væri steypt af stóli miklu fyrr. Að lokum var það amma hans, Júlía Mesa, sem stóð fyrir uppreisn gegn honum. Hún skynjaði að þetta gengi ekki endalaust. Þá lét hún dubba 13 ára son yngri dóttur sinnar upp til keisara í staðinn, Alexander Seve- rus hét hann. Elagabalus var höggvinn í spað ásamt móður sinni sem reyndi fram á síðustu stundu að vernda son sinn fyrir sverðum samsærismanna. Höfuðlausu líki þessa misheppnaða valdamanns var varp- að í ána Tíber. Hann var átján ára. STRÁKSI ELAGABALUS. JÚLÍA SÓEMÍAS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.