Fréttablaðið - 06.09.2014, Side 38

Fréttablaðið - 06.09.2014, Side 38
FÓLK|HELGIN Desloratadine ratiopharm er ofnæmislyf sem veldur ekki syfju. Það hjálpar til við að hafa hemil á ofnæmis-viðbrögðum og einkennum þeirra með því að hindra verkun ofnæmisvakans histamíns. Desloratadine ratiopharm er fljótt að virka og verkun þess varir allan sólarhringinn, svo eingöngu er þörf á að taka það einu sinni á dag. Lyf sem innihalda virka efnið desloratadin, eins og Des- loratadine ratiopharm, hafa eingöngu verið fáanleg gegn lyfseðli hingað til. Mismunandi er milli einstaklinga hvaða ofnæmislyf hentar hverjum og því geta einstaklingar þurft að prófa sig áfram með hvað hentar þeim. Desloratadine ratiopharm er nú nýr valkostur í lausasölu fyrir fólk sem hingað til hefur þurft að fá lyfinu ávísað af lækni. Eins og nafnið gefur til kynna er virka efnið desloratadin talsvert skylt efninu loratadini (inni- haldsefni í m.a. loratadin LYFIS), en loratadin er óvirkt efni sem umbreytist í líkamanum í virka efnið desloratadin. Með desloratadini er búið að taka út umbreytingarskrefið úr óvirku efni í virka efnið. Desloratadine ratiopharm munndreifitöflur leys- ast hratt upp í munni eða maga. Desloratadine ratiopharm er fáanlegt án lyfseðils í 10 stk. og 30 stk. pakkningum og er ætlað fullorðnum og unglingum eldri en 12 ára. Mikilvægt er að lesa fylgiseðil lyfsins fyrir notkun og kynna sér helstu varúðarreglur. Stutta samantekt um lyfið má sjá hér á eftir. NÝTT OFNÆMISLYF Í LAUSASÖLU LYFIS KYNNIR LYFIS heldur áfram að auka úrval lausasölulyfja á Íslandi. Nýjasta lyfið í lausasölu er ofnæmislyfið Desloratadine ratiopharm og er það eina ofnæmislyfið sinnar tegundar á Íslandi sem selt er án lyfseðils. MEÐ TUTTI FRUTTI-BRAGÐI Desloratadine ratio- pharm eru litlar munndreifitöflur sem leysast hratt upp í munni eða maga og má taka inn án þess að drekka með vökva, þó það henti engu að síður líka. Munndreifitöflurn- ar eru með tutti frutti-bragði og innihalda ekki laktósa. Tinna Alavis hefur starfað við fyrirsætustörf í áravís, meðal annars í París, Þýskalandi, Indlandi og í Los Angeles. Nú er Tinna önnum kafin í nýju hlut- verki sem hún segist kunna mjög vel við. „Ég veit ekkert yndislegra en að eiga þessa litlu stelpu. Hún er svo sannarlega búin að veita mér mikla hamingju. Að vakna á morgnana og sjá litla andlitið hennar er það besta sem ég veit,“ segir hin nýbakaða móðir. Þegar hún er spurð hvað sé á dagskrá hjá þeim um helgina, svarar hún. „Ég ætla að hafa það notalegt með fjölskyldunni, borða góðan mat og fara í göngutúra með Ísabellu í vagninum.“ Fyrir utan að sinna móðurhlut- verkinu skrifar Tinna fyrir Home Magazine og heldur úti bloggi á alavis.is. Þar segir hún frá ýmsu sem gerist í lífi hennar og bendir á fallega og nytsama hluti. Tinna hefur mikla ánægju af að gera heimili sitt í Garðabænum fallegt. Hún er iðin við að breyta og bæta auk þess sem hún hefur gaman af því að elda góðan mat og er dugleg að bjóða vinafólki heim. „Mér finnst skemmtilegt að gera fínt í kringum mig. Ég ætla að breyta hjónaherberginu á næstu dögum, mála það í hlýjum lit og setja nýjar gardínur sem tóna vel við. Einnig ætla ég að lífga upp á eldhúsið með því að setja ljóst upp- lýst gler á milli innréttinganna. Mér finnst það gefa hlýleika og er þægi- legra í þrifum,“ segir hún. Tinna hefur alltaf verið mikill fag- urkeri og segist hafa gaman af vel hönnuðum hlutum. „Ég er nýbúin að eignast fallegan Kahler-vasa sem var ofarlega á óskalistanum. Núna langar mig ótrúlega mikið í allar stærðirnar af Festivo-kertastjökun- um frá Iittala. Ég er ástfangin af vör- unum frá Iittala og safna þeim. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fegra heimilið og breyti reglulega um stíl. Núna er ég mest fyrir rómantískan stíl og pastelliti. Uppáhaldshönnuð- urinn minn er Anne Sophie Goneau. Ég elska falleg smáatriði og er einnig sérstaklega hrifin af hönnun Iittala og Kahler en bæði merkin höfða ákaflega vel til mín. Ég vil hafa allt ljóst og bjart í kringum mig. Allt sem er í rómantískum stíl heillar mig mikið. Ég hef líka mikinn áhuga á gömlum hlutum og finnst virkilega skemmtilegt að láta gamla hluti fá nýtt líf,“ segir hún. NÝTUR MÖMMUHLUTVERKSINS UMSKIPTI Líf Tinnu Alavis fyrirsætu breyttist þegar dóttir hennar, Ísabella Birta, kom í heiminn í apríl. Tinna er þessa dagana í fæðingarorlofi og nýtur þess að vera í móðurhlutverkinu. DREGUR ÚR EINKENNUM Desloratadine ratiopharm er ætlað til að draga úr einkennum ofnæm- iskvefs og einkennum ofsakláða OFNÆMISKVEF, EINKENNI: ■ Hnerri ■ Nefrennsli og kláði í nefi ■ Kláði í efri gómi ■ Kláði í augum ■ Rauð eða tárvot augu OFSAKLÁÐI, EINKENNI ■ Kláði ■ Ofsakláði ■ Léttir þessara einkenna varir allan sólarhringinn. OFNÆMISKVEF OFSAKLÁÐI 24 KLST VIRKNI SMEKKLEGT Tinna hefur mikla ánægju af því að hafa stílhreint og fínt í kringum sig. NÓG AÐ GERA Fyrir utan að sinna dóttur sinni, Ísabellu Birtu, skrifar Tinna fyrir Home Magazine þar sem hún gefur góð ráð fyrir heimilið. www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Haustgöngur FÍ Haustlitir og haustlægð ir - alla leið 2 Ferðafélag Íslands býður nú upp á haustgöngur fyrir félagsmenn. Nú þegar göngusumrinu er að ljúka er um að gera að finna ný verkefni fyrir gönguskó og stafi og ótimabært að leggja þeim þegar upp í hillu. Haustið er framundan i allri sinni dýrð með tilheyrandi haustlitum, djúpri kyrrð og fegurð í bland við blessaðar haustlægð- irnar sem við heilsum með virðingu. Þessu öllu fáum við að kynnast í haustgöngum FÍ, 3 mánaða gönguverkefni FÍ þar sem bæði verður gengið á fjöll um helgar sem og arkað um göngustíga- kerfi borgarinnar á virkum dögum. Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 8. september kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6 Fararstjóri í gönguferðunum verður Hjalti Björnsson Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.