Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2014, Qupperneq 79

Fréttablaðið - 06.09.2014, Qupperneq 79
KYNNING − AUGLÝSING Námskeið6. SEPTEMBER 2014 LAUGARDAGUR 7 Hringsjá er náms- og starfsendur-hæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Þar er boðið upp á einstaklings miðað nám í heimilislegu og notalegu um- hverfi með góðri stoðþjónustu. Áhersla er lögð á að hver og einn fái tækifæri til að blómstra og fái aðstoð við hæfi. Mark- miðið er að gera nemendur færa um að takast á við nám í almennum framhalds- skólum og/eða fjölbreytt störf á vinnu- markaði. Samkvæmt árangursmælingu sem gerð var árið 2012 eru 79 prósent út- skrifaðra nemenda í námi eða starfi að hluta til eða fullu. Fann sig í Hringsjá Kristján Jónsson útskrifaðist úr þriggja anna vetrarnámi Hringsjár síðast liðið vor. Hann mælir með náminu fyrir alla og sérstaklega þá sem finnst erfitt að byrja í skóla. „Ég byrjaði á að fara á tölvu- námskeið hjá Hringsjá og svo fór ég á námskeið í minnistækni, aðallega mér til gamans. Eftir það fór ég svo í sjálfan skólann hjá þeim. Það blundaði alltaf í mér einhver skólaótti, ég átti í basli með brennivín í langan tíma og fannst ég ekki eiga neitt erindi í skóla. Þarna fann ég mig hins vegar algjörlega og sá að ég get vel lært,“ segir Kristján ánægður. Ekki gefist upp á neinum Hann segir að í Hringsjá þurfi fólk að hafa fyrir hlutunum en námið sé ein- staklingsmiðað og reynt að finna þær námsaðferðir sem henta hverjum og einum. „Það er svo frábær nálgun á nám í Hringsjá. Ef maður skilur ekki það sem verið er að kenna með einhverri ákveð- inni aðferð er bara önnur aðferð fundin, og svo önnur ef hún hentar ekki. Það er ekki gefist upp á manni þar.“ Gamall draumur rættist Á meðan Kristján stundaði nám hjá Hringsjá tók hann líka tvær annir í kvöld- skóla Tækniskólans og tók sveinspróf í málaraiðn. „Eftir eina önn í Hringsjá var ég farinn að fatta að ég gæti lært þannig að ég ákvað að láta þrjátíu ára gamlan draum rætast, fara í málaranám og klára sveinsprófið. Í dag vinn ég hjá Máln- ingar þjónustu, frábæru fyrirtæki, og það á ég allt Hringsjá að þakka,“ segir Krist- ján og brosir. „Þar upplifði ég mig sem hluta af stórri fjölskyldu þar sem allir eru á sínum forsendum og fá að vera í friði með þær og tekst að láta sér líða vel. Ég lagði mig fram í skólanum, lærði heima og skilaði verkefnum og uppskar eftir því. Nú á ég eftir að taka fjögur fög til að ná fullum meistararéttindum í málaraiðn og er jafnvel að hugsa um að fara í frek- ara nám eftir að ég klára það. Í Hringsjá fékk ég viðurkenningu og fór að trúa á sjálfan mig.“ Nánari upplýsingar má finna á www.hringsja.isþ Öðlaðist trú á sjálfan sig í Hringsjá HRINGSJÁ er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Kristján Jónsson nemandi kallar staðinn „litla demantinn“ og mælir með honum fyrir alla, sérstaklega þá sem eru hræddir við að fara í skóla. Hann kláraði sjálfur þriggja anna nám í skólanum og hefur gengið allt í haginn eftir það. Kristján Jónsson starfar sem málari í dag en hann byrjaði á að fara í þriggja anna nám hjá Hringsjá, fór svo í Tækniskólann og tók sveinspróf. Frekari upplýsingar og skráning hjá Hringsjá í síma 510 9380 eða á hringsja.is ÚFF - Úr frestun í framkvæmd Farið yfir ástæður frestunar, einkenni og afleiðingar. Fyrir þá sem vilja hætta að fresta og fara að ná árangri í lífinu. Fjölskyldan og ég Með aukinni þekkingu tileinka þáttakendur sér leiðir til að verða betri fjölskyldumeðlimir, makar og uppalendur. Minnistækni Kennd er tækni til þess að efla og bæta minnið. Hentar þeim sem eiga við gleymsku eða skert minni að stríða. TÁT - Tök á tilverunni Bjargráð og færni í að takast betur á við daglegt líf og hindranir sem upp koma. Í fókus - Að ná fram því besta með ADHD Eykur skilning á ADHD (athyglisbresti/ofvirkni) og hvernig hægt er að ná betri tökum á ADHD Sjálfstyrking Styrkir nemendur í að tjá sig, sýna öðrum örugga framkomu og almennt að vera til! Tölvugrunnur Tölvunotkun fyrir byrjendur. Unnið á eigin hraða með aðstoð. M Y N D /G VA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.