Fréttablaðið - 06.09.2014, Page 82

Fréttablaðið - 06.09.2014, Page 82
6. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 34 Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Elíasarmál er fjórða bókin sem Þorsteinn Antonsson tekur saman upp úr handritum Elíasar Mar. Í þessari bók birtist sá hluti fyrstu skáldsögu Elíasar sem hann lauk við að skrifa en vinnuheiti sögunnar var Börnin á mölinni. Auk þess eru í Elíasarmálum ýmsar greinar eftir skáldið og síðustu ljóðin sem hann orti. Sagnasmiðjan gefur bókina út. Fjórða bókin úr handritum Elíasar Mar Bragi Ólafsson rithöfundur og banda- ríski höfundurinn Karen Finneyfrock verða á Reykjavik Writing Jam í Seattle í október. Þau hafa skipst á persónulýsingum og skrifað smásögur um þessar hugarsmíðar hvort annars. Þetta er fyrsta samstarfsverk- efni Bókmenntaborg- arinnar Reykjavíkur við systurborg Reykjavíkur, Seattle. Bragi og Karen á Writing Jam í Seattle Á bókmenntahátíðinni Bloody Scotland í Stirling seinna í mánuðinum verður í fyrsta sinn í veraldarsögunni háður knattspyrnu- leikur milli Skotlands og Englands þar sem liðin eru mönnuð glæpasagnahöfundum. Svo skemmtilega vill til að glæpasagna- höfundurinn Ragnar Jónasson, sem er félagi í félagi breskra glæpasagnahöfunda, Crime Writers’ Association, hefur verið valinn í lið Englands. Í skoska liðinu eru þekktir höfundar á borð við Ian Rankin og Mark Billingham er fyrirliði enska liðsins. Nú hefur komið í ljós að Skotar eru með skeinuhætt leynivopn, fyrrverandi atvinnu- mann í Skotlandi og fyrrverandi norskan landsliðsmann, Arild Stavrum. Allnokkur urgur er í enska liðinu vegna Stavrums sem þeir virðast óttast töluvert. Því er við að bæta að nú er uppselt á atburð Ragnars og Yrsu Sigurðardóttur á Bloody Scotland og er það einn af þremur atburðum sem þegar er uppselt á á há- tíðinni allri. Glæpasagnahöfundar keppa í fótboltaAGLI FRESTAÐ – AFTUR Ævisaga stór- söngvarans Egils Ólafssonar sem Páll Valsson færði í letur mun ekki koma út í haust eins og áætlað var. Er það í annað sinn sem útgáfunni er frestað. Það styttist í jólin og jóla-bókaflóðið alræmda um það bil að skella á. Eftir fantagott útgáfu-ár í fyrra, þar sem hvert stórvirkið rak annað, er útgefendum nokkur vandi á hönd- um en á útgáfulistum forlaganna fyrir komandi vertíð er þó ýmis- legt bitastætt sem bókaunnendur geta farið að hlakka til að lesa. Bækur eftir konur eru áberandi og ýmsar af okkar bestu skáldkonum senda frá sér bók í haust. Stórkanónur í öllum flokkum Vinsælasta ljóðskáld þjóð arinnar, Gerður Kristný, sendir frá sér ljóðabókina Drápu sem mun vera ljóðabálkur um glæpi og önnur af okkar bestu ljóðskáldkonum, Kristín Eiríksdóttir, sendir frá sér ljóðabók sem nefnist Kok. Skáldsögur eru annars mest áber- andi á útgáfulistunum eins og árs- tíðin býður og stórkanónur eins og Steinunn Sigurðardóttir, Guð- rún Eva Mínervudóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir eru allar með skáldsögur í haust. Saga Stein- unnar nefnist Gæðakonur, Guð- rún Eva sendir frá sér Englaryk og Oddný Eir skrifar um Ástar- meistarann. Jónína Leósdóttir á líka skáldsögu á listanum og nefn- ist hún Bara ef … Nýr höfundur, Soffía Bjarnadóttir, kveður sér hljóðs með skáldsögunni Segul- skekkju og Ingibjörg Reynis dóttir, sem heillaði þjóðina með sögu sinni um Gísla á Uppsölum fyrir tveimur árum, sendir nú frá sér skáldsögu sem nefnist Rogastanz. Glæpadrottningin Yrsa Sigurðar- dóttir er að sjálfsögðu með nýja glæpasögu en sú hefur ekki enn hlotið nafn. Ein allra áhugaverð- asta bókin úr smiðju kvennanna er svo sjálfsævisaga Jóhönnu Krist- jónsdóttur, Svarthvítir dagar, sem segir frá fyrstu tuttugu árunum í lífi hennar. Dauðar, kvíði og öræfi Karlmennirnir láta að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og jólaboðinn sjálfur, Arnaldur Indriðason, verð- ur auðvitað gefinn út 1. nóvember eins og hefð er fyrir. Stefán Máni er með nýja glæpasögu, Litlu dauðarnir, og sömuleiðis Ragnar Jónasson en bók hans nefnist Nátt- blinda. Jón Óttar Ólafsson sem kvaddi sér hljóðs með Hlustað í fyrra verður með nýja bók um glæp en endanlegur titill liggur ekki fyrir. Steinar Bragi er einn þeirra höf- unda sem lesendur bíða eftir nýju verki frá og þeirri bið lýkur í októ- ber þegar skáldsagan Kata lítur dagsins ljós. Ófeigur Sigurðsson er líka höfundur sem margir vænta mikils af og hann sendir frá sér skáldsöguna Öræfi. Ný liðarnir í karlahópnum eru Orri Harðar- son, sem sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu, Stundarfró, og Sverrir Norland með skáldsöguna Kvíða- snillingar. Börnin fá þá eitthvað fallegt Fjölmargar nýjar íslenskar barna- bækur líta dagsins ljós fyrir jólin. Þórarinn Leifsson sendir frá sér söguna Maðurinn sem hat- aði börn, Sigrún Eldjárn og Þór- arinn Eldjárn skrifa Fuglaþrugl og nafnahrafl, Gunnar Helgason heldur áfram með fótboltasöguna sína og nefnist nýja bókin Gula spjaldið í Gautaborg. Ævar vís- indamaður, Ævar Þór Benedikts- son, er með söguna Þín eigin þjóð- saga og Bryndís Björgvinsdóttir, höfundur Flugunnar sem stöðv- aði stríðið, sendir frá sér bókina Hafnfirðingabrandarinn. Aðrar barnabækur eftir konur eru Leitin að geislasteininum eftir Iðunni Steinsdóttur, Nikký og bölvun bergmálsins eftir Brynju Sif Skúladóttur, Nála – riddara- saga eftir Evu Þengilsdóttur og Tröllastrákurinn eignast vini eftir Sirrý. Sjónvarpsmaðurinn Egill Eðvarðsson sendir frá sér vísna- bók fyrir börnin og ber hún titilinn Ekki á vísan að róa. Þýddar bækur með íslenskum tengingum Þýddar skáldsögur eru fastur liður í flóðinu og meðal spennandi þýð- inga sem koma út á næstu vikum er saga Hönnuh Kent um síðustu daga Agnesar Magnúsdóttur, Burial Rites, sem í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar hefur hlotið nafnið Náðarstund. Önnur þýdd bók með íslenska tengingu er saga Sally Magnusson, dóttur Magnus- ar Magnussonar, Where memories go, sem fjallar um baráttu móður hennar við Alzheimer, en sú nefn- ist Handan minninga í þýðingu Ragnheiðar Margrétar Guðmunds- dóttur. Langþráð þýðing Sigurðar Karlssonar á sögu Sofie Oksanen, Þegar dúfurnar hurfu, kemur út hjá Forlaginu og sömuleiðis þýðing Friðriks Rafnssonar á metsölubók Romain Puértolas, Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA skáp. Bréfabók er skáldsaga eftir einn virtasta höfund Rússa á okkar dögum, Míkaíl Shískín, sem kemur út í Neonklúbbi Bjarts í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur í október. Alls ekki tæmandi Hér hefur verið stiklað á mjög stóru yfir útgáfulista forlaganna og langt frá því að þetta sé tæm- andi listi yfir bækur haustsins. Forleggjarar vilja gjarnan halda stórum tíðindum leyndum í lengstu lög og eins víst að stórtíðinda sé enn að vænta af bókamarkaðn- um. Ljóst er þó af þessari upp- talningu að bókaunnendur þurfa ekki að kvíða skammdeginu í ár og geta farið að láta sig hlakka til að smjatta á góðgætinu sem boðið er upp á langt fram eftir vetri. Skáldverk kvenna í öndvegi Jólin eru handan við hornið og ekki seinna vænna að kíkja á bókakonfektið sem boðið verður upp á í útgáfu haustsins. GERÐUR KRISTNÝ KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR ODDNÝ EIR ÆVARSDÓTTIR JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR INGIBJÖRG REYNISDÓTTIR FÆRT TIL BÓKAR !
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.