Fréttablaðið - 06.09.2014, Qupperneq 90
6. september 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 42TÍMAMÓT
Hjartkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ATLI HAUKSSON
löggiltur endurskoðandi,
Hraunbæ 62, Reykjavík,
varð bráðkvaddur mánudaginn 1. september.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þorbjörg Atlad. Sigríðardóttir
Alfreð Atlason Fabiana Martins Silva
Steinunn Huld Atladóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og systir,
KONNÝ GARIBALDADÓTTIR
Njálsgötu 15, Reykjavík,
lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund,
þriðjudaginn 26. ágúst sl. Hún verður
jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík,
þriðjudaginn 9. september, klukkan 13.00.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir einstaka
umhyggju og umönnun.
Eiríkur Friðbjarnarson
Einar Garibaldi Eiríksson Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir
Áslaug Garibaldadóttir, Einar og Þorbjörn Garibaldasynir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN JÓNSSON
Furugerði 1,
áður Súgandafirði,
lést þann 23. ágúst. Útför hefur farið fram í
kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elísabet Þórðardóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og jarðarför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SIGFRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR
Fróðengi 5, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Droplaugarstaða fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Vilhjálmur Valdimarsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
HRAFNHILDUR JÓNA GÍSLADÓTTIR
Ástúni 8, Kópavogi,
lést föstudaginn 29. ágúst sl. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kristján Sigurgeirsson Anna María Sigurðardóttir
Anna Brynja Sigurgeirsdóttir Magnús Sjöholm
Andrea Kristín Kristjánsdóttir Agla María Kristjánsdóttir
Lísa Katla Stellansdóttir Sara Björk Stellansdóttir
Okkar ástkæra móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
BJÖRG EINARSDÓTTIR PÉTURSSON
sem andaðist miðvikudaginn 27. ágúst
á Hrafnistu í Reykjavík verður jarðsungin
miðvikudaginn 10. september frá
Fossvogskirkju kl. 15.00. Sérstakar þakkir til
starfsfólks deildar L1 á Hrafnistu í Reykjavík
fyrir frábæra umönnun síðustu árin.
Steinunn Jóhanna Ásgeirsdóttir Ásgeir S. Hallgrímsson
Einar M. Ásgeirsson Pétursson Elizabeth Vahey
María Ásgeirsdóttir
Pjetur Georg Pétursson Svanlaug Arnardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
„Þetta er í fyrsta skipti sem efnt er
til endurfunda Bandaríkjamanna og
Íslendinga sem unnu á Keflavíkur-
flugvelli meðan herinn var þar, á
árunum 1952 til 2006,“ segir María
Ben Erlingsdóttir, framkvæmda-
stjóri Keflanding, um samkomu í
Offiseraklúbbnum á flugvallarsvæð-
inu síðdegis í dag. Þangað hafa um
120 manns boðað komu sína, þar af
25 Bandaríkjamenn. María segir
rútufyrirtækið Guðmund Tyrfings-
son, sem á Keflanding, skipuleggj-
anda samkomunnar. „Endurfundir
NASKEF (Naval Air Station Kefla-
vik) er einn af viðburðum Ljósa-
nætur í Reykjanesbæ, enda munu
samkomugestir verða fluttir í rútum
niður að höfn í lok dags til að fylgj-
ast með glæsilegri flugeldasýningu
við höfnina.“
Allt hefur þetta átt nokkurn aðdrag-
anda, að sögn Maríu. „Við feng-
um military.com, sem er 25 milljón
manna vefur, í lið með okkur og það
voru tugþúsundir sem lásu orðsend-
ingar okkar. Sú fyrsta birtist í maí á
þessu ári en við hefðum þurft að vera
fyrr á ferðinni,“ segir hún. „Þrátt
fyrir það erum við að fá hingað 25
manns að utan og ágæta þátttöku í
heildina.“
María segir Offiseraklúbbinn
líta út nánast eins og hann var í tíð
Kanans á vellinum. „Þetta var mjög
vinsæll staður og það verður kósý
stemning þar í kvöld,“ segir hún.
Meðal atriða á dagskránni verða
ávörp bæjarstjóra Reykjanesbæjar
og bandaríska sendiherrans á Íslandi.
„En þetta eru endurfundir og við
viljum að fólk blandi fyrst og fremst
geði hvert við annað,“ segir María.
„Svo verður rosa flott kvöldverðar-
hlaðborð, forréttur og eftirréttur og
áður en fólk fer verður dregið í happ-
drætti með 30 flottum vinningum frá
fyrirtækjum hér á Suðurnesjum.“
Erlingur Bjarnason, faðir Maríu,
er einn þeirra sem hlakka til kvölds-
ins. Hann var framkvæmdastjóri
birgðadeildar varnarliðsins í 26 ár og
segir hafa verið bæði sjokk og sökn-
uð í hans huga þegar herinn fór með
stuttum fyrirvara. „Ég átti góð ár
á vellinum og eignaðist marga góða
vini sem ég held sambandi við en
held að þeir bandarísku séu ekki með
í hópnum sem hingað er kominn,“
segir hann. gun@frettabladid.is
Kósý stemning í kvöld
í Offi seraklúbbnum
Endurfundir bandarískra hermanna sem dvöldu í Kefl avík á sínum tíma og íslenskra
starfsmanna varnarliðsins eru meðal atriða Ljósanætur í Reykjanesbæ.
ÖRFÁIR ÚR HÓPNUM Marteinn Valdimarsson, hjónin Elín og Tom Griffin sem kynntust á Keflavíkurflugvelli, Kevyn Silverman, Erlingur Bjarna-
son, María Ben Erlingsdóttir og Gunnar Þórmarsson mætt í Offiseraklúbbinn. MYND/OLGABJÖRT@VF.IS
Opinber útför Díönu prinsessu af Wales
fór fram þennan dag árið 1997. Hún hófst
klukkan 9.08 að staðartíma í Lundúnum,
þegar kirkjuklukkur gáfu til kynna brottför
líkfylgdar hennar frá Kensington-höll. Hvar-
vetna var flaggað í hálfa stöng. Líkkistan lá
á opnum byssuhestvagni sem ók meðfram
Hyde Park til St. James-hallar. Ungir synir
Díönu gengu á eftir hestvagninum.
Díana var jarðsungin frá West minster
Abbey og lögð til hvílu í Althorp-kirkjugarð-
inum.
Yfir 2.000 manns mættu í athöfnina
í kirkjunni sem var sjónvarpað um allan
heim og fékk eitt mesta áhorf í sögu sjón-
varpsútsendinga. Alls horfðu 38,8 milljónir
Breta á útförina í sjónvarpi og yfir tveir
milljarðar manna á heimsvísu.
ÞETTA GERÐIST: 6. SEPTEMBER 1997
Díana prinsessa borin til grafar
Ég átti góð ár á
vellinum og eignaðist marga
góða vini sem ég held
sambandi við.
Erlingur Bjarnason.