Fréttablaðið - 06.09.2014, Side 96

Fréttablaðið - 06.09.2014, Side 96
6. september 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 48 TÓNLIST ★★ ★★★ Upphafstónleikar Sin- fóníuhljómsveitar Íslands á starfsárinu SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS FLUTTI VERK EFTIR LUDWIG VAN BEETHOVEN OG RICHARD STRAUSS Í ELDBORG Í HÖRPU FIMMTUDAGINN 4. SEPTEM- BER. EINSÖNGVARI: GOLDA SCHULTZ. STJÓRNANDI: ANDREW LITTON. Þá er vetrardagskrá Sinfóníu- hljómsveitar Íslands hafin. Upp- hafstónleikarnir voru síðasta fimmtudag og ollu nokkrum von- brigðum. Ég get ekki sagt annað. Þó ekki strax. Fyrsta verkið á efniskránni, Till Eulenspiegel eða Um Ugluspegil, kom ágæt- lega út. Verkið er eftir Richard Strauss og fjallar um þjóðsagna- persónu sem er mikill grallari. Eftir því er tónlistin ærslafengin og hinn bandaríski hljómsveitar- stjóri Andrew Litton gerði henni prýðisgóð skil. Túlkunin var full af ákefð, spilamennskan var hamslaus sem fór tónsmíðinni afar vel. Hljómsveitin spilaði af öryggi, helst mátti finna að dá- lítið hráum strengjahljómi. En tré- og málmblásarar voru með allt sitt á hreinu. Því miður lá leiðin niður á við eftir það. Hin suður-afríska Golda Schultz söng næst sex lög eftir Strauss við ljóð eftir Clem- enz Brentano. Schultz söng að vísu ákaflega fallega. Röddin var þétt, tær og glæsileg, söngstíllinn var glaðlegur og tilfinningaríkur. En undirspil hljómsveitarinnar var óttalega andlaust. Stjórnand- anum tókst aldrei að galdra fram réttu blæbrigðin til að umvefja sönginn. Þvert á móti dró hljóm- sveitarleikurinn sönginn niður. Fyrir bragðið var enginn skáld- skapur í tónlistinni, ekkert ímyndunarafl, enginn sjarmi. Ekki tók betra við eftir hlé. Þá var sjöunda sinfónía Beethovens á dagskránni. Jú, sumt var reyndar ekki illa gert. Fyrsti kaflinn var almennt nokkuð vel heppnaður. Tréblásararnir léku af krafti, brassið líka og yfirleitt var hljóm- sveitin samtaka. Túlkunin var hressileg eins og hún átti að vera. En restin var ekki góð. Annar kaflinn, sem er sennilega fræg- asti þáttur sinfóníunnar, var hinn undarlegasti. Hann var óþarflega hraður, það var eins og stjórn- andinn væri að flýta sér. Hvar var tignin, dýptin og dulúðin sem hefur gert kaflann svo vinsælan? Það sem hér heyrðist var bara gutl sem skorti allan innblástur. Verri var þriðji kaflinn. Hann á vissulega að vera mjög líflegur, en á tónleikunum var hann svo hraður að það var á mörkunum að hljómsveitin réði við hann. Milliparturinn, sem er venju- lega rólegur og skapar þannig dramatíska andstæðu, var núna svo hraður að hann var allt að því fáránlegur. Útkoman var hrein- lega kjánaleg. Síðasti kaflinn var sömu- leiðis ekki viðunandi. Hrað- inn var á mörkum mannlegrar getu, túlkunin var ofstopafull, það var engin stígandi í henni, engin spenna. Hljómsveitar- stjórinn var eins og liðþjálfi að stýra hernaðaraðgerð. Þetta var ekki Beethoven eins og hann á að hljóma, engan veginn. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Tónleikarnir byrjuðu þokkalega, en restin var leiðinleg. Óþarfa æsingur en litlaust undirspil GOLDA SCHULTZ „Schultz söng … ákaflega fallega. Röddin var þétt, tær og glæsi- leg, söngstíllinn var glaðlegur og tilfinningaríkur.“ Nýtt málverk eftir Eggert Péturs- son, Fjalldrapi, verður afhjúpað í Hannesarholti klukkan 14 í dag. Í kjölfarið kynnir Hannesarholt menningardagskrá haustsins með stuttri samverustund í tón- leikasal hússins, Hljóðbergi, þar sem Kristjana Stefáns- dóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson gefa forsmekkinn að dagskrá vetrarins. Reglulegir þættir á haustdagskránni eru ljóðatónleikar, djass- spuni, heimspeki- spjall, bókakvöld og gönguferðir með leið- sögn, auk fjölbreyttra tónlistarviðburða af ýmsu tagi. Málverk Eggerts Péturssonar, Fjalldrapi, er komið til að vera og mun taka á móti gestum í Hljóð- bergi um ókomna tíð. Haustdagskrá Hannesarholts kynnt í dag: Afhjúpa Fjalldrapa Eggerts – TILVALIÐ FYRIR SKRIFSTOFUR EÐA HEILSUTENGDA ÞJÓNUSTU Á GÓÐUM STAÐ Í REYKJAVÍK Áhugasamir vinsamlega senda fyrirspurnir á furugerdi3@gmail.com eða í síma 6938310 Upphaflega var tannlæknastofa í rýmini. Í húsinu núna er hárgreiðslu- og sjúkranuddstofa. ÓKEYPIS AÐGANGUR HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 9. SEPTEMBER KL.12:15 JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON BASSI JÓHANNA HÉÐINSDÓTTIR MEZZOSÓPRAN ANTONÍA HEVESI PÍANÓ HÚN ELSKAÐI MIG ALDREI DON CARLO eftir Giuseppe Verdi Frumsýning 18. október kl. 20 Miðasala í Hörpu og á harpa.is Miðasölusími 528 5050 „Þetta er heillandi verk og við erum stolt af að setja það upp með stórliði óperusöngvara,“ segir Garðar Cortes sem stjórnar óperunni La traviata í tónleikaformi í Hörpu í kvöld klukkan 20 og á morgun klukkan 17. Flytjendur eru Óperukórinn í Reykja- vík ásamt einsöngvurum og sinfón- íuhljómsveit. Í aðalhlutverkum eru Þóra Einarsdóttir sem Kamelíufrú- in Víoletta, Garðar Thór Cortes sem Alfredo, ástmaður hennar, Bergþór Pálsson sem Giorgio Germont, faðir Alfredo, og Viðar Gunnarson sem Gren- ville, læknir Violettu. -gun La traviata í Hörpunni Óperan La traviata eft ir Giuseppe Verdi verður fl utt í konsertformi í Hörpu í kvöld og annað kvöld. MENNING
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.