Fréttablaðið - 06.09.2014, Side 98

Fréttablaðið - 06.09.2014, Side 98
6. september 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 50 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Leiklist 20.00 Kameljón er einleikur með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur, í leikstjórn Friðgeirs Einarssonar. Verkið var áður sýnt árið 2012 við góðar undirtektir en snýr nú aftur og verður sett upp í Tjarnarbíói í september. Fyrsta sýning er í dag. Opnanir 14.00 Í dag klukkan 14.00 verður nýtt málverk eftir Eggert Pétursson, Fjalldrapi, afhjúpað í Hannesarholti. Í kjölfarið kynnir Hannesarholt menningardagskrá haustsins með stuttri samverustund í tónleikasal hússins, Hljóðbergi, þar sem Kristjana Stefánsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson gefa forsmekkinn af dagskrá vetrarins. Ópera 20.00 Óperan La Traviata verður sýnd í Norðurljósasal í Hörpu í kvöld klukkan 20.00. Sýningar 14.00 Í dag klukkan 14.00 opnar Guðbjörg Ringsted sýningu á málverkum í Menn- ingarhúsinu Bergi á Dalvík. 15.00 Metaðsókn hefur verið á sýningu Ragnars Axelssonar, Spegill lífsins, á Ljós- myndasafni Reykjavíkur í sumar og er nú að renna upp síðasta sýningarhelgi. Í til- efni af því mun Ragnar vera með leiðsögn um sýninguna á ensku í dag klukkan 15.00. Málþing 10.00 Matarheill heldur málþing í Norræna húsinu í dag klukkan 10 til 14. Dansleikir 23.00 Síðan Skein Sól, betur þekkt sem SSSÓL, kemur fram á balli á SPOT í Kópa- vogi í kvöld. 23.59 Það er hefð að slútta Ljósanótt með risadansleik í Stapanum í Keflavík ár hvert. Í ár koma fram Sálin, Skítamórall og Jón Jónsson 23.59 80’s & Disco Reunion-ball hjá árgangi 73 í Sjallanum Akureyri í kvöld. Allir árgangar velkomnir á miðnætti þegar húsið opnar fyrir aðra gesti. Aldurstakmark er 30 ára. Tónlist 16.00 Í dag fara fram tónleikar í Rokksafni Íslands í Keflavík þar sem tónlistarmenn- irnir Pétur Ben og Júníus Meyvant koma fram. 16.00 Einn af alvinsælustu dagskrárliðum Ljósahátíðar í Reykjanesbæ eru hátíðar- tónleikarnir Með blik í auga. Bjarni Ara, Matti Matt, Regína Ósk og Sverrir Berg- mann flytja lögin ásamt stórhljómsveit. Tónleikarnir fara fram í Andrews-leikhúsi og hefjast klukkan 16 og 20. 20.00 Jónína Aradóttir heldur tónleika sem fram fara í Salnum í Kópavogi í kvöld klukkan 20.00. Jónína Aradóttir er ein af LAUGARDAGUR okkar upprennandi lagahöfundum. Hún er sveitastelpa, uppalin á Hofi í Öræfasveit og sækir hún oft þangað innblástur fyrir tónlist sína. Hún semur texta og tónlist sjálf en segja má að stíll hennar flokkist undir fólk, popp, rokk með vott af blús, allt frá fallegum ljúfum tónum yfir í léttleika og grín. 20.00 Hljómsveitin Mannakorn fagnar 40 ára starfsafmæli sínu í ár. Því er blásið til sannkallaðrar veislu tóna og texta í Háskólabíói í kvöld. 20.00 Einn af alvinsælustu dagskrárliðum Ljósahátíðar í Reykjanesbæ eru hátíðar- tónleikarnir Með blik í auga. Bjarni Ara, Matti Matt, Regína Ósk og Sverrir Berg- mann flytja lögin ásamt stórhljómsveit. Tónleikarnir fara fram í Andrews-leikhúsi og hefjast klukkan 16 og 20. 21.30 Sigga, Beta & Elín Eyþórsdætur koma fram á tónleikum, á Kaffi Rósenberg í kvöld klukkan 21.30. 23.00 Magnús R. Einarsson og félagar halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8 í kvöld klukkan 23.00. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Í tilefni nýs lags og myndbands mun indverska prinsessan okkar, LEONCIE, halda tónleika á HENDRIX í kvöld, auk þess sem Dj BALDUR mun sjá um að halda okkur í stuði alla nóttina. LEONCIE mun frumflytja nýja lagið sitt live, sýna nýja myndbandið sitt ásamt því að spila fyrir okkur sína helstu slag- ara. Húsið opnar kl 23.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Smutty Smiff stendur fyrir góð- gerðartónleikum á sunnudag og hefur fengið til liðs við sig nokkra af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Um er að ræða styrktar- tónleika fyrir Frosta Jay Free man. Frosti er aðeins sjö ára gamall en greindist með afar sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem kallast Ataxia telangiectasia en Frosti er þriðji Íslendingurinn sem greinist með sjúkdóminn, sem leggst meðal ann- ars á taugakerfi og ónæmiskerfi líkamans. Ekki er til lækning við sjúkdómnum, né hægt að hindra framgang hans og því beinist með- ferð fyrst og fremst að því að auka lífsgæði Frosta. Fram koma Bubbi Morthens, Daníel Ágúst, Dimma, Helgi Björns, Pollapönk og margir fleiri listamenn. Fyrir utan tónleikaveislu verða afar sjaldgæfar ljósmyndir boðnar upp en um er ræða ljósmyndir sem hinn heimsfrægi Bob Gruen hefur tekið af listamönnum á borð við John Lennon, Led Zeppelin, Bob Dylan, Elton John og fleiri. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og fara fram í Háskólabíó. 50% afsláttur er fyrir 15 ára og yngri ef keyptir eru miðar í mót- töku Miði.is í Skaftahlíð 24 eða við innganginn í Háskólabíói. - glp Rokkað til góðs SMUTTY SMIFF Stendur fyrir styrktar- tónleikum fyrir hinn sjö ára Frosta. DÝRÐLEGUR LEIKHÚSVETUR Á KOSTAKJÖRUM Arion banki býður viðskiptavinum í Vildarþjónustu Leikhúskort Þjóðleikhússins á sérstökum vildarkjörum. Veldu þér þrjár sýningar af spennandi efnisskrá Þjóðleikhússins og settu þær á Leikhúskortið þitt. Verð til viðskiptavina Arion banka 9.500 kr. Fullt verð 11.500 kr. Skilyrði er að greitt sé með greiðslukorti frá Arion banka í miðasölu Þjóðleikhússins eða í síma 551 1200. Tilboðið gildir til 8. september. Einnig býðst viðskiptavinum 25% afsláttur á hina rómuðu barnasýningu Litli prinsinn, en sýningar hefjast að nýju í Kúlunni 7. september. Þú finnur allar upplýsingar um leikárið á leikhusid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.