Fréttablaðið - 06.09.2014, Side 104

Fréttablaðið - 06.09.2014, Side 104
6. september 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 56SPORT HANDBOLTI „Þetta er búinn að vera flottur tími síðan ég kom. Þetta er stórt og mikið félag. Allt mjög fagmannlegt og ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði landsliðs- fyrirliðinn og einn besti vinstri hornamaður heims, Guðjón Valur Sigurðsson. Hann yfirgaf herbúðir þýska meistaraliðsins Kiel í sumar enda stóð honum til boða að ganga í raðir spænska stórliðsins Barce- lona. Guðjón fór á kostum með lið- inu í leiknum um Ofurbikarinn þar sem hann skoraði átta mörk. Hann endurtók svo leikinn í fyrsta leik Barcelona í deildinni. „Það var rosalegur hiti í Höll- inni í þessum Ofurbikarleik og aðeins vandræði á okkar leik. Þegar maður er farinn að svitna í gegnum hendurnar þá er erfitt að halda á boltanum og spila hand- bolta. Við höfðum þetta þó að lokum og það var gaman að spila með þessum köllum,“ segir Guð- jón en á meðal annarra stjarna í liðinu má nefna menn eins og Nikola Karabatic, Kiril Lazarov og Siarhei Rutenka. „Kiel var skemmtilegt félag og gaman að hafa spilað með því frá- bæra liði. Það var gaman að kveðja það með ævintýralegum sigri í deildinni. Að koma svo í þetta lið sem er engu síðra er magnað. Ég er mjög glaður með þetta allt saman.“ Gaman að læra spænska stílinn Guðjón hefur verið undir stjórn margra frábærra þjálfara en hann er í fyrsta skipti núna hjá spænsk- um þjálfara sem er Xavi Pascual. „Við æfum mikið og á mjög háu tempói. Þetta eru öðruvísi æfing- ar en hjá Alla í Kiel en alls ekkert auðveldari. Þetta er önnur aðferð að sama marki. Ég hef verið með Rússa, Króata, Svía, Þjóðverja og Íslending sem þjálfara og nú Spán- verja. Það er gaman að komast í enn einn stílinn. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og gaman að sjá hvernig Spánverjinn hugsar.“ „Mér hefur gengið mjög vel að aðlagast og allir mjög almenni- legir og liðlegir við mig. Ég er auð- vitað mállaus í augnablikinu enda ekki búinn að læra málið. Ég þoli ekki að vera ósjálfbjarga. Það fer í taugarnar á mér að vera upp á aðra kominn. Ég hef aldrei kunnað við það. Ég hef ekki alveg náð að læra nógu mikið í málinu enda mikið að gera en það fer að róast fljótlega og þá kemst ég á fullt.“ Lengi í sigti Barcelona Hornamaðurinn frábæri viður- kennir að það hafi lengi blundað í sér að spila handbolta á Spáni. „Fyrsta atvinnumannstilboðið sem ég fékk kom frá Spáni en það var árið áður en ég fór til Tusem Essen. KA-menn voru ekki viljugir til þess að hleypa mér út þá. Mig hefur alltaf langað til Spánar og ég hef fengið nokkur tilboð í gegn- um tíðina. Essen vildi ekki hleypa mér til Spánar árið 2003 og 2010 var ég með spennandi tilboð líka frá Spáni. Ég var því glaður þegar þetta gekk upp enda alltaf langað að búa á Spáni, læra tungumálið og spila í deildinni. Þetta er líka ein- stakur klúbbur á allan hátt,“ segir Guðjón og viðurkennir að Barce- lona hafi áður verið á eftir honum en vill þó ekki gefa upp hvenær það hafi verið. Guðjón Valur segir að tilfinn- ingin að klæðast Barcelona- búningnum og spila með liðinu hafi verið góð þó svo að hann hafi ekkert verið að velta sér sérstak- lega upp úr því. „Yfirleitt klárar maður upp- hitun, fer svo í búning, gefur nokkrar fimmur og fer svo út á völl. Ég var lítið að kíkja á mig í speglinum eða spá í að ég væri að spila með Barcelona. Það má ekki missa sig yfir því. Þetta er enn þá handbolti og það þarf að vinna fyrir sínum árangri.“ Barcelona-liðið var með ótrú- lega yfirburði á Spáni í fyrra þar sem það vann alla sína leiki. Það tapaði síðan í vítakastkeppni í undan úrslitum Meistaradeild- arinnar. Það eru eðlilega gerðar miklar kröfur til liðsins en það truflar Guðjón Val ekki neitt. „Það er ekkert öðruvísi hér en hjá Kiel að það á að vinna alla leiki. Þeir vildu fá mann sem gæti borið treyjuna, hefði reynslu og væri góður undir álagi. Það er ágætt að þeir hafa trú á manni en ég hef alltaf viljað standa mig í vinnunni, sama hvernig pressa er á mér. Ég legg mikinn metnað í það sem ég geri og er mjög stoltur af því sem ég geri. Ég vil ná árangri sama hvort það er utanaðkomandi pressa eða ekki.“ henry@frettabladid.is Mjög stoltur af því sem ég geri Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var fl jótur að stimpla sig inn hjá spænska handboltastórveldinu Barcelona í Katalóníu. Hann skoraði átta mörk í leiknum um Ofurbikarinn á Spáni og segir tilfi nninguna að klæðast þessari frægu treyju vera mjög góða. Á FLUGI Guðjón Valur Sigurðsson skorar hér eitt af átta mörkum sínum gegn Granollers í spænska Ofurbikarnum. MYND/BARCELONA FÓTBOLTI Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, verður klár í slaginn með íslenska liðinu á þriðjudaginn þegar það mætir Tyrklandi í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. Leikur- inn markar upphaf nýrrar undan- keppni hjá strákunum okkar, en eins og allir vita voru þeir nálægt því að vinna sér sæti á HM. „Það eru virkilega sterk lið í riðlinum (Tyrkland, Tékkland, Holland, Lettland og Kasakstan) og hann verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sér- staklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að kom- ast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar á blaðamanna- fundi í gær. „Það er mikilvægt að byrja vel eins og við gerðum í síðustu undan keppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar. Hann segir sorgina eftir tapið í Króatíu síðasta vetur vera gleymda og grafna og nú einbeiti menn sér að næsta verkefni. Hann viðurkennir þó að það hafi haft áhrif á leikmenn, meðal annars hann sjálfan. En hann er búinn að vinna sér sæti sitt hjá Cardiff á ný og fer vel af stað með liðinu. „Ég var staðráðinn í að vinna mig aftur inn í liðið og gerði það. Ég spilaði fyrstu fjóra leikina en meiddist svo á ökkla og var ekki með í síðasta leik. En liðið byrjar bara vel. Ég er sáttur á meðan ég fæ að spila og landsliðsþjálfarinn er líka ánægður með það,“ sagði Aron Einar, en samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar á miðri miðjunni var dýrmæt í síðustu undankeppni. Landsliðsþjálfarinn er bjartsýnn á sigur, en telur Tyrkina næst- besta á eftir Hollendingum í riðl- inum. „Við, Tyrkir og Tékkar erum frekar jafnir. En ég myndi segja að Tyrkir væru með næstbesta liðið í riðlinum. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara sem ég hef mætt áður. Hann er reynslumikill sem hjálp- ar þeim. Það verður samt gaman að sjá hvernig Holland bregst við nýjum þjálfara og kemur til leiks,“ sagði Lars Lagerbäck. - tom Ánægður á meðan ég fæ að spila fótbolta Aron Einar vann aft ur sætið sitt í byrjunarliði Cardiff . VÍGALEGUR Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er fúlskeggjaður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.