Fréttablaðið - 06.09.2014, Síða 105

Fréttablaðið - 06.09.2014, Síða 105
LAUGARDAGUR 6. september 2014 | SPORT | 57 SÁTTUR Birgir Leifur var ánægður með margt í spilamennsku sinni um helgina og er viss um að geta byggt ofan á spilamennskunni í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GOLF Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, hafnaði í 8. sæti á Willis Masters-mótinu í Dan- mörku sem lauk í gær, en mótið er hluti af Nordea-atvinnumótaröð- inni. Staðan var nokkuð góð fyrir lokadag mótsins sem fór fram í gær en hann var í 4. sæti, þremur höggum á eftir sænska kylf- ingnum Oscar Zetterwall þegar ræst var. Birgir fékk hins vegar tvöfaldan skolla strax á fyrstu holu sem gerði honum erfitt fyrir. „Heilt yfir er ég mjög sáttur, ég var að slá virkilega vel með járn- unum en upphafshöggið á fyrstu holunni refsaði mér grimmi- lega. Það var versta höggið mitt á mótinu en heilt yfir er ég mjög sáttur. Það var margt mjög gott og ég var nálægt því að blanda mér í baráttuna um titilinn þannig að ég tek margt úr þessu,“ en Birgir náði að laga stöðuna strax á þriðju holu í gær með því að næla í örn. „Það var töluverður léttir að ná að stroka út fyrstu holuna á þriðju holunni. Það gaf manni trú á að það væri nóg eftir af þessu móti og þetta var eiginlega bara lýsandi fyrir mótið. Ég var að slá fullt af frábærum höggum og nýtti það vel á þriðju holunni en það vant- aði bara herslumuninn til að berj- ast á toppinum,“ sagði Birgir sem vonaðist til þess að spilamennskan myndi halda áfram í þessum far- vegi. „Það var frábært að sjá að það sem ég hef verið að vinna í var að virka vel og ég get lítið annað gert en að reyna að byggja ofan á þetta og vonandi koma þá betri úrslit í framtíðinni,“ sagði Birgir Leifur sem hlaut 200.000 krónur í verðlaun fyrir áttunda sæti. - kpt Vantaði bara herslumuninn í gær Birgir Leifur lenti í 8. sæti á Willis Masters-mótinu í Danmörku sem lauk í gær. ÖFLUGUR Sigurður hefur sýnt lipra takta á tímabilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska U21 árs karla- landsliðsins í knattspyrnu, gerir eina breytingu á leikmannahóp sínum fyrir leikinn gegn Frakk- landi á mánudaginn. Eyjólfur ákvað að kalla inn Sigurð Egil Lárusson, leikmann Vals, í stað Jóns Daða Böðvarssonar sem verður með A-landsliðinu gegn Tyrklandi daginn eftir. Leikur Íslands og Frakklands er gríðarlega þýðingarmikill en íslenska liðið þarf líklegast á stigi að halda til að bóka sæti sitt í umspili um sæti á Evrópumótinu 2015. Frakkland hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins. Þá staðfesti Heimir Hallgríms- son, annar landsliðsþjálfari Íslands, við Fréttablaðið í gær að Hörður Björgvin Magnússon yrði með U21 árs liðinu í leiknum gegn Frakklandi. Hörður var valinn líkt og Jón Daði í A-landsliðið á dögunum en hann mun taka áfram þátt í landsliðsverkefnum U21 árs liðs- ins í lokaleik liðsins gegn Frakk- landi á mánudaginn. - kpt Sigurður Egill kallaður inn FRÁBÆR Aron fór á kostum í sigri Kiel á Wetzlar í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI Aron Pálmarsson fór á kostum í 32-29 sigri Kiel á Wetzlar í þýska handboltanum í gær. Með sigrinum nær Kiel að lyfta sér upp í 4. sæti um tíma en liðið hefur óvænt tapað tveimur af fyrstu fimm leikjum sínum. Aron náði sér ekki á strik í tap- inu gegn Balingen fyrr í vikunni en hann var heldur betur rétt stilltur í leiknum í gær. Aron var atkvæðamestur í liði Kiel en hann skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum liðsins í leiknum og fimm af fimmtán mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Aron bætti við fjórum mörkum í seinni hálfleik og lauk leik með alls níu mörk. Sigurinn ætti að taka pressu af Alfreð Gíslasyni, þjálfara Kiel, en liðið hefur byrjað tímabilið illa þrátt fyrir að hafa styrkt sig gríðarlega í sumar. Miklar vænt- ingar eru gerðar til liðsins í vetur en Kiel er búið að ráða ríkjum í Þýskalandi undanfarin ár með níu af síðustu tíu deildartitlum. - kpt Aron frábær í naumum sigri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.