Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2014, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 06.09.2014, Qupperneq 110
6. september 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 62 „Allir í Hollywood eru dóttir eða frænka einhvers.“ LILY COLLINS, LEIKKONA OG DÓTTIR SÖNGVARANS PHILS COLLINS, Í VIÐTALI VIÐ NÝJASTA TÖLUBLAÐ MARIE CLAIRE. „Þetta er algjör tilviljun, piltur- inn kom fram í gegnum Borgar- leikhúsið fyrir tónleika okkar. Hann er ákaflega hæfileika- ríkur og er jafn vígur í söng, leik og dansi,“ segir Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður. Umrædd lýsing á við um ellefu ára gamlan pilt að nafni Jóhann Jóhannsson, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann er dóttur- sonur Sæma rokk. „Sæmi rokk dansaði með okkur árið 1976 á upphaflega Tívolítúrnum en nú ætlar dóttursonur hans, Jóhann, að koma fram á þessum tónleik- um,“ útskýrir Jakob Frímann. Það er því gaman að sjá hvernig Stuð- menn hafa skemmt heilu kynslóð- unum og hvernig næsta kynslóð kemur að sýningu sveitarinnar. Stuðmenn slá eigið met í kvöld þegar þeirra lengsta törn á einum sólarhring í spilamennsku verður að veruleika. „Okkar fyrra met er frá árinu 1999 á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum þegar við lékum frá klukkan 2.30 til 8.30. Nú er það 19.30 til 03.00,“ segir Jakob Frí- mann léttur í lundu. Stuðmenn leggja Hörpu undir sig í dag og kvöld er þeir halda tvenna tónleika í Eldborgar- sal Hörpu og þá fer fram Stuð- mannaball í beinu framhaldi af seinni tónleikunum í Silfurbergi en sveitin hefur ekki komið full- skipuð fram á opinberum dansleik síðan árið 2005. Fyrir þá sem ekki eiga miða á tónleikana, fara ör fáir miðar á dansleikinn eingöngu í sölu á hádegi á Harpa.is. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og seinni klukkan 22.30. - glp Stuðmenn sameina kynslóðirnar Jóhann Jóhannsson, dóttursonur Sæma rokk, dansar og syngur með Stuð mönnum í kvöld en ein 38 ár eru síðan Sæmi rokk sjálfur dansaði með sveitinni frægu. STUÐMENN Ragnhildur Gísladóttir og Egill Ólafsson í góðu stuði. MYND/DANÍEL „Um það bil helmingur tónleika minna í kringum sumartímann eru tónleikar eins og þessir hérna á Íslandi. Ég hef mjög gaman af því að spila á svona skóla böllum, þetta er skemmtileg blanda, eins konar blanda þess að spila á klúbbi og á stórum tónleikum,“ segir sænski tónlistarmaðurinn Basshunter en hann tróð upp á skólaballi Versl- unarskóla Íslands á fimmtudags- kvöldið í íþróttahúsinu í Kapla- krika. En veit hann eitthvað um skólann sem hann var að spila fyrir? „Ég hef heyrt að það séu bara allir nemendurnir mættir og að þetta sé fjölmennasti skól- inn. Ég hef líka heyrt að þetta sé skemmtilegasti skólinn,“ segir Basshunter og hlær. Basshunter kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi þegar hann gaf út lagið Boten Anna árið 2006 sem var geysilega vinsælt og kom meðal annars hingað til lands það ár. „Ég er að koma hingað í þriðja sinn, fyrst þegar ég kom var vetur og mjög kalt en nú er gott og fallegt veður. Ég held ég hafi komið með góða veðrið með mér frá Svíþjóð,“ segir Basshunter og hlær. Hann er ákaflega hrifinn af landi og þjóð. „Fólkið hérna er ynd- islegt og landið virkilega fallegt,“ bætir Basshunter við, honum þykir leitt að geta ekki verið hér lengur og skoðað landið. Spurður út í hvort hann eigi sér uppáhalds íslenskan tónlistarmann segir hann Björk vera í miklu uppáhaldi. Basshunter fer sérlega fögrum orðum um kvenfólkið á Íslandi. „Íslenskt kvenfólk er alveg sér- staklega fallegt.“ Þó að ekki hafa mikið bólað á kappanum hér á landi undan- farið er nóg að gera hjá honum í tónleikahaldi og lagasmíði. „Ég er búinn að vera að spila mikið um allan heim og það hefur verið mjög mikið að gera í sumar. Ég hef spil- að í yfir fimmtíu löndum þannig að það hefur verið nóg að gera og er ég mjög þakklátur fyrir það.“ Hann segist semja sína tónlist og texta sjálfur. „Ég sem allt sjálfur en stundum hjálpar umboðsmaður- inn minn þó aðeins við textasmíð- ina, sérstaklega þegar mér gengur illa að finna réttu ensku orðin.“ Hann yfirgaf landið á föstu- dagsmorgun og hefur í nógu að snúast. „Ég er að fara til Spánar að spila og svo til Skotlands og Englands. Fleiri tónleikar, meira vín og fleiri stelpur,“ segir Bass- hunter og hlær. gunnarleo@frettabladid.is Fleiri tónleikar, meira vín og fl eiri stelpur Hinn vinsæli, sænski tónlistarmaður Basshunter kom fram á skólaballi Versl- unar skóla Íslands í vikunni. Hann segir að sér fi nnist gaman að spila á böllum. NÓG UM AÐ VERA HJÁ BASSHUNTER Tónlistarmaðurinn stoppar stutt á Íslandi í þetta skiptið, en hann var að koma í þriðja sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ Basshunter heitir réttu nafni Jonas Erik Altberg og er 29 ára gamall Svíi. Hann hefur gefið út sex plötur á ferlinum. Hans þekktustu lög eru: ● Boten Anna ● Vi sitter i Ventrilo och spelar DotA ● Now You’re Gone ● All I Ever Wanted Brot úr sögu Basshunters Íslenskt kvenfólk er alveg sérstaklega fallegt. Basshunter Hver tími er 60 mínútur og kennt er tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 í leikfimissal Hvassaleitisskóla. Námskeiðið er tólf vikur. Kennari er Birgitta Sveinbjörnsdóttir danskennari. Skráning er hafin á námskeiðið sem hefst 1 . . Upplýsingar og skráning í síma: 899-8669. Suðræn sveifla er skemmtileg líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri. Námskeiðið byggist upp á mjúkri upphitun, latin dönsum eins og Cha Cha, Jive, Salsa og fl., kviðæfingum og góðri slökun. Framhaldsaðalfundur Félags íslenskra félagsliða Framhaldsaðalfundur Félags íslenskra félagsliða verður haldinn þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 17 á Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. Efni fundar er ársreikningur félagsins. Félagsmenn fjölmennum á fundinn. Stjórn Félags íslenskra félagsmanna Barnakór Fríkirkjunnar hefur starfsemi sína á ný eftir sumarfrí. Allir söngelskir krakkar á aldrinum 6−12 ára eru velkomnir og hvattir til að mæta. Í vetur verða æfingar á þriðjudögum frá 16:30−17:30. Fyrsta æfing verður þriðjudaginn 9. september. Nánari upplýsingar gefur Álfheiður Björgvinsdóttir kórstjóri í síma 849-8660 og skrifstofa Fríkirkjunnar í Reykjavík í síma 552-7270. Barnakór við Tjörnina! - Viltu vera með? FYRIRSJÁANLEG SAGA Gagnrýnandi hins virta tímarits The Hollywood Reporter, Jordan Mintzer, gefur ekki mikið fyrir kvikmyndina Vonarstræti, eftir leikstjórann Baldvin Z. Hann segir leikarana nægilega góða til þess að hann héldi myndina út, sem hann gaf þó í skyn að væri óþarflega löng, en segir jafnframt vanta frumlegheit í handritið. Hann segir Vonarstræti fyrirsjáanlega og bætir við að það komi kannski ekki á óvart að kvikmyndin sé ekki upp á marga fiska í ljósi þess að það búi jafn margir á Íslandi og í borginni St. Louis í Missouri-ríki. - ósk KRÍA Á FREMSTA BEKK Bandaríska leikkonan Emma Myles hefur tekið ástfóstri við skartið frá Jóhönnu Metusalemsdóttur, Kría Jewlery. Myles er hvað þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum vinsælu Orange Is the New Black en hún birti tvær myndir af sér á In- stagram frá tískuvikunni í New York þar sem hún lýsir ást sinni á Kríu- skartinu. Á annarri myndinni situr My- les á fremsta bekk á tískusýningu ásamt meðleik- konu sinni í þáttunum, Lea De Laria. - áp BÓ Á LJÓSANÓTT Það eru fjölmargir samankomnir í Keflavík þessa helgina í tilefni þess að Ljósanótt fer þar fram. Á meðal þeirra sem voru staddir í Bítlabænum í gær voru tónlistarmennirnir Björgvin Halldórsson og Magnús Kjartansson. Það fór vel á með þeim félögum þegar þeir stilltu sér upp fyrir framan myndavél Víkur- frétta. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra stóð skammt frá, fylgdist grannt með og lýsti því sem fram fór á fésbókar- síðu sinni. - jhh
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.