Fréttablaðið - 06.09.2014, Page 112
Freyr
Alexandersson
ALDUR 32 ára
MAKI Erla Súsanna Þórisdóttir
BÖRN Tvö börn.
Hann er annar þjálfara Leiknis sem vann
sér sæti í Pepsi-deildinni í fyrsta sinn í 41.
árs sögu félagsins. Hann er jafnframt lands-
liðsþjálfara kvenna í knattspyrnu.
NÆRMYND
Mest lesið
1 Hlógu að nöktum syni sínum í
kuldakasti og sjálfh eldu
2 “Hvað er meira æsandi en að segja: Ég
vil ríða þér núna“
3 Fær ekki að taka þátt í félagsstarfi :
“Hann hefur rétt á að eignast vini“
4 Ungu konurnar fi mm neituðu allar sök
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
„Freyr er mjög þægileg manneskja.
Hann er alltaf glaður, jákvæður og
bjartsýnn. Hann hugsar mikið um fólkið
í kringum sig og er umhugað um það.
Þá er hann einstaklega góður faðir.
Freyr er metnaðargjarn í sínu starfi og
stefnir hátt og hefur skýra
framtíðarsýn. Svo er hann
með góð gildi í lífinu.“
Erla Súsanna Þóris-
dóttir, unnusta
„Hann er fagmaður fram í fingurgóma.
Freyr er ákveðinn og góður þjálfari,
mjög metnaðarfullur og veit hvað hann
vill og hvernig hann vill koma því á fram-
færi. Þótt hann sé ákveðinn
er hann sanngjarn. Það
er gott þegar hann lætur
mann heyra það því maður
veit að það er eitthvað á bak
við það og það er alltaf
sanngjarnt.“
Hallbera G. Gísla-
dóttir, landsliðskona
„Freysi er í fyrsta lagi góður samstarfs-
maður. Hann er með góðar og sterkar
skoðanir sem hann byggir á stað-
reyndum, en ekki alltaf tilfinningum. En
hann er líka tilbúinn að hlusta á aðra og
læra og virðir skoðanir annarra. Honum
fylgir mikil ástríða og hann á auðvelt
með að hrífa fólk með sér. Hann hefur
klárlega þekkingu
og hæfileika til
að komast mjög
langt ef hann
ætlar sér það.“
Davíð Snorri
Jónasson, annar
þjálfara Leiknis.
THE MORE YOU USE IT
THE BETTER IT LOOKS