Fréttablaðið - 06.10.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.10.2014, Blaðsíða 16
6. október 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA GUÐJÓNSDÓTTIR Goðheimum 1, Reykjavík, sem lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunar- heimilinu Eir þriðjudaginn 23. september, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. október kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Þórsteins Bjarnasonar, sem styrkir sjónskerta til framhaldsnáms, reikningsnr. 0111-26-5712, kt. 571292-3199, skýring: Þórsteinssjóður. Valgerður Franklínsdóttir Hrafnkell Eiríksson Svanfríður Franklínsdóttir Guðni Axelsson og fjölskyldur. Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta önnumst við alla þætti þjónustunnar Þegar andlát ber að höndum Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Reynsla – Umhyggja – Traust Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÓLMGEIR JÚLÍUSSON sem lést sunnudaginn 28. september verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 8. október kl. 15.00. Kristjana Björg Þorsteinsdóttir Kristján Hólmgeirsson Guðrún Sigurðardóttir Júlíus Hólmgeirsson Sveinrún Bjarnadóttir Guðbjörg S. Hólmgeirsdóttir Egill Kolbeinsson Jónas Hólmgeirsson Rebekka Þórisdóttir Harry Þór Hólmgeirsson Ólöf Jónsdóttir Sveinbjörn Hólmgeirsson Hanna Björk Hafþórsdóttir afabörn og langafabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL STEINAR BJARNASON andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðaustur- lands 2. október. Minningarathöfn verður í Vídalínskirkju fimmtudaginn 9. október klukkan 11.00. Hann verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju í Hornafirði föstudaginn 10. október klukkan 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands. Gróa Ormsdóttir Helga Lilja Pálsdóttir Sturlaugur Þorsteinsson Birna Þórunn Pálsdóttir Sigurður Grímsson Páll Rúnar Pálsson Jón Pálsson Hrönn Björnsdóttir Björk Pálsdóttir Geir Þorsteinsson barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur. MERKISATBURÐIR 1895 Samkomuhús Hjálpræðis- hersins í Reykjavík er vígt við Aðalstræti. 1919 Sett eru lög um stofnun hæstaréttar á Íslandi. 1961 Hálfrar aldar afmælis Háskóla Íslands er minnst og Háskólabíó vígt við það tæki- færi. 1980 Jarðstöðin Skyggnir er tekin í notkun og var þá komið gervihnattasamband við útlönd. 2008 Geir Haarde forsætisráð- herra Íslands flytur sjónvarps- ávarp þar sem hann biður Guð að blessa Ísland. „Hún Lucy hefur aldrei farið í flugvél áður og var alveg hissa hvað það var góð reynsla. Við fórum nokkur saman út á flugvöll á föstudaginn að taka á móti henni og borðuðum svo saman hjá Margréti Kristínu (Fabúlu). Það var frábær dagur,“ segir Dóra Kristín Briem. Hún er í stjórn samtakanna Vinir Kenía sem buðu Lucy Odipo hing- að til lands en Lucy helgar líf sitt börn- um í fátækrahverfi í Naíróbí í Kenía. Lucy rekur þar skóla sem kallaður er Little Bees og er orðinn eins og mið- stöð vonar um framtíð og betra líf fyrir börnin. Lucy er 64 ára. Hún býr í kofa á skólalóðinni með fimmtán aukarúmum og leyfir börnum að búa hjá sér sem eiga ekki í önnur hús að venda. Í nokkur ár hafa Íslendingar styrkt börn í þessu hverfi og einnig fjár- magnað að hluta nýjar skólabyggingar. „Það eru 60 börn sem um 50 ís lenskar fjölskyldur styrkja og sá félagsskapur hefur eiginlega safnað fyrir öllum skólabyggingunum. Þær voru bara bárujárnskofar með moldargólfum. Í sumum voru trébekkir og borð en í öðrum ekkert, engar bækur og engin skriffæri,“ lýsir Dóra. Nú segir hún tveggja hæða skólahús risið og litla hliðarbyggingu við sem hýsir leikskóla, hvorutveggja fyrir atbeina Íslendinga. Lucy Odipo verður á landinu í tíu daga og hún verður heiðursgestur á styrktartónleikum sem haldnir verða í Fríkirkjunni á miðvikudaginn 8. október. Þar koma fram Bogomil Font ásamt Tómasi R. Einarssyni, Ómari Guðjónssyni og Kjartani Hákonar- syni, Védís Hervör Árnadóttir ásamt Þórhalli Bergmann og Ásgeiri Ásgeirs- syni, Unnsteinn Manúel ásamt Tómasi Jónssyni og Gylfa Sigurðssyni. Unnur Birna Björnsdóttir, Jón Ólafsson, Hild- ur Vala Einarsdóttir og Fabúla ásamt barnakór. „Allir listamennirnir vilja gefa vinnu sína en allt sem inn kemur rennur til Little Bees-skólans,“ segir Dóra og tekur fram að tónleikarnir í Fríkirkj- unni hefjist klukkan 20 og 2.500 kall kosti inn. gun@frettabladid.is Komin alla leið frá Kenía á styrktartónleika Hin keníska Lucy Odipo, sem rekur Little Bees, 300 barna skóla í fátækrahverfi í Naíróbí, er komin hingað til lands í boði íslenskra fj ölskyldna sem styrkja börn í skólanum. Hún er heiðursgestur á styrktartónleikum í Fríkirkjunni sem haldnir verða á miðvikudag. LUCY LENT Á ÍSLANDI Dóra Kristín, Lucy Odipo, Brynhildur Jónsdóttir, Janes Samua, fylgdarmaður Lucy, og Margrét Kristín Sigurðardóttir (Fabúla). FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þennan dag árið 1991 gekk bandaríska kvikmyndastjarnan Elizabeth Taylor óhikað og full bjartsýni upp að altarinu í áttunda sinn. Sá heppni var vörubílstjórinn Lawrence Lee Fortensky, sem Liz kallaði ávallt Larry. Þau voru gefin saman við hátíðlega athöfn í Neverland, búgarði Michaels Jackson, sem var besti vinur brúðarinnar. Turtildúfurnar kynntust í áfengismeð- ferð í þurrkví fræga fólksins, kenndri við Betty Ford. Hún var tuttugu árum eldri. En þótt Liz færi nú með hjúskapareiðinn í áttunda sinn var Larry bara eiginmaður númer sjö, þar sem Liz hafði tvisvar gengið í hjónaband með breska stórleikaranum Richard Burton; fyrst í mars 1964 og aftur í október 1975, eftir að þau höfðu verið skilin í sextán mánuði. Fyrri eiginmenn Elizabeth Taylor voru Conrad „Nicky“ Hilton, Michael Wilding, Michael Todd, Eddie Fisher, Richard Burton og John Warner. ÞETTA GERÐIST: 6. OKTÓBER 1991 Taylor gift ist í áttunda sinn Stúlkan Sylvía Mwanikha er dæmi um hvað skólinn og styrktarforeldrar geta breytt miklu fyrir barn sem fæðist inn í erfiðar aðstæður fátækrahverfis- ins. Sylvía hætti að geta hreyft annan handlegginn eftir bólusetningu þegar hún var ungabarn. Hún var niðurlút lítil stúlka sem fannst hún ekki geta staðið jafnfætis öðrum börnum en á örfáum árum gjörbreyttist líf hennar. Íslenskir stuðningsfor- eldrar hennar stóðu fyrir söfnun og kostuðu aðgerð á handleggn- um sem hún getur núna notað. Hún er útskrifuð úr Little Bees-skólanum og komin í fram- haldsskóla þar sem henni gengur vel. Hún er hamingjusöm og stefnir á að verða læknir. Saga Sylvíu LUCY OG SYLVÍA Sylvía er útskrifuð úr Little Bees-skólanum og gengur vel í framhaldsskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.