Fréttablaðið - 06.10.2014, Blaðsíða 47
MÁNUDAGUR 6. október 2014 | MENNING | 23
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER Í HÖRPU
Setning
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.
Afkoma sjávarútvegsins 2013 – sjávarútvegsgagnagrunnur Deloitte
Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi Deloitte ehf.
Konur í karlaheimi! Skiptir það máli?
Erla Björg Guðrúnardóttir, framkvæmdastjóri Marz Seafood.
Styrk stoð í atvinnulífinu
Ólafur Garðar Halldórsson, hagfræðingur á efnahagssviði SA.
Þróun, aðferðir og afurðir
Ólafur Helgi Marteinsson, varaformaður LÍÚ og framkvæmdastjóri Ramma og Primex.
Mikilvægi íslensks sjávarútvegs í starfsemi Sjávarútvegsskóla Háskóla
Sameinuðu þjóðanna
Þór Ásgeirsson, aðstoðarforstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu
þjóðanna.
Fundarstjóri: Margrét Sanders formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
og framkvæmdastjóri hjá Deloitte.Skráning á deloitte.is
Sjávarútvegsdagurinn
Hörpu – Silfurbergi
8. október, kl. 8.30-10
Málefni sjávarútvegsins
verða rædd frá ýmsum
áhugaverðum hliðum.
Verð kr. 3.900.
Morgunverður og
skráning frá kl. 8.00.
Dagskrá
FERSKUR OG STERKUR
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Ólafur Helgi
Marteinsson
Jónas Gestur
Jónasson
Þór
Ásgeirsson
Erla Björg
Guðrúnardóttir
Margrét
Sanders
Ólafur Garðar
Halldórsson
Uppselt er á eina vinsælustu tón-
listarhátíð heims, Glastonbury, en
miðarnir fóru í sölu í gærmorgun
og seldust upp á tuttugu og fimm
mínútum. Þó er ekki enn orðið
ljóst hver stærstu nöfn hátíðar-
innar verða, en líklegast þykir
að hljómsveitin Fleetwood Mac
muni verða ein þeirra.
Önnur bönd sem sögð eru vera
líkleg eru eftirlifandi meðlimir
Queen með Adam Lambert sem
söngvara, Foo Fighters, Daft Punk
eða Radiohead. Hátíðin verður
haldin dagana 24. til 28.júní
eins og nafnið gefur til kynna í
Glaston bury á Englandi. -asi
Seldist upp
á 25 mínútum
FOO FIGHTERS Sögusagnir eru um að
þeir spili á hátíðinni.
Keanu Reeves hefur fengið tíma-
bundið nálgunarbann á konu sem
var handtekin af lögreglu eftir
að hafa brotist inn á heimili leik-
arans fyrir skemmstu. Konan,
sem heitir Kerry Colen Raus, er
fimmtug en henni hefur nú verið
gert að halda sig í hæfilegri fjar-
lægð frá Reeves og heimili hans
í Los Angeles í Kaliforníu.
Dómsskjöl í málinu segja að
Raus hafi verið handtekin þann
15. september síðastliðinn, þegar
hún fannst á heimili leikarans.
Hún hafði þá tekið sér sund-
sprett í sundlauginni hans og
farið í sturtu inni hjá honum.
Hélt konan því fram að faðir
hennar væri leikarinn Ray Win-
stone og að honum væri haldið í
vitnavernd af yfirvöldum.
Hún heldur því einnig fram
að Reeves eigi í samskiptum við
Winstone. Dómsskjöl segja jafn-
framt að Raus hafi verið gert
að leggjast inn á geðdeild í kjöl-
farið og að hún skuli halda sig í
að minnsta kosti kílómetra fjar-
lægð frá leikaranum og heimili
hans.
Reeves gaf út yfirlýsingu í kjöl-
farið þar sem hann segist ekki
kunna nein deili á konunni og að
hann sé hræddur um öryggi sitt
verði henni sleppt. Skal engan
undra þar sem þetta er í annað
sinn sem kona brýst inn á heimili
leikarans, en hann kom að ann-
arri konu heima hjá sér fjórum
dögum áður en umrætt atvik átti
sér stað. -asi
Keanu Reeves fær nálgunarbann á aðdáanda
Í annað sinn sem kona brýst inn á heimili leikarans á stuttum tíma.
EKKI ÖRUGGUR Leikarinn Keanu
Reeves óttast um öryggi sitt.
Leikarinn Johnny Galecki var
staddur hér á landi í maí síðast-
liðnum, en hann fer með eitt af
aðalhlutverkunum í þátt unum
vinsælu Big Bang Theory.
Leikarinn góðkunni var gestur
spjallþáttastjórnandans David
Letterman á dögunum þar sem
þeir félagar ræddu heimsókn
Galeckis til landsins. Sagði hann
flesta landsmenn trúa á álfa og að
Íslendingar eigi þann vafasama
heiður að hér séu flestir alkóhól-
istar miðað við höfðatölu.
Ræddi Íslands-
heimsókn
við Letterman
ÍSLANDSVINUR Johnny Galecki sagði
Íslendinga trúa á álfa.
➜ Keanu Reeves lék síðast
í kvikmyndinni John Wick,
sem hin íslenska Elísabet
Ronaldsdóttir klippti.
Einn fremsti sundmaður heims,
ólympíugullverðlaunahafinn
Michael Phelps, hefur játað sig
sigraðan. Hann sendi frá sér til-
kynningu þess efnis í gær að
hann ætlaði að leita sér hjálpar
og væri farinn í meðferð. Phelps
var handtekinn fyrir ölvunar-
akstur í annað sinn í síðustu viku,
en hann var handtekinn áður árið
2004. Hann sagði á Twitter-síðu
sinni að síðustu dagar hefðu verið
erfiðir og sagðist vera mjög ósátt-
ur með sjálfan sig. -asi
Farinn
í meðferð
ERFIÐIR TÍMAR Michael Phelps leitar
sér hjálpar.