Fréttablaðið - 06.10.2014, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 06.10.2014, Blaðsíða 17
BLEIKA SLAUFAN Á FRÍMERKI Krabbameinsfélagið hefur hannað frímerki með Bleiku slaufunni og hefur Pósturinn tekið það í sölu. Allur ágóði af sölu frímerkisins rennur beint til Bleiku slaufunnar, herferðar Krabbameins- félagsins gegn krabbameinum í konum. Veldu öruggt start með TUDOR. VERIÐ VELKOMIN Í NETTÓ GRANDA OG MJÓDD DAG SEM NÓTT JÓLASKAP Það er ágætt að byrja jólainnkaup snemma til að draga úr stressi auk þess sem það kemur betur út fyrir budduna. MYND/GETTY Á sumum heimilum eru jólagjafa-kaup stór liður í heimilisbók-haldinu. Margar gjafir þarf að kaupa og fimmþúsundkallarnir fljótir að fjúka. Gott er að setja saman lista strax í byrjun október yfir gjafir sem þarf að kaupa. Síðan ætti gefandinn að reyna að forvitnast um hvað kæmi sér vel hjá viðkomandi jólabarni og grípa vöruna á tilboðsdögum verslana. Það er hægt að spara mikla peninga með fyrirhyggju. Hins vegar þarf að athuga að flestar verslanir eru með skilafrest í einn mánuð nema samið sé um annað. Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur birt spár fyrir jólin um komandi jólavertíð. Að sögn Emils B. Karlssonar forstöðumanns verður spáin í ár ekki tilbúin fyrr en í byrjun nóvember. Á síðasta ári varð nokkur aukning í jóla- sölu frá árinu áður eins og búist hafði verið við. „Fólk er ekki alveg komið í jóla- skapið enn þótt snjóað hafi í Esjuna. Við sendum tilkynningu og beiðni eftir tillögum fljótlega. Síðan er sett upp ákveðin valnefnd en hún finnur út jólagjöfina í ár,“ segir Emil. „Við munum í leiðinni koma með áætlun um hver jólaverslunin gæti orðið. Þá er velta ársins skoðuð og spár gerðar eftir henni. Miðað við þá aukningu sem orðið hefur í einkaneyslu á þessu ári má búast við að hún eigi eftir að aukast talsvert frá fyrra ári. Dregið hefur úr verðhækkunum, sumar vörutegundir lækkað og gengið styrkst. Allt þetta gefur vonir um aukna veltu í verslun,“ segir Emil. „Við vitum að það hefur orðið mikil aukning í sölu raftækja á þessu ári. Vörugjaldslækkun sem kemur til framkvæmda eftir áramót er í sumum verslunum þegar komin á. Það er jákvætt,“ segir Emil. Sandra Arnardóttir, verkefnastjóri markaðsdeildar hjá Smáralind, segir að kaupmenn séu bjartsýnir með jóla- sölu. Um 25-30 þúsund manns komu í Smáralind á miðnæturopnun á fimmtu- dag til að nýta sér afslætti sem í boði voru. „Það var greinilegt að fólk var að kaupa jólagjafir og nýta sér afslætti. Við höfum verið með vel heppnaða miðnæturopnun tvisvar á ári,“ segir Sandra. Þegar hún er spurð hvort fleiri slíkir tilboðsdagar verði til jóla, segir hún það ekki ákveðið. „Yfirleitt eru þetta óvæntar uppákomur, ákveðnar með stuttum fyrirvara.“ ■ elin@365.is TÍMANLEGA FYRIR JÓLIN GLEÐILEG JÓL Það er gott að sýna fyrirhyggjusemi fyrir jólin og byrja snemma að kaupa jólagjafir. Margar verslanir eru með góð tilboð þessa dagana og um að gera að nýta sér þau og minnka stressið í desember. TILBOÐ Sandra Arnar- dóttir segir að einhverjir séu þegar byrjaðir að kaupa jólagjafir. RANNSÓKN Emil B. Karlsson, forstöðu- maður Rannsóknaseturs verslunarinnar, segist búast við meiri jólasölu en í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.