Fréttablaðið - 06.10.2014, Blaðsíða 54
6. október 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 30
„Ég held að þetta hafi gengið
svona vel vegna þess að ég hef
svo mikinn áhuga á þessu,“ segir
Kristín Kristjánsdóttir fata-
hönnuður. Merki Kristínar, RYK
design, fagnar tíu ára afmæli um
þessar mundir. Kristín hóf sölu á
merkinu árið 2004 í Amarohúsinu
á Akureyri.
„Ég auglýsti að ég yrði með sölu
og kynningu á vörunum mínum,
var með fimmtán flíkur sem seld-
ust upp samdægurs. Það var þá
ekkert annað í stöðunni en að fara
og sauma meira,“ segir Kristín
sem á þessum tíma stundaði nám í
kjólasaum við Iðnskólann í Reykja-
vík. Síðastliðin sex ár hefur Krist-
ín rekið verslun í Reykjavík, ásamt
því að selja í Valrós á Akureyri.
Kristín segir það hjálpa mikið
að hafa góða fjölskyldu sem býður
aðstoð á álagstímum. Einnig skipt-
ir máli að fylgja áætlun til dæmis
í innkaupum á efnum, fara ekki
fram úr því sem reksturinn þolir
og finna leiðir til að nýta lagerinn
sem best. „Ég hef að auki haft frá-
bæra starfsstúlku og samstarfs-
félaga sem ég get treyst mikið á.
Það sem stendur upp úr er að geta
sameinað vinnu og áhugamál. Það
er samt ekkert sjálfgefið að geta
rekið fyrirtæki með eigin hönnun
í tíu ár.“ - asi
„Okkur langaði til þess að gera
eitthvað fyrir börn sem sýnir að
það séu aðrir möguleikar í fjöl-
skyldumynstri en það að eiga
mömmu og pabba. Að það sé
fullkomlega eðlilegt að eiga tvo
pabba eða tvær mömmur,“ segir
Dirk Zehender, þýskur læknir
sem ásamt eiginmanni sínum,
Martin Strange lækni, gerði
púsluspil fyrir börn sem sýnir
mynd af regnbogafjölskyldum.
Myndina á púsluspilinu málaði
Gunnella Ólafsdóttir, en tvær
bækur hafa verið gerðar út frá
myndunum hennar sem gefnar
voru út í Bandaríkjunum og hér
á landi.
„Hugmyndin kviknaði fyrst
þegar ég ætlaði að kaupa bók um
regnbogafjölskyldur handa dótt-
ur okkar úti í Þýskalandi, en ég
fann hvergi hvernig sem ég leit-
aði,“ segir Dirk, en hann segir
söguna um það hvernig þeir
kynntust Gunnellu mjög skondna
og tilviljanakennda. Þeir Dirk og
Martin eru miklir áhugamenn
um íslenska hestinn og eiga 14
íslenska hesta í Þýskalandi.
„Við komum fyrst til Íslands
árið 1987 vegna áhuga okkar á
hestunum og landinu, en fyrir
nokkrum árum fékk Martin starf
hér sem afleysingalæknir svo
við keyptum okkur íbúð í mið-
bænum,“ útskýrir Dirk. Það var
svo fyrir einu og hálfu ári síðan
sem þeir fóru í ferð á Snæfells-
nesið. „Ein merin okkar er ættuð
þaðan og okkur langaði svo að
heimsækja bæinn og spjalla við
þá sem áttu hestinn og fá upp-
lýsingar,“ segir Dirk. En þegar
að bænum var komið var eng-
inn heima. Gripu þeir á það ráð
að banka upp á næsta bæ. „Ég og
maðurinn minn vorum í heim-
sókn þar hjá vinafólki okkar.
Samkvæmt íslenskri hefð var
tekið vel á móti þeim og þeim
boðið til stofu,“ segir Gunnella.
„Þeir sögðu okkur frá því að
þeir hefðu gefið út bækur um
regnbogafjölskyldur og svo kom-
ust þeir að því húsfreyjan þekkti
íslenskan vin þeirra,“ segir
Gunnella. Þegar þeir fóru gaf
hún þeim nafnspjaldið sitt. Eftir
að þeir höfðu skoðað heimasíðuna
hennar komust þeir að því að hún
hefði áður komið nálægt bókaút-
gáfu. ,,Þeir mættu síðan á mynd-
listarsýningu hjá mér stuttu
síðar og þar báru þeir hugmynd-
ina undir mig um að ég myndi
mála mynd fyrir þá til að setja á
púsluspil. Mér hefur áður verið
boðið í slíkt samstarf og neitað
því, en þetta er virkilega frá-
bært og verðugt verkefni sem ég
er mjög svo stolt af að taka þátt
í.“ segir Gunnella.
Púslið er framleitt af Ravens-
burger og verður fáanlegt hér á
landi og á netinu í lok mánaðar-
ins.
adda@frettabladid.is
Það er samt ekkert
sjálfgefið að geta rekið
fyrirtæki með eigin
hönnun í tíu ár.
Hugmyndin kviknaði
fyrst þegar ég ætlaði að
kaupa bók um regnboga-
fjölskyldur handa dóttur
okkar úti í Þýskalandi.
Dirk Zehender læknir.
HIN VILLTA
DULÚÐ
SRI LANKA
TÖFRANDI EYJA SEM Á ENGA SÍNA LÍKA
2-15 NÓVEMBER 2014
Kynntu þér málið á transatlantic.is
og í síma 588-8900
Ég ætla að segja Skólarapp með
Söru Dís og Þorvaldi Davíð. Það er
hresst.
Valgerður Sigurðardóttir, myndlistarnemi og
tónlistarkona.
MÁNUDAGSLAGIÐ
TILVILJUN AÐ ÞAU KYNNTUST Læknaparið Dirk Zehender og Martin Strange ásamt listakonunni Gunnellu.
Púsluspil um
regnbogafj ölskyldur
Þýskt læknapar gefur út púsluspil um regnbogafj ölskyldur sem íslensk listakona
myndskreytir. Þeir segja það algjöra tilviljun að leiðir þeirra hafi legið saman.
Hjálpar mikið að eiga góða að
Akureyringurinn Kristín Kristjánsdóttir stofnaði RYK design fyrir tíu árum.
TÍU ÁRA Kristín í nýrri verslun RYK í
Bæjarlind, Kópavogi.
„Við höfum verið að hjálpa mönn-
um að komast á netið, hafa alla
þessa tónlist aðgengilega,“ segir
Vilmar Pedersen, annar stofn-
andi íslensku plötuútgáfunnar
Synthadelia Records. Hann stofn-
aði Synthadelia undir lok ársins
2010 ásamt Jon Schow en það var
til að gefa út þeirra eigin tónlist og
dreifa á netinu.
Útgáfan státar nú af um 50 plöt-
um en ásamt því að gefa út nýtt
efni hefur Synthadelia verið að
endurútgefa gamalt íslenskt pönk
og jaðarefni. „Það byrjaði allt
með Pollock-bræðrunum, sem við
höfum gefið út margar plötur með.
Árið 2012 gáfum við út efni með
Bodies í tilefni af 30 ára afmæli
sveitarinnar,“ segir Vilmar og
bætir við að fleiri útgáfur frá þess-
um tíma eru á leiðinni.
Synthadelia hefur líka gefið
út gamlar upptökur frá sveitinni
Vonbrigði og gamlar demóupp-
tökur frá Sjálfsfróun sem ekki
höfðu heyrst áður. Þá endurútgáfu
þeir plötuna Angeli Daemoniaque
Omnigena Imbecit eftir hina dul-
rænu sveit Inferno 5.
„Við erum enn þá að leita að
gömlum perlum, við viljum taka
þátt í að koma íslenskri tónlistar-
sögu á netið. Við erum alltaf að
leita að spennandi gömlu efni,“
segir Vilmar. - þij
Leita að gömlum
pönkperlum
Synthadelia Records gefur út gamlar upptökur og vill
taka þátt í að koma íslenskri tónlistarsögu á netið.
SKEMMTILEG MYND Hér má sjá púslið þeirra.