Fréttablaðið - 06.10.2014, Blaðsíða 50
6. október 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 26
PEPSI DEILDIN 2014
LOKASTAÐAN
Stjarnan 22 15 7 0 42-21 52
FH 22 15 6 1 46-17 51
KR 22 13 4 5 40-24 43
Víkingur R. 22 9 3 10 25-29 30
Valur 22 8 4 10 31-36 28
Fylkir 22 8 4 10 34-40 28
Breiðablik 22 5 12 5 36-33 27
Keflavík 22 6 7 9 29-32 25
Fjölnir 22 5 8 9 33-36 23
ÍBV 22 5 7 10 28-38 22
Fram 22 6 3 13 30-48 21
Þór 22 3 3 16 24-44 12
MARKAHÆSTU MENN
Gary Martin, KR 13
Jonathan Glenn, ÍBV 12
Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni 11
Hörður Sveinsson, Keflavík 10
Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki 10
Atli Guðnason, FH 10
Atli Viðar Björnsson, FH 8
Pape Mamadou Faye, Víkingi 8
Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki 7
Jóhann Helgi Hannesson, Þór 7
Mörkin: 1-0 Elías Már Ómarsson (2.), 2-0 Hörður
Sveinsson (35.).
KEFLAVÍK (4-3-3): Jonas Sandqvist 7 - Unnar
Már Unnarsson 5, Halldór Kristinn Halldórsson
5 (50. Aron Rúnarsson Heiðdal 5), Haraldur
Freyr Guðmundsson 6, Hilmar Þór Hilmarsson
5 - Sindri Snær Magnússon 6, Frans Elvarsson 6,
Sigurbergur Elisson 5 (56. Fannar Orri Sævarsson
5) - Bojan Ljubicic 5, Elías Már Ómarsson 8* (84.
Hilmar McShane -), Hörður Sveinsson 6.
VÍKINGUR (4-4-2): Ingvar Þór Kale 5 - Kjartan
Dige Baldursson 5(29. Páll Olgeir Þorsteinsson 5),
Iliyan Garov 4, Alan Lowing 4, Ívar Örn Jónsson
5 - Michael Ablett 5, Kristinn J. Magnússon 5,
Igor Taskovic 5, Dofri Snorrason 6 (83. Henry
Monaghan -) - Eiríkur Stefánsson (46. Viktor
Jónsson 6), Pape Mamadou Faye 5.
Skot (á mark): 7-20 (5-10) Horn: 4-7
Varin skot: Jonas 8 - Ingvar Þór 3
2-0
Nettóvöllur
Áhorf: Óuppgefið
Garðar Örn
Hinriksson (7)
Mörkin: 1-0 Þórir Guðjónsson (9.), 2-0 Bergsveinn
Ólafsson (53.), 3-0 Ragnar Leósson (69.).
Rautt: Ian Jeffs, ÍBV (37.).
FJÖLNIR (4-3-3): Þórður Ingason 7 (91., Arnar
Freyr Ólafsson -) - Árni Kristinn Gunnarsson
6, Bergsveinn Ólafsson 7, Haukur Lárusson 6,
Gunnar Valur Gunnarsson 5 - Gunnar Már Guð-
mundsson 7, Guðmundur Böðvar Guðjónsson
6, Ragnar Leósson 7, - Mark Charles Magee 6
(84., Magnús Páll Gunnarsson-), *Guðmundur
Karl Guðmundsson 8, Þórir Guðjónsson 7 (88.,
Magnús Pétur Bjarnason -)..
ÍBV (4-3-3): ÍBV (4-3-3): Guðjón Orri Sigurjónsson
4 - Jökull I Elísabetarson 5, Andri Ólafsson 5,
Brynjar Gauti Guðjónsson 6, Jón Ingason 6 - Arnar
Bragi Bergsson 5 (60., Bjarni Gunnarsson 5), Víðir
Þorvarðarson 4 (78., Isak Nylén -), Ian David
Jeffs 4 - Dean Edward Martin 5, Þórarinn Ingi
Valdimarsson 5, Jonathan Glenn 3..
Skot (á mark): 7-6 (5-6) Horn: 4-7
Varin skot: Þórður 5 - Guðjón Orri 2
3-0
Fjölnisvöllur
Áhorf: 437
Þóroddur
Hjaltalín (6)
Mörkin: 0-1 Albert Brynjar Ingason (21.), 1-1 Aron
Bjarnason (31.), 1-2 Andrew Sousa (38.), 2-2 Arn-
þór Ari Atlason (43.), 2-3 Ásgeir Örn Arnþórsson
(54.), 3-3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (63.),
4-3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (81.).
Rautt: Ósval Jarl Traustason, Fram (58.).
FRAM (4-3-3): Hörður Fannar Björgvinsson
3 - Hafsteinn Briem 4, Ingiberg Ólafur Jónsson
4 (36. Einar Bjarni Ómarsson 4 ), Tryggvi Sveinn
Bjarnason 4, Ósvald Jarl Traustason 3 - Orri
Gunnarsson 6, Jóhannes Karl Guðjónsson 6,
Haukur Baldvinsson 5 - Arnþór Ari Atlason 6,
Aron Bjarnason 8* (88. Viktor Bjarki Arnarsson -) ,
Guðmundur Steinn Hafsteinsson 7 (92. Alexander
Már Þorláksson -).
FYLKIR (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson
4 - Stefán Ragnar Guðlaugsson 4, Agnar Bragi
Magnússon 5, Ásgeir Eyþórsson 4, Tómas Þor-
steinsson 5 - Finnur Ólafsson 5 (85. Ragnar Bragi
Sveinsson -), Ásgeir Arnþórsson 4, Oddur Ingi Guð-
mundsson 4 - Gunnar Örn Jónsson 4 (67. Andrés
Már Jóhannesson 5) , Andrew Sousa 7, Albert
Brynjar Ingason 6.
Skot (á mark): 9-20 (8-7) Horn: 0-7
Varin skot: Hörður 4 - Bjarni Þórður 3
4-3
Laugardalsv.
Áhorf: 415
Gunnar Jarl
Jónsson (8)
Mörkin: 0-1 Jóhann Helgi Hannesson (3.), 1-1
Gary Martin (17. víti), 2-1 Gary Martin (45.), 3-1
Almarr Ormarsson (72.), Gary Martin (76. víti).
KR (4-3-3): Sindri Snær Jensson 7 - Haukur Heiðar
Hauksson 7, Grétar Sigurfinnur Sigurðarson 6,
Gunnar Þór Gunnarsson 7, Guðmundur Reynir
Gunnarsson 7 (86. Björn Þorláksson -) - Gonzalo
Balbi Lorenzo 6 (46. Almarr Ormarsson 7), Egill
Jónsson 7 (62. Jónas Guðni Sævarsson 6), Atli
Sigurjónsson 7 - *Gary Martin 9, Emil Atlason 7,
Óskar Örn Hauksson 6.
ÞÓR (4-4-2): Hjörtur Geir Heimisson 8 - Sveinn
Elías Jónsson 7 (68. Bergvin Jóhannsson 6),
Shawn Robert Nicklaw 6, Orri Freyr Hjaltalín - (25.
Atli Jens Albertsson 6), Ingi Freyr Hilmarsson 6
- Sigurður Marinó Kristjánsson 7, Jónas Björgvins-
son 6, Ármann Pétur Ævarsson 7, Jóhann Helgi
Hannesson 7 (57. Alexander Ívan Bjarnason 7) -
Kristinn Þór Rósbergsson 7, Chukwudi Chijindu 6.
Skot (á mark): 14-12 (11-5) Horn: 6-5
Varin skot: Sindri Snær 3 - Hjörtur 7
4-1
KR-völlur
Áhorf: 319
Örvar Sær
Gíslason (7)
Mörkin: 1-0 Guðjón Pétur Lýðsson (67. víti), 2-0
Guðjón Pétur Lýðsson (90.), 3-0 Ellert Hreinsson
(90.+2). Rautt: Kristinn F. Sigurðsson, Val (65.)
BREIÐABLIK (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson
7 - Baldvin Sturluson 6 (90. Ernir Bjarnason -),
Elfar Freyr Helgason 7, Damir Muminovic 7, Arnór
Sveinn Aðalsteinsson 6, *Guðjón Pétur Lýðsson
8, Andri Rafn Yeoman 7, Ellert Hreinsson 6, Hösk-
uldur Gunnlaugsson 6, Davíð Kristján Ólafsson 5
(65. Óliver Sigurjónsson -), Elfar Árni Aðalsteins-
son 5 (90. Gunnlaugur Hlynur Birgisson -).
VALUR (4-3-3): Anton Ari Einarsson 6 - Billy
Brentsson 6, Þórður Steinar Hreiðarsson 5,
Magnús Már Lúðvíksson 6, Bjarni Ólafur Eiríks-
son 6 - Haukur Páll Sigurðsson 7, Iain James
Williamson 5 (75. Kolbeinn Kárason -), Kristinn
Freyr Sigurðsson 4 - Sigurður Egill Lárusson 6,
Tonny Mawejje 5 (75. Halldór Hermann Jónsson
-), Patrick Pedersen 6.
Skot (á mark): 15-7 (6-2) Horn: 1-6
Varin skot: Gunnleifur 1 - Anton Ari 1
3-0
Kópavogsvöllur
Áhorf: 475
Vilhjálmur
A. Þórarins. (6)
Mörkin: 0-1 Ólafur Karl Finsen (40.), 1-1 Steven
Lennon (64.), 1-2 Ólafur Karl Finsen (90.+2, víti).
Rautt: Veigar Páll Gunnarsson, Stjarnan (59.).
FH (4-3-3): Róbert Örn Óskarsson 6; Jón
Ragnar Jónsson 6 (90. Guðjón Árni Antiníusson -),
Pétur Viðarsson 7, Kassim Doumbia 5, Jonathan
Hendrickx 6; Hólmar Örn Rúnarsson 7, Davíð
Þór Viðarsson 7, Atli Guðnason 7; Ingimundur
Níels Óskarsson 4 (57. Emil Pálsson 5), Ólafur
Páll Snorrason 6, Steven Lennon 7 (82. Steven
Lennon -).
STJARNAN (4-3-3): Ingvar Jónsson 8; Niclas
Vemmelund 7, Martin Rauschenberg 7, Daníel
Laxdal 7, Hörður Árnason 7; Arnar Már Björgvins-
son 5 (80. Atli Freyr Ottesen Pálsson -), Þorri Geir
Rúnarsson 7, Atli Jóhannsson 4 (56. Pablo Punyed
6), *Ólafur Karl Finsen 8; Veigar Páll Gunnarsson
4, Rolf Toft 5 (90. Snorri Páll Blöndal -).
Skot (á mark): 16-7 (7-4) Horn: 11-5
Varin skot: Róbert Örn 2 - Ingvar 4
1-2
Kaplakriki
Áhorf: 6.450
Kristinn
Jakobsson (6)
FÓTBOLTI Það er stundum með hreinum ólíkindum
hvurslags dramatík og sögur íþróttirnar bjóða
upp á. Saga karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu
var endurskrifuð á laugardaginn þegar liðið varð
Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni eftir ótrú-
lega dramatík í mögnuðum úrslitaleik á móti FH.
Og inni í stóru sögunum eru smásögur; hér er
ein af Daníel Laxdal, miðverði Stjörnunnar. Fyrir
tíu árum spilaði 18 ára gamall Daníel sína fyrstu
leiki fyrir uppeldisfélagið sitt og var í byrjunar-
liðinu þegar Atli Guðnason skoraði tvö mörk í 6-1
sigri HK á Stjörnunni í lokaumferð 1. deildarinnar
árið 2004. Með tapinu féll Stjarnan niður í 2. deild.
Áratug síðar, nánar til tekið á laugardaginn var,
fagnaði Daníel Íslandsmeistaratitli með uppeldis-
félaginu í Kaplakrika þar sem Atli Guðnason, leik-
maður FH, fór illa með tvö dauðafæri. Það er ekki
hægt að semja svona.
„Maður er búinn að vera lengi í þessu og alltaf
með uppeldisfélaginu og loksins nær maður í titil.
Það er ekki laust við því að maður sé mjög lítill í
sér núna,“ sagði Daníel nánast grátandi af gleði við
Fréttablaðið eftir leik.
Sumarið í hnotskurn
Sigur Stjörnunnar á laugardaginn gat ekki verið
meira við hæfi. Það er ástæða fyrir því að liðið
hefur aðeins tapað tveimur leikjum í sumar, þar af
tveimur fyrir stórliðinu Inter frá Mílanó. Stjarnan
gefst einfaldlega ekki upp.
„Maður veit bara í þessu sporti að maður á alltaf
að halda áfram alveg þangað til að dómarinn flaut-
ar leikinn af,“ sagði Daníel og það hefur svo sannar-
lega verið saga Garðbæinga á þessu tímabili.
Stjarnan komst yfir í fyrri hálfleik með marki
Ólafs Karls Finsen sem var rangstæður. Markið
stóð, 0-1. Í seinni hálfleik var Veigar Páll Gunn-
arsson, reyndasti leikmaður Stjörnunnar, rekinn
af velli fyrir að slá til Hólmars Arnar Rúnarsson.
Ekki gáfulegt hjá Veigari sem var nálægt því að
eyðileggja fyrir sínum mönnum.
FH jafnaði metin með marki Steven Lennon, 1-1,
og fékk ótrúleg færi til að ganga frá leiknum. En
inn vildi boltinn ekki. Stjarnan átti eitt ævintýri
eftir á þessu ótrúlega sumri.
Í uppbótartíma fékk Ólafur Karl Finsen víta-
spyrnu þegar Kassim Doumbia braut á honum.
Hann fór auðvitað sjálfur á punktinn og renndi
knettinum í netið, 1-2. Stjarnan Íslandsmeistari
2014 á mest viðeigandi hátt sem mögulegt var.
„Ég hélt að þetta væri að fara frá okkur undir
lokin en þetta var bara einfaldlega vítaspyrna,“
sagði Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar,
við Fréttablaðið eftir leikinn.
Ótrúlegur karakter
Veigar Páll Gunnarsson var eðlilega kampa kátur
eftir leik og var vissulega mjög létt þar sem hann
var nálægt því að vera skúrkurinn hjá sínum
mönnum.
„Ég man ekki eftir að hafa liðið svona. Það var
skrítin tilfinning að geta verið sá sem hefði eyðilagt
hlutina,“ sagði Veigar Páll.
„Þetta lýsir sumrinu hjá okkur. Við höfum oft lent
einum færri og ég held að við höfum aldrei tapað á
því. Þessi liðsheild, stemning og karakter er ótrú-
legur í þessu liði og mér finnst magnað að spila
fyrir þennan klúbb. “
Nýtt nafn ritað á bikarinn
Stjarnan varð Íslandsmeistari karla í knattspyrnu í fyrsta sinn á laugardaginn þegar liðið lagði FH, 2-1, í
Kaplakrika í hreinum úrslitaleik. Dramatíkin var í takt við sumarið hjá Stjörnumönnum sem hefur verið
ævintýri líkast. Garðbæingar töpuðu aðeins þremur leikjum í sumar; tveimur fyrir stórliði Inter Milan.
KÁTUR Daníel Laxdal var léttur í leikslok.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
MEISTARAR Stjörnumenn urðu Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í meistaraflokki karla eftir 2-1 sigur á FH í ótrúlegum leik í Kaplakrika. Hér stilla meistararnir sér upp með
bikarinn og í baksýn eru þeirra ótrúlegu stuðningsmenn, Silfurskeiðin, sem hafa litað Íslandsmótið með frábærum söngvum og skemmtilegheitum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
FÓTBOLTI „Mér er bara kalt,“
sagði Ólafur Karl Finsen, hetja
Stjörnunnar, við Fréttablaðið
eftir leik aðspurður hvernig til-
finningin væri að vera orðinn
Íslandsmeistari. Hann var þó
eðlilega í skýjunum.
„Þetta er frábært lið, við erum
með frábæran stuðning, frábæra
þjálfara og allt í kringum liðið
er ótrúlegt,“ sagði Ólafur Karl
sem skoraði sigurmarkið úr víta-
spyrnu í uppbótartíma.
„Mér fannst þetta vera víti.
Ég næ að snerta boltann og hann
fer í mig, það er víti.“ Hann var
alltaf á því að Stjarnan væri að
fara að vinna leikinn „Ég hugs-
aði þegar við vorum orðnir manni
færri og þeir jöfnuðu leikinn að
við ættum að vinna þetta svona,“
sagði Ólafur Karl að lokum. - sáp
Þetta var víti
HETJAN Ólafur Karl skoraði bæði mörk
Stjörnunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANDRI MARINÓ
NÍU LÍF STJÖRNUNNAR
4. MAÍ
➜ Ólafur Karl Finsen tryggir Stjörnunni sigur úr
umdeildri vítaspyrnu sem hann fiskar sjálfur.
22. JÚNÍ
➜ Garðar Jóhannson skorar sigurmarkið gegn
Fjölni á heimavelli með marki á 90. mínútu.
27. JÚNÍ
➜ Marki undir og manni færri skorar Jeppe
Hansen tvö mörk og tryggir Stjörnunni sigur á
Fram í kveðjuleik sínum.
13. JÚLÍ
➜ Veigar Páll Gunnarsson skorar jöfnunarmark á
móti FH, en enginn veit fyrir víst hvort boltinn
hafi farið inn fyrir línuna.
11. ÁGÚST
➜ Pablo Punyed skorar sigurmark beint úr
aukaspyrnu á móti Þór í uppbótartíma.
31. ÁGÚST
➜ Veigar Páll Gunnarsson skorar rangstöðumark
og Ólafur Karl Finsen tryggir Stjörnunni sigur
á KR í Vesturbænum á 87. mínútu.
18. SEPTEMBER
➜ Ingvar Jónsson á stórleik í Víkinni og ver allt
hvað af tekur í naumum 1-0 sigri á Víkingi.
23. SEPTEMBER
➜ Þórir Guðjónsson sleppur einn í gegn fyrir
Fjölni en stígur á boltann og Stjarnan sleppur
með stig úr Grafarvoginum í 20. umferð.
4. OKTÓBER
➜ Ólafur Karl Finsen tryggir tíu Stjörnumönnum
Íslandsmeistaratitilinn með marki úr víta-
spyrnu í uppbótartíma.