Fréttablaðið - 06.10.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.10.2014, Blaðsíða 46
6. október 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 22 THE EQUALIZER KL. 6 - 9 PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 - 10.15 VONARSTRÆTI KL. 6 - 9 BOYHOOD KL. 6 - 9 KL. 5.45 - 8 - 10.15 DRACULA LÚXUS KL. 10.45 THE EQUALIZER KL. 5 - 8 - 10.45 THE EQUALIZER LÚXUS KL. 5 - 8 THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8 - 10.30 LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8 - 10.15 PÓSTURINN PÁLL ÍSL. TAL 2D KL. 3.30 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D KL. 3.30 SMÁHEIMAR 2D KL. 3.30 DRACULA UNTOLD 8, 10 SMÁHEIMAR 5:40 THE EQUALIZER 6, 9 WALK AMONG TOMBSTONES 5:40, 8, 10:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR THE CONJURING THE FRIGHT FILE ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR, MORGUNBLAÐIÐ NÝGIFT Hjónin dvelja á eyju í Indlands- hafi. Hjónin nýgiftu Amal Alamuddin og George Clooney eru farin í brúð- kaupsferð og er staðsetningin ekki af verri endanum. Héldu þau til Seychelles-eyjanna í Indlandshafi þar sem þau munu dvelja í lúxus villu, en nóttin þar kostar tæp sjö hundruð þúsund krónur á manninn. Er eyjan sem þau dvelja á svo afskekkt að einungis er hægt að komast þangað með þyrlu. Þessi staður er einkar vinsæll hjá fræga fólkinu og hafa bæði Angelina Jolie og Brad Pitt og svo Vilhjálmur prins og Kate Middleton verið þar í fríi. -asi Íburðarmikil brúðkaupsferð ÞETTA var fyrsta stefnumótið. Ég var með minn besta rakspíra og mjög stressað- ur. Stelpan var sæt og tvítugi ég var alveg til í kelerí. En fyrst þurfti ég að lifa þessa kvöldstund af. Segja ekkert asnalegt og reyna að slaka á. VIÐ sátum á kaffihúsi sem er ekki lengur til. Of ung til að kunna að meta kaffi þannig að ég keypti bjór. Líklega hefur hann kostað 500 kall eða minna. Svona var þetta einu sinni. Já, og auðvitað keypti ég líka bjór fyrir hana. Ég er séntilmaður. Við spjölluðum um heima og geima. Eftir hálftíma var allt stress farið úr mér. „Þetta gengur bara vel,“ hugsaði ég og ákvað að nú væri rétti tíminn til að segja eitthvað fyndið. Ég man ekki hvað ég sagði en hún hló. Til þess var leik- urinn gerður. ÉG man að hún hrós- aði mér fyrir skeggið mitt. Það var óalgengt á þessum tíma að tví- tugir menn væru með skegg. Ég var með góðan vöxt sem ég safn- aði í hökutopp. Ekki mín besta ákvörðun, ég viðurkenni það, en passaði svo sem við rakspírann. Við höfðum gleymt okkur og nokkrum bjórum síðar var klukkan farin að nálgast miðnætti. Kaffihúsið var að loka og við ákváðum því að segja þetta gott. Húsið hennar var á leiðinni heim til mín og við vorum samferða. Ég ætlaði ekki að reyna neitt. Sýna bara biðlund. „Stúlkur kunna að meta það,“ hugsaði ég. Séntilmaður muniði. Við nálguðumst híbýli hennar. Gengum fram hjá söluturni. Ég mundi skyndilega eftir orðagríni sem ég og vinur minn höfð- um fundið upp. Það voru nefnilega mörg orð inni í nafni söluturnsins. Ég sagði „hey“ og benti stúlkunni á skiltið. DREKINN – Rekinn – Ekinn – Kinn – Inn.“ Mögulega sagði ég líka Nn og N, ég man það ekki alveg, en þögnin var þrúgandi. Gleðin í augum hennar breyttist í spurningamerki. Þetta var kannski fyndnara þegar ég og vinur minn sögðum þetta. Hún hló ekki neitt. Gaf bara frá sér lágt samúðarfliss. Hvað var ég að spá? ÞETTA var síðasta stefnumótið. Rekinn „Íslensk börn eru að meðaltali 11 ára gömul þegar þau sjá klám í fyrsta skipti. Það segir okkur að 10-12 ára krakkar eru alls ekki of ungir til að fá fræðslu því þau þurfa að þróa með sér gagn- rýna hugsun,“ segir Brynhildur Björnsdóttir, leikstjóri myndar- innar Stattu með þér! sem frum- sýnd verður í öllum grunnskólum landsins á fimmtudaginn. Brynhildur og Þórdís Elva Þor- valdsdóttir unnu myndina saman og er hún sjálfstætt framhald „Fáðu já!“ sem þær stöllur gerðu ásamt Páli Óskari. Sú mynd var ætluð börnum í 10. bekk en mynd- irnar eiga það sameiginlegt að vera forvarnarmyndir gegn kyn- ferðisofbeldi. „Við fengum þau skilaboð frá krökkunum sem sáu Fáðu já! að þau hefðu viljað fá þessa fræðslu fyrr. Börn á aldrinum tíu til tólf ára eru markhópur fyrir alls kyns kynferðisleg skilaboð löngu áður en þau komast á unglingsaldur,“ segir Brynhildur. Í myndinni er ekki fjallað á beinan hátt um kynlíf og klám heldur er verið að reyna að undir- búa börnin fyrir áreitið sem þau munu verða fyrir frá umhverfinu. „Við viljum að þau noti gagnrýna hugsun þegar þau þurfa að taka ákvörðun um hvort þau til dæmis sendi nektarmynd af sér vegna þrýstings frá félögum. Einnig förum við yfir hluti eins og fjöl- miðlalæsi, líkamsvitund, að vera stoltur af líkama sínum og tökum þar photoshop sérstaklega fyrir,“ segir Brynhildur og vonar að árangurinn verði að börn standi með eigin skoðunum og viðhorf- um í stað þess að taka þátt í ein- hverju sem þeim þykir óþægilegt, þótt auðvitað beri gerendur alltaf ábyrgð á ofbeldi en ekki þeir sem verða fyrir því. Fyrst og fremst þurfi börn þó að bera virðingu fyrir sjálfum sér. erlabjorg@frettabladid.is Efl a gagnrýna hugsun áður en börn byrja að skoða klám Stuttmynd um sjálfsvirðingu, ofb eldi og mikilvægi þess að setja mörk verður sýnd öllum 10-12 ára börnum í grunnskólum landsins í vikunni. Myndin er sjálfstætt framhald hinnar vinsælu Fáðu já! og er fyrir yngri börn. 95% fannst myndin áhugaverð. 66% fannst þau skilja betur muninn á kynlífi í raunveruleikanum og kynlífi sem sýnt er í kvikmyndum eða klámi. 70% fannst þau skilja betur hvað það þýðir að fá samþykki fyrir kynlífi. 58% stráka og 34% stelpna töldu auðveldara að tala um kynlíf við þann sem þá langar að stunda kynlíf með. Árangur myndarinnar Fáðu já! ➜ Könnun á meðal unglinga í 10. bekk ÖFLUGT TEYMI Þórdís Elva Þorvaldsdóttir samdi handritið fyrir Stattu með þér! en myndin er fyrsta leik- stjórnarverke- fni Brynhildar Björnsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BAKÞANKAR Hauks Viðars Alfreðssonar ★★ ★ ★★ Sumarnætur (Nuits d‘été) LEIKSTJÓRI: Mario Fanfani IMDB: 5,9 Sumarnætur er fyrsta bíómynd franska leikstjórans Mario Fan- fani. Sumarnætur gerist í Frakk- landi árið 1959 á meðan Alsírs- stríðið var í fullum gangi. Michel (Guillaume de Tonquedec) er upp- rennandi stjórnmálamaður sem er í fullkominni sambúð, að því er virðist, við Hélèn (Jeanne Balibar). Michel býr þó yfir leyndarmáli. Hverja helgi heldur hann í sveita- setrið Les Epicéas þar sem hann verður Mylène. Þar fær hann sína útrás ásamt gömlum vini sínum úr stríðinu, Jean-Marie (Nicolas Bouchaud), sem er dragdrottning og skemmtikraftur. Sumarnætur fjallar á merkileg- an hátt um þetta tímabil og hversu þungt það hefur verið að þurfa að fela það að vera klæðskiptingur. Myndin fjallar líka um kröfurnar sem voru gerðar til þeirrar kyn- slóðar karlmanna sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni, og síðan 15 árum síðar í alsírska stríðinu. Þótt það séu mörg ljúf augnablik í myndinni þá náði hún ekki alveg að halda athyglinni í 100 mínútur, og skotin virðast stundum dálítið klunnaleg. Þar fyrir utan er þetta merkileg mynd með áhugavert umfjöllunarefni en atriðin í dragg- klúbbnum eru líklega hápunktur- inn – þarna var menning og tón- list í gangi sem er ekki oft fjallað um og var kannski jafnvel á undan sinni samtíð. - þij Afi þinn var klæðskiptingur GLÆSILEGAR Atriðin í draggklúbbnum eru líklega hápunktur myndarinnar. MYND/SKJÁSKOT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.