Fréttablaðið - 13.10.2014, Page 14

Fréttablaðið - 13.10.2014, Page 14
13. október 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT Elskulegur eiginmaður minn, bróðir, mágur, faðir, tengdafaðir og afi, HILMAR ÖRN GUNNARSSON fyrrv. útibússtjóri, lést laugardaginn 4. október á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. september kl. 13.00. Steinunn Jónsdóttir Dóra Gunnarsdóttir Pétur M. Jónasson Hörður Ingi Torfason Sali Chaiyaphan Jón Gunnar Hilmarsson Matthildur Gunnarsdóttir Birgir Ari Hilmarsson Rúna Helga Hilmarsdóttir og barnabörn. Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta önnumst við alla þætti þjónustunnar Þegar andlát ber að höndum Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Reynsla – Umhyggja – Traust „Það var leitað til mín úr sóknarnefnd- inni og ég spurður hvort ég væri tilbú- inn að taka þetta verkefni að mér. Þetta var ákveðin áskorun sem ég skoraðist ekki undan. Það er mikið keppnisfólk þarna í söfnuðinum sem hefur hlúð geysilega vel að sögu sóknarinnar,“ segir Sigmundur Ó. Steinarsson rit- höfundur. Hann á heiðurinn af bók- inni Grafarvogssókn 25 ára sem kom út fyrir stuttu en í henni er sagt frá umfangsmiklu starfi Grafarvogssafn- aðar, langstærsta safnaðar landsins. Það tók Sigmund átta til níu mánuði að vinna bókina en hann hefur skrif- að sögubækur um íþróttir, til dæmis 100 ára sögu Íslandsmótsins í knatt- spyrnu, og átti bókin að vera í svip- uðum dúr. „Þetta er ekki skýrsla eða langlok- ur. Þetta er bók fyrir fólk um fólk. Þetta er öðruvísi kirkjubók eins og margir hafa sagt,“ segir Sigmundur. „Þetta var mikill eltingarleikur við myndir og efni. Ég er mikill tarna- maður og vann geysilega mikið sumar vikurnar og safnaði efni og settist svo niður við skriftir. Ég vildi koma þessu þannig frá mér að allir yrðu sáttir,“ bætir hann við. Hann er stoltur af bókinni. „Ég er geysilega ánægður með bók- ina. Hraðinn í vinnslunni var svona mikill því ég sá hana alltaf fyrir mér. Ég er vanur blaðamennsku og ég segi að við blaðamenn séum bestu sagn- fræðingarnir enda erum við sagn- fræðingar, þótt við séum ekki mennt- aðir sem slíkir. Stundum hugsaði ég: Í hvað ertu kominn, Sigmundur? Þá bara tvíefldist ég enda ákvað ég að ljúka verkefninu þegar ég tók það að mér. Ég sagði í gríni að ég væri stund- um kallaður séra Sigmundur en ég ber einnig gælunafnið Bubbi. Þannig að ég yrði kallaður Bubbi biskup ef ég myndi ljúka þessu verkefni,“ segir Sigmundur og hlær. Hann naut þess að taka viðtöl við safnaðarmeðlimi Grafarvogssóknar. „Ég kynntist söfnuði sem stendur vel saman. Þarna er unnið mjög öflugt starf. Kórarnir hafa verið mjög öflug- ir og góðir og safnaðarfélagið vinnur alveg ótrúlegt starf í að safna fyrir hinum ýmsu munum. Safnaðarmeð- limir smyrja einnig vel þegar veislur eru og annað og ég sagði einu sinni að þegar góðgætið væri borið fram væri það eiginlega munnsöfnuður,“ segir Sigmundur glaður í bragði. „Aðalatriðið er að sóknarbörnin séu ánægð með bókina. Þá er ég ánægður. Og ég er ánægður því ég heyrði að þau kynnu vel að meta hana.“ liljakatrin@frettabladid.is Þetta er engin skýrsla eða langlokur Sigmundur Ó. Steinarsson á heiðurinn af bókinni Grafarvogssókn 25 ára sem kom út nýverið. Hann segir gerð bókarinnar hafa verið mikla áskorun og hugsaði stund- um hvað hann væri búinn að koma sér í við vinnslu hennar. MERKISATBURÐIR 50 Neró tekur við sem Rómarkeisari eftir lát Kládíusar. 1307 Allir musterisriddarar í Frakklandi handteknir samkvæmt skip- un Filippusar fagra og pyntaðir þar til þeir játa á sig villutrú. 1908 Skáldið Steinn Steinarr fæðist en hann lést fimmtíu árum síðar. 1943 Síðari heimsstyrjöldin: Ítalir segja fyrrverandi bandamönnum sínum, Þóðverjum, stríð á hendur. 1958 Sögupersónan Paddington kemur fram á sjónarsviðið. 1987 Kýrin Harpa syndir yfir Önundarfjörð frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal á flótta þegar leiða átti hana til slátrunar. Eftir sundafrek- ið var hún nefnd Sæunn og fékk að lifa lengur. 1992 Haukur Morthens söngvari lést 68 ára, eftir nær hálfrar aldar söngferil. 1994 Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar veitt í fyrsta sinn og hlaut þau Helgi Ingólfsson. 1996 Eldgosi, sem hófst í Gjálp 2. október sama ár, lýkur. 2006 Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon kosinn aðalritari Samein- uðu þjóðanna. Fyrsti þáttur af grínþáttunum Fóstbræðrum fór í loftið á þessum degi árið 1997 en þátturinn varð upphaflega til á Stöð 3 og síðan sýndur á Stöð 2. Upphaflegir meðlimir gríngengisins á bak við Fóstbræður voru Jón Gnarr, Sigurjón Kjartansson, Helga Braga Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson. Hilmir Snær var aðeins Fóstbróðir í eina seríu en Þorsteinn Guðmundsson kom í hans stað. Í þriðju seríu bættist Gunnar Jónsson síðan í hópinn. Það má með sanni segja að Fóstbræður hafi slegið í gegn á sínum tíma og gera enn. Búið er að horfa á atriði úr þáttunum mörg þúsund sinnum á YouTube og eru þættirnir reglulega endursýndir á sjónvarpsrásum 365. Margir ódauðlegir karakterar urðu til í þáttunum, til dæmis Júlli, Gyða Sól og Helgi, persónulegi trúbadorinn, og má enn heyra fólk á förnum vegi vitna í þættina og reglulega deila notendur samfélagsmiðlanna atriðum úr Fóstbræðrum á síðum sínum. Þættirnir slógu ekki aðeins í gegn hjá áhorfendum heldur hrifsuðu einnig til sín verðlaun. Þátturinn var valinn leikið sjónvarpsefni ársins árið 1999 á Edduverð- launahátíðinni og árið eftir var hann valinn skemmtiþáttur ársins. Þá hlaut Jón Gnarr verðlaun sem leikari ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í þáttunum árið 2001 en það ár var Ragnar Bragason einnig tilnefndur sem leikstjóri ársins fyrir Fóst- bræður. ÞETTA GERÐIST: 13. OKTÓBER ÁRIÐ 1997 Fóstbræður fóru fyrst í loft ið FÓSTBRÆÐUR Hilmir Snær, Sigurjón Kjart- ansson, Jón Gnarr og Benedikt Erlingsson. Ég sagði í gríni að ég væri stundum kallaður séra Sigmundur en ég ber einnig gælunafnið Bubbi. Þannig að ég yrði kallaður Bubbi biskup ef ég myndi ljúka þessu verkefni. Sigmundur Ó. Steinarsson. GEYSILEGA ÁNÆGÐUR Sigmundur brýtur bókina upp með ýmsu smáefni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN Séra Vigfús Þór tekur fyrstu skóflustunguna að Grafar- vogskirkju laugardaginn 18. maí árið 1991.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.