Akureyri


Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 1

Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 1
8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014 VI KU BL AÐ Pizzur | Hamborgarar | Salöt | Tex Mex | Kjúklingaspjót Pantaðu með APPi Greifans G r e i f i n n V e i t i n g a h ú s | G l e r á r g ö t u 2 0 | 6 0 0 A k u r e y r i | w w w . g r e i f i n n . i s Sækja APP Hambó í hádegi Ostborgari, franskar og gos á 1000 kr. frá 11:30-14:00 alla virka daga. Fjöldskyldutilboð: 4 ostborgarar, stór skammtur af frönskum, 2 l. gos og 2 kokteilsósur á 3.790 kr. 3 ostborgarar, miðstærð af frönskum og gos á aðeins 2.900 kr. Unglingarnir okkar bera af Mjög lítil kannabisnotkun er meðal barna í 10. bekk á Akureyri. Drykkja ungmenna er lítil og fleiri stelpur drekka ekki en áður. Jafnmargar stelpur og strákar drekka þó mjög oft samkvæmt nýrri ESPAD-rannsókn. Rannsóknin er alþjóðleg en vinnunni hérlendis stjórnar Dr. Ársæll Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Ak- ureyri. Ísland hefur tekið þátt frá upphafi, eða frá 1995. Um 3.500 íslenskir nemend- ur taka þátt (81% allra 10. bekkinga) en um ræðir samanburðarrannsókn 42 landa, alls upptökusvæði 170.000 nemenda. Ársæll segir það vekja mesta athygli að mjög lítil kannabisnotkun sé sam- kvæmt mælingunni meðal skólabarna í 10. bekk á Akureyri. „Hér á Akureyri nota 2,5% nemenda kannabis, sem er ná- kvæmlega jafnstórt hlutfall og í síðustu könnun, en meðaltalið fyrir landið var 11 prósent.“ Þá sé drykkja ungmenna lítil miðað við önnur svæði og fleiri stelpur drekki ekki en áður. Jafnmargar stelpur og strákar drekki þó mjög oft. „Þó við höfum vissulega séð mjög já- kvæða þróun í þessum málum síðastliðin ár, þá er mikilvægt að hafa tvennt í huga: Í fyrsta lagi þarf að viðhalda þessum ár- angri með áframhaldandi forvörnum. Í öðru lagi má ekki gleyma því að þó hlut- fallstölurnar séu lágar þá eru samt að baki fjöldinn allur af unglingum í miklum vanda,“ segir Ársæll. „Unglingar á Íslandi njóta ekki sannmælis í umræðunni. Hún einkennist oft af einkennilegu slúðri og ýkjum. Unglingar á Íslandi bera hreinlega af, að flestu leyti, bæði foreldrum sínum og jafnöldrum í samanburðarlöndum.“ 77,4% akureyrskra ungmenna segj- ast aldrei hafa drukkið sl. mánuð. Að- eins örfáir höfðu prófað kannabis og er drykkja og fíkniefnaneysla akureyrskra ungmenna hlutfallslega nokkru minni en t.d. í Reykjavík og í Noregi. a Starfsmannahandbók Mars 2012 EINS OG FRAM kemur hér að neðan í forsíðufrétt blaðsins eru unglingar dagsins í dag að mörgu leyti fremri fyrirmyndum þeirra, hinum fullorðnu. Það átti líka við um þennan fríða hóp ungmenna fyrir framan Glerártorg í gær, á hinum glaðværa öskudegi. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.