Akureyri - 07.03.2014, Síða 8
8 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014
VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA?
Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem
sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í
blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu-
póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856.
LOF OG LAST VIKUNNAR
LOF fá starfsmenn Bogans á Akureyri fyrir
frábæra umhirðu. Gönguhópar í röðum
aldraðra á einu máli um þetta, segir í bréfi
til blaðsins.
LAST fær Bakaríið við Brúna á Akureyri,
segir kona sem sendir blaðinu bréf. Hún
tengir það konudeginum og segir að
konudagurinn sem dagur þar sem konur
eigi að fá blóm. Þann dag auglýsi bakarar
líka konudagskökuna en þá skuli græða!
„Ég sendi í Bakaríið við Brúna eftir kökunni.
Varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég sá
dýrðina. Smá kaka, ca 6 góðar sneiðar, mjög
fallega skreytt, en innvolsið frekar dauft og
verðið tæpar 3.700 krónur. Ég fór í bakaríið
daginn eftir, þar sem ég taldi að um mistök
væri að ræða hvað verðið snertir, en var tjáð
að þetta væri rétt verð og kakan hefði runnið
út. Hvert er verðskyn landans eiginlega farið?
Að nota slíkan dag sem konudaginn til að
græða á okkur konum, eigum við það skilið?
Megi bakarameistarar hafa skömm fyrir
að bjóða upp á slíka okurköku á þessum
degi?“ Skrifar konan en beinir spjótum
sínum sérstaklega að Bakaríinu við Brúna,
sem fyrr segir...
LOF fær hótel KEA fyrir mjög lipra og góða
þjónustu, segir kona sem hafði símleiðis
samband við blaðið. „Þegar við mægðum
frá Sauðákróki urðum hríðarfastar yfir nótt
vegna óveðurs á Öxnadalsheiði þá urðum
við vitni að algjörlega einstakri þjónustu á
Hótel KEA, ljúfmennsku, framkomu sem er
svo sannarlega vert að lofa. Við áttum ekki
pantað herbergi og lá á að komast inn og
það var bara allt svo hlýtt og faglegt, frábær
þjónusta,“ segir konan...
LOF fær Framsóknarflokkurinn fyrir að
kljúfa og leggja Sjálfstæðisflokkinn í rúst.
Nokkuð sem vinstri flokkunum hefur ekki
tekist þrátt fyrir áratuga baráttu. Svo skrifar
karl á Eyrinni í bréfi til blaðsins.
LOF fær íslenska þjóðin fyrir að láta
ofríkisöfl ekki kúga okkur, segir í öðru bréfi til
blaðsins. Er þar vísað til undirskriftasöfnunar
og háværra mótmæla landans gegn sviknum
kosningaloforðum sjálfstæðismanna og fleiri
í ESB-málinu...
AKUREYRI VIKUBLAÐ 8. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2013
ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is.
AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193.
RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri.
UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING
14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND
Hvers konar
rök eru þetta?
Í tilkynningu sem fjölmiðlum barst frá Vegagerðinni 26. febrúar síðastliðinn sagði að fækka yrði snjómoksturs-
dögum á Möðrudalsöræfum „í bili“ og vegum yrði lok-
að yfir nóttina. Bara eins og það væri ekkert mál. Í til-
kynningu Vegagerðarinnar sagði orðrétt: „Vegna mikils
fannfergis á fjallvegum á Austurlandi er nauðsynlegt
að fækka snjómokstursdögum á Fjöllum á leiðinni frá
Námaskarði austan Mývatns að Skjöldólfsstöðum sem og
Vopnafjarðarheiði. Breyting þessi tekur gildi frá og með
föstudegi 28. febrúar.“
Einnig sagði: „Á þessu svæði eru víða komin djúp
snjógöng og erfitt að halda þeim opnum, kóf í göngunum
mikið og skyggni slæmt ef hreyfir vind. Við hvern mokstur
hleðst upp snjór við hlið vegar, göngin dýpka og því verður
erfiðara að opna aftur við næsta mokstur og þess vegna
nauðsynlegt að fækka mokstursdögum tímabundið til að
gera það mögulegt að halda leiðinni opinni eins og hægt
er við þessar aðstæður.“
Kom fram að mokað yrði á þriðjudögum og föstudög-
um. Gert væri ráð fyrir að vegum yrði lokað yfir nóttina,
enda gæti á skömmum tíma fennt í snjógöng ef hreyfi vind.
„Reikna má með að lokað verði frá 19:30 til morguns og
eins má búast við að vegirnir geti lokast alveg nema þá
daga sem rutt er,“ sagði einnig í tilkynningunni.
Nú er þessi vandi svosem ærinn, ekki skal lítið gert
úr því. En að það þurfi símtöl frá forstjóra Samherja til
þess að ýmist opna leiðir eða loka þeim er þyngra en tár-
um taki. Setjum tilkynninguna í nýtt samhengi. Skiptum
út örnefnum og veltum fyrir okkur líkum á því að hið
opinbera sendi út eftirfarandi fréttatilkynningu: „Vegna
mikils fannfergis við Esjuna er nauðsynlegt að fækka
snjómokstursdögum milli Hvalfjarðarganga og Reykja-
víkur.Við hvern mokstur hleðst upp snjór við hlið vegarins
við Esjuna, göngin dýpka og því verður erfiðara að opna
aftur við næsta mokstur og þess vegna er nauðsynlegt að
fækka mokstursdögum tímabundið.“
Aha?
Hér búum við í landi þar sem borgarar greiða ýmsa
skatta og gjöld til að halda uppi öflugum infrastrúktúr.
Þar eru samgöngur og öryggi samgangna sjálfsagt mál.
Þegar um ræðir þjóðleiðina sjálfa er ekki hægt að beita
hundalógík hvorki í orðum né athöfnum. Það gengur ekki
að eitt opinbert embætti segi: Ferðamenn, komið til okk-
ar en annað segi: Sleppið því, vegurinn er lokaður milli
staða. Segir sig sjálft hvers konar vandamál hefur þegar
skapast hjá þeim sem þurfa að komast á milli staða, flytja
vöru milli staða eða eiga allt sitt undir langtímabókunum
ferðamanna.
Ef það er svona mikill snjór þarna þarf að framkvæma
stórátak í að breyta aðstæðum. Þótt það kosti mannafla og
pening er það hluti af kerfinu að bregðast við því.
Annað er gjörsamlega ósásættanlegt. Annað deildar-
skiptir íbúm þessa lands í úrvarsdeild, aðra deild og
skussa deild. Hún er opin núna á Grímsstöðum á Fjöllum.
Björn Þorláksson
AÐSEND GREIN LOGI MÁR EINARSSON
Mikilvægi grunnskólans
Í fullkomnum heimi geta öll börn látið
drauma sína rætast. Þar lifa foreldr-
ar það að sjá börnin sín vaxa úr grasi,
þroskast og verða góðir og nýtir þjóðfé-
lagsþegnar. Umburðarlyndi og víðsýni
eru einkunnarorðin og fjölbreytileikinn
er lofsunginn. Í slíkri veröld njóta öll
störf virðingar, hvort sem þau eru unnin
með hug eða hönd. Hvort sem árangur
þeirra mælist jafnharðan í afkomutölum
eða í samfélagslegum ávinningi árum
eða áratugum síðar.
Í þesskonar samfélagi lifum við því
miður ekki, en mjökumst þó sem betur
fer í rétta átt. Einhæft framleiðslusam-
félag, reist á fábreytni hefur vikið fyrir
aukinni fjölbreytni. Jafnrétti kynjanna
nálgast þó hægt sé og almenn mann-
réttindi eru meiri en áður. Samkyn-
hneigðir búa saman fyrir opnum tjöld-
um, geðsjúkir eru fúsari að segja sögu
sína og íbúar gömlu Sólborgar hafa fyrir
löngu flutt úr afskekkti stórri stofnun
og búið sér heimili víðsvegar um bæinn.
Bær sem fyrir nokkrum áratugum var
býsna lokaður, og hafði orð á sér fyrir að
flokka íbúa í heima- og aðkomumenn, er
smátt og smátt að slíta barnsskónum og
breytast í iðandi borgarsamfélag. Eins
konar Bonsai borg, þar sem allt er til alls.
En þrátt fyrir allar þessar framfarir,
dynja þó ennþá, allt frá barnæsku, á
okkur bein og dulin skilaboð þess efnis
að sum störf séu merkilegri en önnur:
Eitt borgar sig ekki að læra, annað er
dæmigert kvennastarf en það þriðja er
vænleg leið til álna.
Enn skortir t.d. gríðarlega mikið á
það að verknám njóti sömu virðingar
og hefðbundið bóknám. Þetta birtist
í mörgu, líka í áherslum grunnskól-
ans. Börn fá ekki næg tækifæri til að
spreyta sig á öðrum sviðum en hinum
hefðbundnu kjarnagreinum. Því fjöl-
breyttara sem námið er aukast líkur
á að allir finni hvar hæfileikar þeirra
liggja og umbunin verður ánægjuleg
skólaganga. Vansæll nemandi fyllist
auðveldlega vanmáttarkennd, verður
óhamingjusamur og argur við skóla-
kerfið. Hann þraukar skólaskylduna og
gjarnan fyrsta bekk í framhaldsskóla,
en gefst þá upp. Aðrir reyna aldrei við
framhaldsnám. Þeir halda þess í stað út
í lífið, oft stefnu- eða markmiðslausir,
án þess að umheimurinn sé tilbúinn að
taka á móti þeim.
Ástæður brottfalls geta að sjálfsögðu
einnig verið aðrar: Bágur fjárhagur,
slæmar heimilsaðstæður, vímuefnanotk-
un, hvers kyns fötlun og áfram mætti
lengi telja. Það er þó ekki aðalatriðið
því að samfélag, sem vill rísa undir nafni,
gengst að sjálfsögðu við sínum hluta
ábyrgðar á velferð þessara ungmenna.
Hér kemur að mikilvægi grunnskól-
ans. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt
fram á það að mögulegt er að spá fyrir
um brottfall einstaklings úr framhalds-
skóla strax við tíu ára aldur, jafnvel fyrr.
Það er með öðrum orðum hægt, með
nokkuri vissu, að koma auga á það hvort
barn er líklegt til þess að falla milli
skips og bryggju skólakerfisins á ung-
lingsárum. Okkur ber því að sjálfsögðu
skylda til að leggja enn harðar að okkur
við að finna þessi börn og mæta þörfum
þeirra og löngunum. Það gerum við m.a.
með því að auka fjölbreytni náms á mið-
og unglingastigi, t.d. í íþróttum, verk- og
listgreinum. Þetta er að sjálfsögðu ekki
bara spurning um að auka lífshamingju
viðkomandi um alla framtíð heldur skil-
ar einnig efnahagslegum ávinningi fyrir
samfélagið.
Vissulega er vilji yfirvalda til þess að
halda úti öflugu grunnskólakerfi skýr.
Um það vitna t.d. grunnskólalög, ný
aðalnámskrá og óteljandi stefnuplögg.
En það er til lítils að demba yfir skól-
ana hátimbruðum markmiðum ef ekki
fylgja fjármunir og önnur úrræði sem
nauðsynleg eru til að hægt sé að fram-
fylgja þeim.
Til þess að bærinn okkar geti haldið
áfram að blómstra og atvinnulíf dafni
þurfum við ekki einungis að keppa um
íbúa við önnur sveitarfélög í landinu,
heldur einnig borgir nágrannaþjóð-
anna. Og við þær keppum við varla í
launum næstu misserin. Okkar helsta
vopn í þeirri baráttu er að halda í og
laða til okkar íbúa sem vilja sameina
þægindi smábæjarlífsins og kosti borg-
arlífsins. Við þurfum því að bjóða upp
á fjölbreytta, öfluga skóla, kraftmikið
íþróttastarf, fjörugt menningarlíf og
ríka afþreyingu. En jafnframt þurfa
bæjaryfirvöld á hverjum tíma að spyrja
sig gagnrýninna spurninga: Er takmörk-
uðum gæðum rétt skipt, er einhverjum
hópi hyglt á kostnað annars og eru ein-
hverjir sem verða útundan?
Og vegna þess að nútímalegur og
kraftmikill bær þarf alls konar fólk, í
alls konar störf, er nauðsynlegt að börn
alist upp við að bera virðingu fyrir þeim
öllum.
Ein besta fjárfesting okkar er því
án efa framsækinn grunnskóli, þar sem
nemendum er innrætt virðing fyrir hvert
öðru. Skóli sem temur þeim víðsýni til
þess að fagna fjölbreytileikanum, þó að
hann sé stundum framandi og jafnvel á
skjön við það sem þau ólust upp við. Með
fjölbreyttu námsframboði hampar slík-
ur skóli styrkleikum nemandans í stað
þess að minna hann sífellt á veikleikana.
Efling grunnskólans er því eitt
brýnasta og jafnframt ábatasamasta
viðfangsefni sveitarfélagsins í náinni
framtíð. a
Í fullkomnum
heimi geta
öll börn látið
drauma
sína
rætast
Logi Már Einarsson