Akureyri


Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 12

Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 12
12 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014 Sigrar unnir í höftum fátæktar „Þetta var magnað, bæði upplifunin að sitja þarna og svo var verkið flutt á dánardægri skáldsins 1. mars en Davíð Stefánsson lést þann dag árið 1964. Svo er náttúrlega skemmtilegt að hafa hús eins og Davíðshús sem vettvang fyrir svona leikrit, það sem gerir þetta svo sérstakt er að allt er eins inni í Davíðshúsi og þegar hann dó, listaverkin, bækurnar hans, húsgögnin. Verkið er ákaflega vel skrifað og óður til listarinnar og listamanna.“ Svo mælir Ragnheiður Skúladótt- ir, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Áhorfendur segja að LA hafi unnið enn einn sigurinn um síðustu helgi þegar nýtt útvarpsleikrit var frum- flutt í Davíðshúsi sem koma mun fyrir eyru landsmanna um páskana á Rás 1. Verkið er eftir Árna Krist- jánsson og nefnist Söngur hrafnanna. Það verður flutt í tvígang næstu tvo laugardaga en sýningin er samstarfs- verkefni Rúv, Minjasafnsins á Akur- eyri og LA. Afar lofsamleg umfjöllun hefur birst í fjölmiðlum og á samskipta- síðum um Söng hrafnanna og hefur verið bent á að verkið sé ort inn í hið ákveðna rými Davíðshúss sem geri upplifunina sérstaka og ólíka hefðbundnu leikhúsi. Aðeins kom- ast 26 gestir fyrir á hverri sýningu þannig að nánd áhorfenda er mikil með öðrum áhorfendum. Þá magnar það enn galdurinn að hljóðverkið er skemmtilega sett fram af Einari Sigurðssyni hljóðmanni og berast raddir úr hinni og þessari áttinni en ekki allt úr sama hátalaranum. „Maður situr í myrkrinu, bara notuð smáljóstýra, þetta er óvenjuleg upp- lifun á svo fjölmargan hátt,“ segir Ragnheiður. Velgengni eins styður við annað Það er ekki bara í Davíðshúsi sem leiklist tengd Leikfélagi Ak- ureyrar blómstrar þessa dagana. Gullna hliðið, afmælissýningin í Samkomuhúsinu, hefur gengið frábærlega frá upphafi og nán- ast uppselt á allar sýningar. „Það er einstaklega skemmtilegt með Gullna hliðið að þetta gamla verk skuli fúnkera svona vel og tali til ólíkra kynslóða, þökk magnaðari uppsetningu og þá ekki síst heiðri Egils Heiðars og Egils Ingibergsson- ar,“ segir Ragnheiður. Þá er einnig mikil aðsókn og einróma jákvæðar umsagnir um Lísu og Lísu í Rým- inu. Velgengni einnar sýningar getur aukið velgengni annarrar sýningar að sögn leikhússtjóra. „Mér líður auðvitað óskaplega vel núna en við erum komin að fjárhagslegum þol- mörkum og verður ekki við unað lengur,“ segir Ragnheiður. Önnur hver króna horfin Í næstu viku verður birt 6 mánaða uppgjör Leikfélags Akureyrar. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins fékk leikhúsið opinber fjárframlög sem námu 100 milljónum árið 2007 þegar best lét. Nú er þessi fjárhæð komin niður í 95 milljónir. Þar dragast af 10 milljónir vegna afborgana á lán- um. Ef miðað er við annars vegar 85 milljónir til starfsins nú 100 millj- ónirnar árið 2007 eru framreiknaðar vísitölutengt lætur nærri að LA fái nú aðeins aðra hverja krónu af því fé sem var í boði fyrir sjö árum. „Okkur vantar sárlega meira fjármagn til að halda uppi þeim gæðum sem þarf í atvinnuleikhúsi” Ragnheiður segir að ástæða þess að hægt hafi verið að halda uppi þeim standard sem raun ber vitni er hversu gjöfult starfsfólk LA og utanaðkomandi listamenn hafi verið á tíma sinn og vinnu á þessum tím- um endurreisnar félagsins. “Þetta er góðvild sem ekki er lengur hægt að ganga á”. Á gulu ljósi Ráðningarsamningur Leikfélags Akureyrar við Ragnheiði sem leik- hússtjóra rennur út um næstu ára- mót. Spurð hvort hún muni áfram hafa metnað og löngun til að sinna starfinu segir hún það allt velta á umhverfinu. Annars vegar á hún við efnahagslegt umhverfi og umbæt- ur þar en einnig skipti máli hvað komi út úr pælingum um stóraukna sameingu Hofs, SN og LA eða a.m.k. stóraukið samstarf. „Ég hef haft mjög gaman af þessu en aðstæður eru þannig að maður er hugsi yfir stöðunni.“ Hefðir þú hug á að sækja um starf forstöðumanneskju yfir þessi þrjú svið, SN, LA og Hof, ef pólitískur vilji mun knýja á um breytingar? Ragnheiður segist sjá ýmsa möguleika sem felist í náinni sam- vinnu eða sameiningu þessara þriggja stofnana. Hún muni bíða eftir hvernig endanlegt skipulag verði hugsað áður en hún taki frek- ari ákvarðanir. a RAGNHEIÐUR SKÚLADÓTTIR. HUGSI vegna fjárframlaga til félagsins. GULLNA HLIÐIÐ HEFUR slegið eftirminnilega í gegn.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.