Akureyri


Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 4

Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 4
4 20. tölublað 4. árgangur 28. maí 2014 Steinsmiðja Akureyrar • Glerárgötu 36 • S: 466 2800 • sala@minnismerki.is • www.minnismerki.is Opnunartímar: Mán. - fim. kl. 13:00-18:00, föst. kl. 13:00-17:00 Frábært úrval af minnismerkjum! Fagmennska • Gæði • Gott verð • 25 ára reynsla Reynt að auka fitu í mjólk Hjá Bústólpa hafa verið þróaðar og settar í sölu tvær nýjar kjarnfóð- urblöndur sem ætlað er að tryggja hámarksefnamagn í mjólk, bæði fitu og prótein, um leið og nyt er hámörkuð. Með þessu fóðri eru sameinaðir kostir hefðbundinna fiskimjölsblandna Bústólpa og sérblandna sem ætlað er að vinna sérstaklega gegn lágu fituinnihaldi í mjólk. Frá því að upp kom sú staða að verulegt magn mjólkur vantaði, og þá sérstaklega fitu, til að sinna þörfum markaðarins hefur verið leitað allra leiða til að ná aukinni nyt og aukinni fitu í mjólk með aukinni kjarnfóðrugjöf. „Frá þeim tíma hafa verið reyndar hjá Bú- stólpa ýmsar sérblöndur sem inni- halda hátt hlutfall sykurrófuhrats... jafnhliða þessu höfum við unnið að þessum nýju fóðurblöndum sem nú eru komnar á markað,“ segir í til- kynningu frá Bústólpa. Við þessar aðstæður er mik- ilvægt að glata ekki þeim góða árangri sem náðst hefur í mjólk- urmagni og próteininnihaldi mjólk- urinnar með gjöf á fiskimjölsríkum fóðurblöndum Bústólpa. Þegar hækka á fituna er því mikilvægt að horfa til allra efnaþáttanna og mjólkurmagnsins í einu, með því móti einu ná bændur að hámarka afurðir sínar og afkomu. „Tilraunir hafa sýnt að fóðrun með kúafóðri Bústólpa sem inni- heldur ríkulegt magn af hágæða fiskimjöli (háprótein kolmunna- mjöl) gefa besta raun. Þannig hafa samanburðartilraunir sýnt að gefa þarf 10-12% meira magn af jurta- próteinblöndum okkar til að ná sama árangri í mjólkurmagni. Þetta skiptir nú enn meira máli þegar auka á kjarnfóðurgjöf til að ná hámarks nyt þar sem augljóslega er hægt að auka gjöf af fiskimjöls- blöndunum meira án þess að það valdi truflun á meltingarstarfsemi kúnna.“ a Fær ríkið Hofs- staði á silfurfati? Jörðin Hofsstaðir í Mývatnssveit kann að verða ríkiseign innan tíðar. Jörðin er mikil hlunnindajörð, ekki síst vegna þess að Laxá í Mývatns- sveit rennur um jörðina. Þá hefur stórmerkur fornleifauppgröftur farið fram á landareigninni. Tveir bræður bjuggu síðast á Hofsstöðum. Þeir eru báðir látnir, sá seinni lést fyrir nokkrum vikum. Bræðurnir voru báðir barnlausir og með fráfalli þeirra horfir í að ríkið fái jörðina frítt. Enginn lögerfingi hefur fundist að jörðinni og ekki var gerð erfðaskrá. Sveitarfélagið Skútustaðahreppur hefur ásælst jörðina auk þess sem nágranna- bændur hafa nýtt hluta Hofsstaða- landsins undir beit. Þeim þykir sárt að missa afnot af landinu. Fulltrúi sýslumanns á Húsavík segir of snemmt að spá fyrir um lyktir málsins. Hann telur þó lík- legt að ríkið fái jörðina. Ef enginn gefi sig fram sem lögerfingi verði krafist opinberra skipta. Sam- kvæmt erfðalögum fái ríkið jarðir ef enginn njóti erfðaréttar. Erfða- lögin séu frá 1962 og hafi meira gildi en ella komi til álitamála, þar sem ekki hafi verið hróflað við þeim svo lengi. Leigutekjur af Laxá í Mývatns- sveit eru sagðar nema mörgum milljónum árlega auk annarra hlunninda. a Konur í Eyjafirði tvöfalt menntaðri en karlar Kreppunni er lokið í Eyjafirði. Þetta segir Jón Þorvaldur Heiðarsson hagfræðingur og kennari við HA en hann flutti fyrirlestur í síðustu viku þar sem kynnt var ný skýrsla að frumkvæði AFE. „Kreppunni er lokið í Eyjafirði og nú virðast hafa skapast skilyrði til að sækja fram, sérstaklega hjá fyr- irtækjum. „Við spiluðum varnar- leik eftir hrunið, en nú er kominn tími á sóknarleik.“ Hagfræðingurinn skoðaði gögn frá skattinum og Hagstofunni og fann út að ekki væri lengur hægt að halda fram að Eyjafjörður væri láglaunasvæði heldur væru með- altekjur á pari við landið. Tekju- skattstofn hefði vaxið örugg- lega frá hruni en heildartekjur á einstakling væru 220.000-300.000 kr. að jafnaði á hvern einstakling á Eyjafjarðarsvæðinu, börn meðtalin. Hæstur tekjurnar eru í Dalvík og Fjallabyggð. Tekjur í eyfirskri sveit eru almennt lægri en á Akureyri. Ein stærsta fréttin er að sögn Jóns Þorvaldar að eigið fé fyrirtækja í Eyjafirði óx úr 90 milljörðum í 2008 í 135 milljónir árið 2012! „Þetta er eiginlega alveg lygilegt. Og við erum ekki bara að tala um sjávarútveg heldur eru öll fyrirtæki á uppleið.“ Fleiri áhugaverðar niðurstöður voru kynntar. Mun færri háskóla- menntaðir eru að meðaltali búsett- ir í Eyjafirði en á landinu í heild. Þegar greint er eftir kyni kem- ur á daginn að háskólamenntun eyfirskra kvenna er að nálgast landsmeðaltal, en karlar eru langt fyrir neðan landsmeðaltal. „Það sem vekur mig mest til umhugs- unar er þetta hutfall, fyrir hverjar tvær háskólamenntaðar konur er bara einn karl. Hver er skýringin?“ Spurði hagfræðingurinn. Í umræðum um þetta kom fram að nærtækt væri að álykta að 80% nemenda við HA væru kon- ur. Þar væri kenndar hefðbundn- ar „kvennagreinar“ s.s. hjúkrun og kennaranám. „Ef við ætlum að breyta þessu er fyrsta skrefið að bjóða upp á nám sem karlar sækja í, tölvunarfræðinám, verkfræði eða tæknifræði,“ sagði fundar- gestur. Fram kom að ef svo færi sem horfði yrðu allir karlar í Eyjafirði senn undir stjórn háskólamennt- aðra kvenna. Ef marka má hlekki kynjakerfisins og undirskipun kvenna verður þó að álykta að önnur framtíðarsýn sé mögu- leg. Að menntaðar konur þurfi að lúta stjórn ómenntaðra eyfirskra karla. Sú útkoma væri í takt við niðurstöður ýmissa alþjóðlegra rannsókna. Konur mennta sig meir. Karlar hafa völdin. -BÞ KONUR ERU 80% af nemendum Háskólans á Akureyri, það kann að mjög hallar nú á hlutfall menntaðra karla í Eyjafirði. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.