Akureyri


Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 19

Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 19
28. maí 2014 20. tölublað 4. árgangur 19 Verkamenn á framkvæmdasviði Norðurorka hf. óskar eftir að ráða tvo verkamenn á framkvæmdasvið félagsins. Verkamenn starfa undir stjórn okkstjóra á verkstað að nýlögnum og viðhaldi í veitum félagsins en vinna auk þess að öðrum tilfallandi verkefnum. Starfssvæðið er víðfemt en Norðurorka hf. rekur rafveitu og fráveitu á Akureyri, hitaveitu og vatnsveitu á Akureyri, Hrísey, Eyjafjarðarsveit og á Svalbarðsströnd. Þá rekur Norðurorka hf. hitaveitu á Ólafsrði, Hörgársveit, Grenivík og í Fnjóskadal. Starð heyrir undir yrverkstjóra á framkvæmdasviði. Norðurorka hf. rekur vottað gæðaker (ISO 9001) en hluti þess er gæðastjórnun í vatnsveitu GÁMES – (greining áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða). Starfs og ábyrgðarsvið • Störf við nýlagnir og viðhald veitukerfa • Ýmiss tilfallandi verkefni • Samskipti við viðskiptavini á verkstað Menntunar- og hæfniskröfur • Reynsla af jarðlagnatækni er kostur • Reynsla af vinnu við veitukerfi er kostur • Ökupróf er skilyrði – vinnuvélapróf er kostur • Færni í mannlegum samskiptum. • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Meginhlutverk Norðurorku hf. er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreingu á heitu vatni og neysluvatni, rekstri dreikers raforku og rekstri fráveitu. VIRÐING – FAGMENNSKA – TRAUST Umsjón með ráðningunni hefur Baldur Dýrfjörð (baldur@no.is) Upplýsingar um starfið veitir Vigfús Ingi Hauksson yfirverkstjóri í síma 460-1358 eða netfangið ingi@no.is. Umsóknarfrestur er til og með 8. júní. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starð á netfangið baldur@no.is. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og afrit af prófskírteinum. RANGÁRVÖLLUM | 603 AKUREYRI | SÍMI 460 1300 | no@no.is | www.no.is Forkastanleg græðgi Aðalfundur Framsýnar, stéttarfé- lags Þingeyinga, fordæmir harð- lega ákvörðun Vísis hf. um að loka starfstöð fyrirtækisins á Húsavík 1. maí 2014. Við það misstu um 60 starfsmenn vinnuna. „Loforð og ráðagerðir Vísis hf. þegar fyrir- tækið eignaðist Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. um að efla starfsem- ina á Húsavík til muna eru greini- lega orðin tóm,“ segir í ályktun Framsýnar. „Þá er forkastanlegt að fyrir- tækið ætli sér að komast hjá því að greiða starfsmönnum kjarasamn- ingsbundinn uppsagnarfrest með því að beina þeim á atvinnuleys- isbætur og ætla þar með ríkissjóði að standa við skuldbindingar fyrir- tækisins. Í ljósi þessa hefur Fram- sýn falið lögfræðingum félagsins að stefna fyrirtækinu Vísi hf. fyrir félagsdóm.“ „Vegna þessarar tilraunar til misnotkunar á rétti fyrirtækja til að senda fólk heim í hráefnisskorti telur Framsýn einboðið að Alþingi breyti lögum um rétt fiskvinnslu- fyrirtækja til að fá endurgreiðslur frá Atvinnutryggingasjóði í hráefn- isskorti vegna hráefnislausra daga. Það verður aldrei sátt um að fyrir- tæki í fiskvinnslu reyni að leika á kerfið með þessum hætti.“ a AÐSEND GREIN GUÐMUNDUR BRAGASON Vertu sú breyting sem þú vilt sjá í heiminum Síðastliðinn föstudagur var einhver sá allra besti sem ég hef upplifað á ævinni en þá var Dimissio hjá okk- ur í 4. bekk í Menntaskólanum á Akureyri. Þessi dagur var yndisleg- ur með öllu, þrautabraut, búningar, traktoraferðir, hókí pókí á Ráðhús- torginu og kaffiboð með starfsfólki skólans um kvöldið í Kvosinni. Að ég tala nú ekki um partýið sem á eftir fylgdi. Það sem stendur þó upp úr var ræðan hennar Kristínar Sig- fúsdóttur líffræðikennara. Hún flutti minni nemenda í kaffiboðinu og stóð sig fullkomlega. Salurinn varð orðlaus og klukkan hætti að ganga um stund. Eftir að hafa sagt stuttlega frá þeim bekkj- um sem munu brautskrást 17. júní minnti hún okkur á það að núna er okkar tími að renna upp. Við erum orðnir virkilegir áhrifavald- ar á samfélagið sem við lifum í. Við þurfum að gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru, eða með hennar orðum: „Vertu sú breyting sem þú vilt sjá í heiminum.“ Jafnréttisbarátta og náttúru- vernd er eitthvað sem við þurfum að passa upp á sem komandi kyn- slóð. Hún hrósaði þeim sem komu að stofnun feministafélagsins í MA og hversu merkur áfangi það er fyr- ir skólann. Feministahjartað í mér þandist út af stolti við að hlusta á Kristínu upphefja þessi málefni. Ég hef aldrei verið jafn stoltur af því að kalla mig feminista eins og akkúrat núna. Kristín mun alltaf verða einn þeirra kennara sem ég dauðsé eftir að hafa aldrei fengið að hafa. Þessi kjarnakona veitir mér svo mikla hvatningu sem er merkilegt í ljósi þess að hún hefur aldrei kennt mér og ég hef heldur ekki átt persónu- legar samræður við hana. Eins og margir vita er Kristín að hætta kennslu við Menntaskólann á Ak- ureyri eftir farsælan feril og óska ég henni velfarnaðar í komandi verkefnum. Kristín, ég mun reyna mitt besta við að vera sú breyting sem ég vil sjá í heiminum. Guðmundur Bragason GESTIR Í KETILHÚSINU spegla sig í ævistarfi Gísla B. Björnssonar hönnuðar. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.