Akureyri


Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 2

Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 2
2 20. tölublað 4. árgangur 28. maí 2014 ÓTRAUÐUR ÁFRAM MEÐ OLÍU FRÁ COMMA 5 LÍ TR A R 20 L ÍT RA R 20 5 LÍ TR A R TransFlow SD 15W-40 TransFlow SD 15W-40 TransFlow ML 10W-30 TransFlow ML 10W-30 3.490 kr. 11.900 kr. 3.490 kr. 12.900 kr. TransFlow SD 15W-40 109.900 kr. með vsk. 25% afsláttur* Gæði, reynsla og gott verð! REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9 KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is Sími: 535 9000 *TILBOÐ GILDIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST EX PO - w w w .e xp o. is Þrír oddvitar nefna Eirík Björn Þrír af oddvitum framboðanna sjö sem bjóða fram fyrir kosn- ingarnar næsta laugardag telja að Eiríkur Björn Björgvinsson eigi áfram að verða bæjarstjóri næsta kjörtímabil. Enginn oddvitanna talar nú fyrir pólitískum bæj- arstjóra sem er mik- il breyting frá fyrri tíma. Þrír pólitískir bæjarstjórar sátu á Akureyri á einu kjör- tímabili 2006-2010 „Eins og fram hefur komið leggur Sjálf- stæðisflokkurinn ekki áherslu á að ráðinn sé pólitískur bæjarstjóri. Komi flokk- urinn að meirihlutasamstarfi eft- ir kosningar mun hann leggja til að auglýst verði eftir bæjarstjóra,“ segir Gunnar Gíslason fyrir hönd sjálfstæðismanna á Akureyri. „Staða bæjarstjóra er ekki kosn- ingamál og lýðræðislega heppileg- ast að bæjarstjóri sé ópólitískur og að staða hans/hennar sé auglýst að loknum kosningum,“ segir Hlín Bolladóttir, odd- viti Dögunar. „ S a m f y l k i n g i n teflir ekki fram sérs- töku bæjarstjóraefni. Komumst við til áhrifa leggjum við auðvitað áherslu á að til starfsins veljist hæfur einstaklingur. Við höfum átt ágætt samstarf við Eirík bæjarstjóra og gætum vel hugsað okkur að vinna með honum, enda fari okkar megin sjónarmið saman,“ segir Logi Már Einarsson, oddviti Samfylkingar. „Einstaklingurinn sem hefur mestu getuna og mestu ástríðuna fyrir því að gera Akureyri gott á að verða næsti bæjarstjóri,“ segir Mar- grét Kristín Helgadóttir, oddviti BF. „Sá eða sú hæfasta sem sækir um starfið á að verða bæjarstjóri á Akureyri næsta kjörtímabil,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG. „Við framsóknarfólk höfum lýst því yfir að við viljum framlengja ráðningu núverandi bæjarstjóra,“ segir Guðmundur Baldvin Guð- mundsson, oddviti framsóknar- manna. „Eiríkur Björn Björgvinsson á að vera bæjarstjóri næsta kjörtímabil,“ segir Matthías Rögnvaldsson, odd- viti L-listans. a Hrunið fótfesta í heimsmynd Ákveðinn hluti fólks hefur gert hrunið að slíkri fótfestu í póli- tískri heimsmynd sinni, að minnstu viðbrögð kalla fram sorg eða reiði. Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur í erindi sem hann kallaði „Saga sögu hrunsins 2008- 2014“ á þjóðfélagsráðstefnu á Hól- um í Hjaltadal í síðustu viku. Guðni sagði sögu hrunsins flókna þótt hún væri stutt. Hann telur hægt að líta á hrunið sem sögu áfalla á borð við náttúruhamfarir þótt enginn hafi með beinum hætti látist í hruninu. Eignatjón hafi ver- ið öðruvísi en þegar snjóflóð felll- ur og leggur þorp í rúst. Þó mætti skipta hruninu í fimm þætti ekki ósvipað náttúruhamförum. Fyrstu viðbrögð hefðu falist í björgunar- aðgerðum síðan hafi borið á doða og afneitun. Reiðin hafi sko dunið yfir, auk depurðar. Endanlegt skref væri sátt. Um þessi stig sagði Guðni að neyðarlögin á Íslandi hefðu verið rústabjörgun. Næst hefði skapast doði og afneitun, „fólk áttaði sig ekki á hvað hafði gerst“. Stjórn- málamenn og embættismenn héldu að þeir gætu setið áfram og fúnkerað eins og ekkert hefði í skorist. Fólk verið lamað. Síðar urðu mótmælafundir. Svo kom reiðin þar sem spurt var: Af hverju gerðist þetta? Af hverju vantaði viðvörun? Reiðin náði hámarki í janúar árið 2009 í Búsáhalda- byltingunni. Fyrir reiðina var búið að stofna embætti Sérstaks sak- sóknara og rannsóknarnefnd Al- þingis en stóru tímamótin í átt til sáttar voru að sögn Guðna Rann- sóknarskýrsla Alþingis. „Ég held að Rannsóknarskýrslan sé gott dæmi un viðleitni til sátta eftir áfall og hún tókst vel. Fræðilegur og samfélagslegur trúverðugleiki skapaðist, skýrslan hefur á sér trúverðugt yfirbragð. Með skýrsl- unni skapast viss sátt, fólk trúði að reynt væri að skilja hvað gerð- ist. Skýrslan var gott spor í rétta átt.“ SUMT GEKK EKKI UPP Aðrar tilraunir heppnuðust ekki eins vel að mati Guðna. Þjóðfund- ir og endurskoðun stjórnarskrár voru þættir sem fóru út af sporinu, skiluðu ekki því sem ætlast var til. Landsdómsmálið var jafnvel enn skýrara dæmi. „Að mínu mati réð pólitíkin miklu meiru þar en góðu hófi gegndi og varð nánast eins og sumir stjórnmálamenn tækju sér í munn hugtök útrásarvíkinganna fyrir hrun: Ég á þetta ég má þetta! EKKI EINUM MANNI AÐ KENNA Sjálfur segist sagnfræðingurinn Guðni hlynntur orsakakenning- um um að samverkandi þættir hafi leitt til hruns. Einfaldar einstak- lingskenningar sem aðeins kenni einum eða tveimur mönnum um allt saman, Jóni Ásgeiri eða Davíð Oddssyni séu að hans mati ekki trú- verðugar. Hann sagðist gefinn fyrir „Bad, Bad, Bad kenninguna og vitn- aði þar í finnskan sérfræðing í fjár- málakrísum sem sagði í mars árið 2009 um íslenska bankahrunið: „Bad banking, bad policies and bad luck.“ GAGNABANKI STOFNAÐUR Í lok erindis síns gat Guðni hug- myndar um að stofna rafrænan gagnabanka sem yrði grunnur sem gerði upp hrunið. Hugmyndin væri í samstarfi við íslenskan prófess- or í bókmenntum og Háskólann í Leeds. Gagnagrunnurinn næði yfir fræðirit, skáldverk, kvikmyndir, tónlist og fleira sem tengdist útrás og hruni. Þarna gæti orðið til ný lýsandi rafræn heimildaskrá sem nemendur á ýmsum skólastigum gætu tekið þátt í að vinna. -BÞ SAk vinnur að alþjóðlegri viðurkenningu Sjúkrahúsið á Akureyri vinnur að því að öðlast alþjóðlegan gæða- stimpil, fyrst íslenskra heilbrigð- isstofnana. Þetta kom fram á árs- fundi spítalans í síðustu viku. Nýtt stjórnskipulag tók gildi 1. janúar 2013. Starfseiningum og stjórn- unarstörfum var fækkað og ábyrgð á samkostnaðarliðum deilda gerð skýrari. Heildarútgjöld voru 5.586 milljónir króna og hækkuðu um 9% á milli ára. Fjárveitingar rík- issjóðs til rekstrar á árinu námu 4.836 milljónum og sértekjur 669 milljónum króna. Tekjuhalli ársins varð 81 milljón króna, eða 1,7% miðað við fjárveitingu. Í árslok var höfuðstóll neikvæður um 57,2 milljónir króna. Til meiri háttar viðhalds var varið 43 milljónum króna og til kaupa á stærri tækjum og bún- aði 152,4 milljónum. Gjafasjóði sjúkrahússins bárust framlög að upphæð 19,7 milljónir króna, auk þess sem sjóðurinn hafði til ráðstöf- unar framlög frá fyrri árum. Fyrir tilstilli sjóðsins voru keypt tæki og búnaður að andvirði 104 milljónir króna á árinu. Þá voru Hollvina- samtök sjúkrahússins stofnuð í lok árs og hófu starfsemi sína með því að safna fé til kaupa á rafdrifnum sjúkrarúmum. FLEIRI NEYÐARTILVIK Almennum rannsóknum fjölgaði um 6% á árinu 2013, myndgrein- ingum um 5% og gerðar voru 215 gerviliðaaðgerðir, 15 fleiri en árið á undan. Aukning varð í göngu- deildarstarfsemi, komum á slysa- og bráðamóttöku fjölgaði um 8% og sjúkraflug voru 3% fleiri en árið áður. Fæðingum fækkaði hins vegar um 15%, skurðaðgerðum um 1%, sjúklingum á legudeildum um 0,7% og komum á dagdeildir um 11,4%. Meðallegutími var óbreyttur, 4,8 dagar. Á árinu störfuðu 773 einstak- lingar á stofnuninni og fækkaði þeim um 35 á milli ára. Karlar voru 128 (17%) en konur 645 (83%). Setnar stöður voru 439 að meðal- tali og fjölgaði um eina frá fyrra ári. Frá árinu 2008 hefur ársstörf- um fækkað um 48 að meðaltali. Heildarfjárhæð greiddra launa nam 3.220 milljónum króna og árslaun á hverja stöðu voru því að meðaltali 7,3 milljónir króna. “Þegar litið er um öxl má segja að það gangi kraftaverki næst hve lítið hefur þurft að skerða þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri á liðnum árum, þrátt fyrir að fjárframlög hafi lækkað um 860 milljónir að raun- virði frá árinu 2008,” sagði Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, í ávarpi sínu á ársfund- inum. HÆG NÝLIÐUN SÉRFRÆÐILÆKNA Bjarni sagði bjart framundan og í mörg horn að líta. Brýnt væri að leysa húsnæðisvanda geðdeild- ar, hefja sem fyrst þróunar- og skipulagsvinnu vegna byggingar nýrrar legudeildarálmu og einnig þyrfti að koma á fót nýrri starf- semi, bæði sjúkrahóteli og líknar- deild. Þá þyrfti að fjölga stöðum unglækna til að bæta starfsum- hverfi lækninga og auka öryggi sjúklinga. “Sá þáttur sem veldur okkur hvað mestum áhyggjum er hve ný- liðun sérfræðilækna er hæg. Um helmingur sérfræðilækna hér er 55 ára og eldri. Hér þarf að marka stefnu fyrir landið allt og setja fram áætlun um mönnun sérfræði- lækna á sjúkrahúsum og heilbrigð- isstofnunum til lengri og skemmri tíma. Við viljum hafa frumkvæði að mótun slíkrar áætlunar í samvinnu við stjórnvöld og aðra hagsmuna- aðila,” sagði Bjarni ennfremur. ÁTAK Í GANGI Undirbúningur að gæðavott- un sjúkrahússins hófst af fullum krafti síðla árs 2013 þegar undir- ritaður var samningur við norska vottunarfyrirtækið DNV. “Á næstu misserum verður unnið ötullega að því að sjúkrahúsið fái alþjóðlegan gæðastimpil, fyrst íslenskra heil- brigðisstofnana. Að gera hlutina vel snýst ekki einungis um góða og rétta læknisfræði, heldur að tryggja öruggt verklag, góð sam- skipti, ánægju sjúklinga, ráðdeild, framsækni og ánægju starfsmanna. Vottunarferlið mun nýtast okkur öllum sem staksteinar og leiðsögn á þeirri vegferð,” sagði Bjarni Jón- asson í ávarpi sínu. a Finnbogi Marínósson EIRÍKUR BJÖRN. Völundur GUÐNI TH JÓHANNESSON flutti erindi á Hólum í Hjaltadal í síðustu viku.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.