Akureyri


Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 14

Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 14
14 20. tölublað 4. árgangur 28. maí 2014 facebook.com/framsoknakureyri Finndu okkur á Facebook: Opið: 26.-30. maí 31. maí 10:00 - 21:00 9:00 - 22:00 Símanúmer kosningaskrifstofu: 860-4449 Halldóra Kristín Hauksdóttir 5. sæti Elvar Smári Sævarsson 4. sæti Siguróli Magni Sigurðsson 3. sæti Ingibjörg Isaksen 2. sæti Guðmundur Baldvin Guðmundsson 1. sæti Gerum góðan bæ betri Frambjóðendur grilla við Glerártorg föstudaginn 30. maí kl. 15:00 Kosningakaffi í Íþróttahöllinni (gengið inn að sunnan) á kjördag, laugardaginn 31. maí kl. 14:00 - 17:00 Allir velkomnir Ef óskað er eftir akstri á kjörstað hringið í síma 860-4449 Kaffi á könnunni Brunch fimmtudaginn 29. maí kl. 11:00 - 13:00 í Krónunni, 2. hæð, Hafnarstræti 97 AÐSEND GREIN NJÁLL TRAUSTI FRIÐBERTSSON Enn af Reykjavíkurflugvelli, því hjartans máli Að gefnu tilefni eftir að hafa lesið grein í Akureyri vikublaði í síðustu viku eftir sam- starfsmann minn Sigurjón Jónasson og mót- frambjóðanda hjá Bjartri framtíð vil ég taka fram hvernig málefnum Reykjavíkurflug- vallar var háttað fyrir einu ári síðan. Á þeim tíma samþykkti meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur að auglýsa nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík þar sem ekki yrði gert ráð fyrir nema einni flugbraut á Reykjavíkur- flugvelli í Vatnsmýrinni frá og með árinu 2016 og að hann væri farinn árið 2024. Það hefði þýtt að öllum flugrekstri yrði sjálfhætt eftir tvö ár þar sem nothæfisstuðull flug- vallarins yrði einungis um 82% sem þýddi að flugvöllurinn væri lokaður að meðaltali fimmta hvern dag. Nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík var auglýst fyrir athugasemdir 9. ágúst í fyrra og var frestur veittur til 20. september. Fjölmargar athugasemdir bár- ust við aðalskipulagstillöguna. Þar á meðal voru undirskriftir tæplega 70.000 kosninga- bærra Íslendinga og þar af yfir 9.300 undir- skriftir Akureyringa. Eflaust muna margir hvernig og með hvaða hætti Jón Gnarr borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson for- maður borgarráðs tóku á móti fjölmennustu undirskriftasöfnun á Íslandi til þessa sem beinist að íslenskum stjórnvöldum. Þeim fannst lítið til koma. Í framhaldinu var gerð sú breyting á aðalskipulaginu að gert er ráð fyrir tveimur flugbrautum í Reykjavík og norður-suðurbrautin fær að vera til ársins 2022 í stað 2016. RÖGNUNEFNDIN Mánuði eftir að undirskriftir voru af- hentar eða í lok október var stofnað til „Rögnunefndarinnar“ svokölluðu í samkomu- lagi við Innanríkisráðuneytið, Reykjavíkur- borg, og Icelandair group. Í nefndinni sitja fjórir aðilar í stýrihópi og bakvið þann hóp var skipaður töluvert fjölmennari samráðshópur þar sem undirritaður situr fyrir hönd Hjart- ans í Vatnsmýrinni. Það var almennur skiln- ingur þeirra sem tóku sæti í þessari nefnd að ekkert yrði það aðhafst í Vatnsmýrinni sem gæti skemmt fyrir framtíðarmöguleikum flugvallar í núverandi eða breyttri mynd á meðan hún væri að störfum Nefndin myndi skoða hvaða möguleikar væru fyrir nýjan flugvöll í Reykjavík og væri núverandi stað- setning einn af þeim möguleikum sem yrðu skoðaðir. Með opnum huga fór vinnan af stað. Það kom því mjög á óvart þegar nýtt deiliskipulag fyrir Vatnsmýrina var sam- þykkt og auglýst fyrir síðustu jól. Á einungis sex dögum um mánaðarmótin mars/apríl var nýja deiliskipulagið samþykkt í umhverfis – og skipulagsráði, borgarráði og borgarstjórn af meirihluta Samfylkingar og Bjartrar fram- tíðar með liðsinni Vinstri grænna. Á þessari stundu er nýja deiliskipulagið til skoðun- ar hjá Skipulagsstofnun. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að mikillar óánægju gætir hjá mörgum í „Rögnunefndinni“ og samráðs- hópnum. Nýja deiliskipulagið þrengir mjög að ýmsum möguleikum sem skoðaðir hafa verið í sambandi við framtíðarskipulag flug- vallarins í Vatnsmýrinni. Í þessu samhengi er rétt að geta þess að á síðustu áratugum hafa fjölmargar „staðarvalsnefndir“ fyrir nýjan flugvöll í Reykjavík skilað af sér sömu niður- stöðu eða þeirri að heppilegast er að völlur- inn verði áfram á núverandi stað. REYKJAVÍK OG LANDSBYGGÐIRNAR Ég tek heilshugar undir það sem starfs- bróðir minn leggur til í grein sinni að gefa ætti „Rögnunefndinni“ vinnufrið. Það var einmitt það sem við nefndarmenn héldum að stæði til. Að Ragna Árnadóttir og henn- ar nefnd fengi frið til að sinna mikilvægum störfum sínum. Það varð því miður ekki niðurstaðan. Mikilvægt er að hafa í huga að ef Reykjavík á að verða sú sterka borg sem oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri Logi Már Einarsson talaði um á bæjarstjórnar- fundi síðastliðið haust þarf einnig öflugar landsbyggðir. Styrking höfuðborgarinnar má aldrei vera á kostnað landsbyggðanna. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er og verður lífæðin. Höfundur er flugumferðarstjóri og vara- bæjarfulltrúi og situr í 3. sæti á lista Sjálf- stæðismanna á Akureyri. AÐSENT Njáll Trausti Friðbertsson Óperublót á Akureyri Óperublót Tónlistarskólans á Akureyri verð- ur haldið miðvikudaginn 28. maí kl. 20:00 í Hofi. Leikstjóri og höfundur sýningarinnar er Ívar Helgason og um tónlistarstjórn sér Daníel Þorsteinsson. Sýningin ber heitið ÓPIÐ - endurhæfing fyrir sjúklega söngvara. Sagan gerist á stofnun sem reynir að meðhöndla ógurlegan og bráðsmitandi far- aldur sem geysað hefur um heiminn. Það einkennist af því að fólk fer að hlusta í of miklu magni á ýmiskonar tónlist og eru erf- iðustu og algengustu sjúkdómseinkennin hjá þeim sem hafa dálæti á klassískri söng- tónlist. Til að koma í veg fyrir að smitast er eina leiðin að forðast þá sem eiga það til að bresta í söng óundirbúið. Forðast að vera námunda við tónleikastaði og menningarvið- burði almennt. Eigum við að tala um óperur? – HLAUPIÐ OG HALDIÐ FYRIR EYRUN !! Þátttakendur í þessari sýningu eru söng- nemendur við TA sem fá þarna að spreyta sig á mörgum af fallegustu aríum, dúettum og kórum tónbókmenntanna, sem fléttast inn í þessa skemmtilegu atburðarrás. a

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.