Akureyri


Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 18

Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 18
18 20. tölublað 4. árgangur 28. maí 2014 AÐSEND GREIN BENEDIKT SIGURÐARSON Sitjandi bæjarstjórn missti af tækifærum... . . . .til að koma byggingarmarkaði á skrið og auðvelda ungu fólki að setjast að á Akureyri. Frá Hruni hefur byggingamarkaðurinn verið í mikilli lægð. Þrátt fyrir að fast- eignaverð lækkaði mikið og hafi varla náð nema 2004 verðlagi þá strögglar fjöldi manns með sinn húsnæðisrekstur. Leiguverð rýkur upp og verð- tryggð stökkbreyting er vandlega varin í of-skuldsettu eignarhús- næði. Laun hafa lækkað að verð- gildi og margir hafa misst vel- launuð störf og þrátt fyrir að hafa vinnu þá er afkoman miklu lakari en var fyrir 2008. Gerbreyttar reglur um greiðslumat lántakenda fækka þeim mjög sem geta keypt hæfilegt húsnæði fyrir sig og fjöl- skylduna. Kaupendum fækkar svo enn þar sem takmörk eru sett á 40 ára verðtryggðu lánin og bann við skuldsetningu á stórfjölskyldunni með lánsveðum. Húsnæðissamvinnufélögin berj- ast með stökkbreytt lán og óhag- stæða vexti rétt eins og einstak- lingar og leigufélög í einkaeign hafa farið á hliðina og eru van- fjármögnuð. Íbúðalánasjóður pínir þessa aðilar með okurkjörum - en setur á sama tíma yfirtökueignir út á markaðinn með algerlega óásætt- anlegum markaðsraskandi áhrifum - og öllum til tjóns. Sannarlega er þetta ekki bæj- arstjórninni að kenna. Og sannar- lega er þetta ekkert sem gerðist svona bara á einum degi – og þetta er ekki heldur einangrað við Akur- eyri. Ástandið er keimlíkt víðast annars staðar á landinu. Við þessu þarf að bregðast og það var hægt að bregðast við þessu að einhverju leyti frá byrjun kjör- tímabilsins. Sitjandi bæjarstjórn hefur sýnt algert áhugaleysi og reyndar merkilegt döngunarleysi í húsnæðismálum og skipulagsmál- um almennt. Nýbirt skipulag fyrir Hagahverfi er til vitnis um það að bæjarfulltrúarnir sem samþykktu það virðast alls ekki gera sér grein fyrir því að það eru ekki lengur 2006-2007 aðstæður á byggingar- markaði. Kaupendamarkaðurinn er hruninn – og það virkar því sem ábyrgðarleysi af hálfu yfirvalda að reikna með því að spákaupmenn og græðgisfjárfestar muni á næstunni skaffa venjulegu fólki – sem ekki fætt til arfs og auðs – það húsnæði sem mætir hófsömum kröfum. Það er ekki nokkurt vit að ætla næst- um helming byggingarlands und- ir einbýlishús og raðhús. Það er heldur ekki réttlætanlegt að gera ráð fyrir að umtalsverð eftirspurn verði næstu 5 ár eftir lúxus-fjölbýli - í hærri húsum með hituðum bíla- kjallara. Það er einnig undarleg ráðstöfun að dissa óskir og tillögur um að samvinnufélögum og leigu- félögum sem ekki eru rekin í hagn- aðarskyni verði merktir byggingar- reitir til ráðstöfunar yfir lengra tímabil (5-8 ár). Miðbæjarskipulagið er kannski búið að éta athygli og áhuga alltof- margra bæjarfulltrúa í alltoflangan tíma - og nú er jafnvel þannig komið að það er bókstaflega hvorki orðinn „fugl né fiskur“ og það eina sem eftir er til að deila um er hvort Glerárgatan/Drottningarbraut á að vera tvíbreið eða einbreið - frá Strandgötu, eða bara frá Kaup- vangsstræti. L-listinn missti af tækifærinu til að gera eitthvað raunhæft í hús- næðismálum með bæjarstjóra sín- um og ekki bögguðu Guðmundur Baldvin og Logi Már meirihlutann með tillöguflutningi sem miðaði að úrbótum í fyrir almenning. Lengi vel virtist vera um að ræða inngróna andstöðu Sjálfstæðisflokksins við samvinnufélög og hagkvæm rekstr- arform án hagnaðarkröfu. Það er því ekki endilega líklegt að þess- ir aðilar vakni upp á næsta kjör- tímabili - og ekki að sjá að þeir hafi neina raunsæja stefnu í málaflokkn- um ef marka má stefnuskrárnar. Dögun vill umbreyta hús- næðismarkaðnum í markvissum skrefum frá því að vera aðallega séreignarmarkaður með ótraust- um leigumarkaði – og háskalegum sveiflum – yfir í það sem er nær því sem best geris á Norðurlöndum og í N-Evrópu. Í Suður Svíþjóð og í víða í Dan- mörku er á bilinu 40-60% af hús- næði í eigu húsnæðissamvinnu- félaga og leigufélaga sem rekin eru án hagnaðarkröfu. Auk þess er víða hefð fyrir langtímarekstri leiguíbúða – með mjög hóflegri kröfu um ávöxtun og undir ströngu eftirliti um verðlagningu (Þýska- landi-Austurríki). Ríki og sveitar- félög í V-Evrópu leggja gjarna veru- lega að mörkum til að stofna og efla not-for-profit rekin húsnæðisfélög. Evrópusambandi og Alþjóðavinnu- málasambandið (ILO) hvetja til að valkostir húsnæðissamvinnufélaga standi öllum til boða og hafa gert það að sérstöku áhersluverkefni frá 2012. Dögun vill að Akureyrarbær leggi að mörkum til að stofna og efla leigufélög til langtímarekstr- ar - sem framleiði og reki hag- kvæmar íbúðir af breytilegum stærðum og gerðum. Akureyrar- bær skapi heimildir í skipulagi til að auðveldara verði að lækka framleiðslukostnað íbúða fyrir almenning og þá um leið skapa forsendur fyrir lægri vaxtakröfu á lánsfé. Slíkt má gera með beinum stofnstyrkjum og með því að sækja og nýta sveigjanleika í byggingarreglum – og ekki síst með því að heimila slíkum félög- um að greiða lóða og gatnagerðar- gjöld á löngum tíma (25 árum) þannig að ekki þurfi að fjármagna þann hluta kostnaðar með dýrasta lánsfé. Mikilvægt er einnig að Akureyrabær leggi að mörkum með skipulagsákvörðunum sem merkja heila og stærri byggingar- reiti til ráðstöfunar fyrir húsnæð- isfélög án hagnaðarkröfu – og veiti talsvert svigrúm um fram- kvæmdatíma upp á 5-8 ár. Til slíks þarf kjark og sam- starfsvilja – bæði gagnvart rekstr- araðilum sem eru í þjónustu við almenning - og ekki síður sam- starfsvilja með hönnuðum og byggingarfyrirtækjum. Til þess þarf langtímaskuldbindingu – þannig að unnt verði að ná hag- ræði í framkvæmdum með rað- smíði og magnkaupum. Raunsætt markmið ætti að vera að lækka byggingarkostnað um 12-18% - og hvern munar ekki um það? Ungt fólk á öllum aldri þarf því að kjósa T-lista Dögunar þannig að þessi sjónarmið samvinnu og samstarfs geti stórfjölgað þeim sem í fram- tíðinni geta notið sjálfstæðis og ör- yggis í eigin húsnæði – í félagi við nágranna sína. Höfundur skipar 7.sæti á T lista Dögunar LOKSINS FÁANLEGT AFTUR Á ÍSLANDI VÍTAMÍN OG ORKA Í STAÐ TÓBAKS OG NIKÓTÍNS AÐSENT Benedikt Sigurðarson Staða barna bætt Undirritaður hefur verið samstarfs- samningur á milli Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans um styrkingu þjónustu við börn og unglinga með geðrænan vanda og fjölskyldur þeirra á Norðurlandi. Samningurinn felur í sér að fjöl- faglegt barna- og unglingageðteymi á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og fjölfaglegt teymi á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) munu vinna náið saman við greiningu og meðferð barna og unglinga sem þurfa á þjónustu að halda á þessu sviði. Samningurinn felur í sér að barna- og unglingageðlæknir frá BUGL, ásamt öðrum starfsmanni úr fagteyminu, munu koma reglu- bundið norður til starfa tvo daga í senn en fagteymi Sjúkrahússins á Akureyri mun annast daglega meðferð og eftirlit með skjól- stæðingum sínum. Sérfræðiteymið frá BUGL mun veita barna- og unglingageðteymi SAk sértækan stuðning varðandi greiningar og meðferð skjólstæðinga SAk. Í því felst ráðgjöf og viðtöl við skjól- stæðinga teymisins auk fræðslu, samráðs við þróun þjónustunnar og einstök fyrirliggjandi verkefni. Meðlimum barna- og unglinga- teymis SAk býðst ennfremur að koma á BUGL til kynningar og þjálfunar. a

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.