Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 20
20 20. tölublað 4. árgangur 28. maí 2014
X KOSNINGAR 2014
AÐSEND GREIN GUÐMUNDUR BALDVIN GUÐMUNDSSON
Gerum góðan bæ betri,
setjum X við B
Kæri kjósandi. Stóra stundin er að
renna upp. Á laugardaginn gengur
þú að kjörborðinu og munt nýta þér
þinn lýðræðislega rétt til að velja
þá sem þú treystir best til þess að
stýra málefnum Akureyrarbæjar
næstu fjögur árin.
Ég hef á undanförnu kjör-
tímabili öðlast mikilvæga reynslu
af sveitarstjórnarstörfum, reynslu
sem ég vil nýta á komandi kjör-
tímbili með hagsmuni bæjarbúa
að leiðarljósi. En til þess að nýta
þá reynslu sem best er afar mik-
ilvægt að fá umboð til að starfa í
meirihluta í bæjarstjórn á næsta
kjörtímabili. Til þess að svo megi
verða er brýnt að við framsóknar-
fólk náum góðri kosningu. Við
höfum á að skipa öflugu liði sem
er tilbúið að starfa fyrir samfé-
lagið, fólki sem býr yfir blöndu af
reynslu og ferskleika. Auk minnar
reynslu þá hefur Ingibjörg Isaksen
sem skipar annað sæti listans setið
í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar á
kjörtímabilinu. Þá er ekki síður
mikilvægt að rödd unga fólksins fái
vægi í framlínu stjórnmálanna og
Siguróli Magni sem skipar þriðja
sæti listans er verðugur fulltrúi
þess hóps.
Kjósandi góður. Það er með
stolti sem ég leiði lista Framsókn-
ar fyrir komandi kosningar. Lista
sem skipaður er einvalaliði sem vill
leggja sitt af mörkum til að gera
góðan bæ betri. Hjálpaðu okkur við
það verkefni og settu X við B.
Höfundur skipar 1. sæti á lista
Framsóknarflokksins
AÐSEND GREIN ERLING INGVASON
Gæðaferðamennska og -fiskveiðar
Ferðamennska er orðin stærsti
þátturinn í gjaldeyrisöflun lands-
manna, hún tók við því sæti af sjáv-
arútveginum, það hefði þótt saga
til næsta bæjar fyrir ekki mörgum
árum síðan.
Dögun talar fyrir því að við
Íslendingar stefnum að gæða-
ferðamennsku en ekki magnferða-
mennsku.
Við þurfum að skilgreina Akur-
eyri betur sem ferðamannabæ, við í
Dögun leggjum til að það verði gert
í heilsutengdri ferðaþjónustu, og
höfum meira að segja fundið þeirri
hugmynd nafn; “Akureyri Ice&Fire
SPA city”.
Hér er allt sem þarf til þess að
sú hugmynd geti gengið upp nema
beint mililandaflug en það stendur
víst til bóta a.m.k. að sinni.
Nú standa Íslendingar frammi
fyrir vandamálum sem snúa að
fjölda ferðamanna, við í Dögun
höfum bent á að gríðarleg fjölgun
á komum skemmtiferðaskipa á til-
tölulega fáum árum er massatúrismi
og þveröfugt við það sem við ættum
að stefna að. Ferðamannastaðir eru
komnir að þanmörkum og vand-
ræðagangur á núverandi stjórnvöld-
um hvað varðar gjaldtöku eða nátt-
úrupassa annars vegar og fyrirhuguð
sjálftaka eigendafélaga hins vegar
undirstrikar það. Af þeim sökum
höfum við í Dögun lagt til að settur
verði á “skemmtiferðaskipaskattur”
sem yrði skattur per farþega, inn-
heimtur af útgerðum skipanna, ekki
ósvipað flugvallarskatti, sem allir
sem lenda með flugvélum þurfa að
inna af hendi. Þessi skattur gæti
hjálpað til í þessu sambandi og jafn-
vel leyst málið.
Massatúrisminn er ósjálfbær
eins og námavinnslan í Mývatni
forðum en samanlagt mun þetta
ganga af Mývatni dauðu og jafnvel
Laxá líka ef ekkert verður að gert.
Þó er skaðinn á Mývatni nú þegar
nánast óbætanlegur.
Dögun vill efla strandveiðar
með því að gefa krókaveiðar á smá-
bátum frjálsar, það er allt í senn;
byggðavænt, vistvænt og þjóðhags-
lega hagkvæmt.
Ferðamenn vilja miklu fremur
verða vitni að strandveiðimenn-
ingu en að skoða söfn um hana.
Akureyri mun eflast á því líka
því tæki og bátar til krókaveiða eru
smíðaðir hér og þeim viðhaldið.
Þar sem Akureyri er í innan við
klukkustundar akstursfjarlægð frá
Húsavík að Siglufirði ætti að skap-
ast, með beinu flugi frá Akureyri til
Evrópu, grundvöllur að ferskfisk-
vinnslu og -útflutningi héðan. Beint
flug gagnast því bæði gæðaferða-
mennsku og -fiskveiðum og vinnslu.
Ríkisstjórn Framsóknar og
Sjálfstæðismanna stefnir í þver-
öfuga átt og fyrir Alþingi liggur
lagabreytingartillaga sem hleypir
togurum upp að 3 mílum, nánast
upp í fjöru.
Það þarf ekki alltaf að finna upp
hjólið og koma með “eitthvað nýtt”
það er jafnvel betra að hlúa að því
sem fyrir er, fínstilla það og gera
það markvissara.
Framtíðin er því aðeins björt hér
á Akureyri að við stígum ákveðin
skref í þá átt.
Höfundur skipar 3.sæti á lista
Dögunar
AÐSENT
Guðmundur B.
Guðmundsson
AÐSENT
Erling Ingvason
AÐSEND GREIN PREBEN JÓN PÉTURSSON
Bæjarpólitík
Í kringum kosningar stíga hikandi
frambjóðendur á stokk og fara
að tala um að “efla” hitt og þetta,
“huga að” öðru og jafnvel er “lögð
áhersla” á suma hluti. Á einhverj-
um tímapunkti fá kjósendur svo
nóg af innantómum yfirlýsingum
og krefjast þess að stjórnmálamenn
fari að útskýra hvað þeir meina. Og
þá koma loforðin.
Byggjum hjúkrunarheimili,
hækkum laun, meira ókeypis fyrir
börn, afslættir fyrir fyrirtæki.
Við í Bjartri framtíð viljum
breyta þessu. Okkar skoðun er sú
að kosningar sem eru settar upp
eins og maður sé að reyna að velja
besta dílinn á símaáskrift geri það
að verkum að við missum sjónar á
því sem skiptir máli.
Í bæjarstjórnarpólitík er af-
skaplega lítið af málefnum sem
hafa með hægri eða vinstri póli-
tík að gera. Er það “hægri” eða
“vinstri” að börn fái ókeypis í sund?
Er það “hægri” eða “vinstri” að
vilja góða menntun og ummönnun
aldraðra? Stærsta hægri/vinstri
ákvörðun síðusta kjörtímabils var
hvort Dalsbrautin ætti að sveigja
til hægri eða vinstri í kringum
KA heimilið. Og lendingin var að
sveigja til vinstri þegar maður
keyrir í suður, og til hægri þegar
maður keyrir norður.
Rekstur bæjarins er í eðli sínu
rekstur á félagslegri og samfélags-
legri þjónustu og er öll umræða í
kringum kosningar þess vegna um
“vinstri” mál og í raun engan mun
að sjá á flokkum ef við höldum
áfram að tala um hlutina í kosn-
ingaloforðastíl.
Skólar, heilsugæsla, gatnagerð
osfrv. Akureyringar vilja að þessi
þjónusta sé betri en það besta sem
gerist í heiminum og því vitum við
öll að það er algjört úrslitaatriði
að huga að því að ungt fólk sjái
tækifæri fyrir sig og sína. M.ö.o,
huga þarf jafnmikið að því hverjir
búa á Akureyri og vilja borga fyrir
þjónustuna eins og hugað er að því
hvernig peningunum er eytt.
En þó það sé lítill munur á
hægri/vinstri, þá er grundvallar-
munur á flokkum þegar kemur að
því hvernig þeir vinna. Björt fram-
tíð hefur sýnt það síðustu ár að það
er hægt að hafa jákvæð áhrif með
jákvæðni.
Björt framtíð mun vinna að
“réttri lausn” frekar en því að “hafa
rétt fyrir sér”
Björt framtíð vill “lofa góðu”
frekar en að “lofa stóru”
Björt framtíð “hlakkar til”
frekar en “hlakkar í sér”
Höfundur skipar 3.sæti á lista
Bjartrar Framtíðar
AÐSENT
Preben Jón
Pétursson