Akureyri


Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 8

Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 8
8 20. tölublað 4. árgangur 28. maí 2014 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LOF fær Framsóknarflokkurinn fyr- ir góða nýtingu atkvæða. Svo skrifar Eyrarpúki í bréfi til blaðsins. „Fyrir borg- arstjórnarkosningar ekki alls fyrir löngu fluttu Framsóknarmenn fólk af erlendu bergi brotnu í rútuförmum á kjörstað og hermdu fregnir að þeir hefðu greitt fólkinu fyrir atkvæðin með mat og öðru góðgæti. Nú herma fregnir að Framsóknarmenn ætli að sparka þessu sama fólki og trú þess útí hafsauga og fá í staðinn atkvæði íslenskra útlendingahatara sem munu vera um 20% þjóðarinnar samkvæmt áliti eins fjölmargra álitsgjafa Háskólasamfélagsins. Já, þrátt fyrir að vera oftast tengdir við landbúnað verður ekki annað sagt en Framsóknar- menn kunni að haga seglum eftir vindi,“ skrifar Eyrarpúkinn... LAST fá umhverfissóðar, segir bæjarbúi sem sendi blaðinu bréf. „Á Akureyri og í kringum Akureyri eru margir fallegir staðir sem henta vel fyrir útivist. Staðir sem við öll höfum aðgang að, án endurgjalds. Það er því sorglegt til þess að vita að sumt fólk virðist engan veginn bera virðingu fyr- ir umhverfi sínu og náttúrunni og gengur vægast sagt illa um. Um síðustu helgi fór- um við konan á fallegan stað beint á móti Akureyri sem okkur er kær og við notum mikið. Aðkoman þar var ömurleg, bjór- og gosdósir skildar eftir sem og tvö einnota grill, hálfbrunnið spýtnabrak, umbúðir utan af ávaxtasöfum, servíettur út um allt, matarleifar og mannaskítur. Það er ömurlegt að verða vitni að slíkri umgengni og alveg ótrúleg hugsun eða hugsunaleysi sem þar liggur að baki. Maður verður bæði reiður og sorgmæddur þegar maður verður vitni að svona hlutum. Um leið og ég vil LASTA þá sem eiga sök á þessu vil ég hvetja fólk til þessa að nota íslenska náttúru en ganga vel um hana og þrífa upp eftir sig,“ skrifar bæjarbúinn. LOF fær starfsfólk Giljaskóla og þá ekki síst starfsmenn sérdeildarinnar. Svo mælir kona sem hringdi inn lofið. „Það er ekki annað hægt en að hrósa þeim, það er ekki betri staður til fyrir börnin. Sama mætti segja um vistunina í gamla húsmæðraskól- anum. Það hlýtur að vera gott fólk sem ræðst til svona starfa,“ segir konan. AKUREYRI VIKUBLAÐ 20. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2014 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND X börn Blaðamennska er umdeild eins og öll mannanna verk. Hún liggur vel við höggi vegna sýnileikans. Stundum verða blaðamenn boxpúðar almennings í kjölfar skrifa sinna. Stundum vegna þess að þeir eiga það skilið. En stundum eru blaðamenn líka skotnir sem sendiboðar vondra tíðinda, vegna réttra frétta sem ýfa upp tilfinningar okkar og sýna að veröldin er ekki eins fullkomin og mörg okkar viljum trúa. Orðtakið að skjóta sendiboðann vísar til þess að til forna er sagt að póstburðamaður sem hljóp langa leið með bréf handa yfirvaldi hafi verið drepinn vegna vondra frétta í bréfinu. Morð á sendiboðum vondra frétta tíðkast enn víða í heiminum en hér á landi eru blaðamenn frekar skotnir með vandlætingu en bys- sukúlu. Í síðasta tölublaði unnu starfsmenn Akureyr- ar vikublaðs mikla rannsóknarvinnu, þeir hlupu með „vonda frétt“ eins og póstburðarmaðurinn forðum og birtu. Fjallað var um barnavernd, tímabundna svipt- ingu forræðis og umdeilda ákvörðun barnayfirvalda. Umræðan hefur síðan farið út um víðan völl en margt hefur gagnlegt komið fram. Opinberir starfsmenn geta oft ekki sagt það sem þeir vildu segja vegna trúnaðar. En þau rök að öll mál sem tengist trúnaði skuli ætíð falla utan sviðs fjölmiðlanna standast enga skoðun. Þótt blaðamenn skrifi að jafnaði ekki um einstök barnaverndarmál á meðan þeim vindur fram er mat Akureyrar vikublaðs var að sagan sem sögð var í síðasta blaði varði almannahagsmuni. Að það sé ekki bara réttur almennings að fá upplýsingar heldur skylda blaðsins að miðla almenningi upplýsingum. Við gerum öll mistök, sjálfur geri ég oft mistök. Til dæmis yfirsást mér að blaðið birti rangt höfundar- nafn með aðsendri grein í síðustu viku. Mig langar að biðja frambjóðanda Framsóknarflokksins Siguróla Sigurðsson afsökunar á því. Þá var oddviti BF kallaður oddviti Dögunar á öðrum stað. Í kjölfar mistakanna varð endurskoðun á vinnulagi okkar sem vonandi mun leiða til færri vinnslumistaka. Ef mistök hafa verið gerð í umræddu barnaverndarmáli þarf að endurskoða vinnulag. Endurskoðun kann að leiða til betra barna- verndarstarfs. Kannski þarf að leiðrétta mistök með sama hætti og blöðum ber að leiðrétta eigin bommertur. Mistök verða vegna þess að við erum mannleg og allir menn gera mistök. Mistök ber ekki að hræðast heldur læra af þeim. Stundum þarf að fjalla opinberlega um vafa á mistökum. Oft þarf þess ekki. En stundum ber nauðsyn til. Blaðamönnum ber að segja frá hlutunum eins og þeir sjá þá, að því gefnu að reynsla þeirra, menntun og sér- fræðikunnátta hafi skapað þeim heilbrigða dómgreind. Hver á að gæta hagsmuna varnarlausra barna ef ekki blaðamenn? X börn. Réttur þeirra sem hafa minnstar varnir og veikasta rödd ætti að vera á dagskrá blaðamanna alla daga ársins. Björn Þorláksson AÐSEND GREIN RAGNAR SVERRISON Þrenging hugarfarsins Fátt er sorglegra en þegar velviljaðir menn hafa ekki yfirsýn yfir mikilvæg málefni en hreiðra um sig í einum afmörkuðum kima og festast þar án tengsla við heildarmyndina. Verra er þó þegar slík þrenging hugarfarsins leiðir af sér viðskilnað við staðreyndir sem fyrir liggja og ekki á að þurfa að deila um. Þetta hlutskipti valdi Njáll Trausti Friðbertsson sér með grein sinni í síðustu viku um ný samþykkt mið- bæjarskipulag Akureyrar. Hann held- ur því fram að stærsta breyting þessa nýja skipulags sé þrenging Glerárgötu í gegnum miðbæinn og fullyrðir jafn- framt að Vegagerðin hafi sett sig á móti þeirri niðurstöðu sem fékkst í löngu og vönduðu ferli. Við þennan málflutning vil ég gera alvarlegar athugasemdir. Í góðri sátt við Vegagerðina Þegar metið er hver er stærsta breyting með nýja miðbæjarskipulaginu er ekki nokkur vafi á að þar skiptir mestu vilji íbúaþingsin s frá 2004 að mynda skjólsælan bæj- arhluta, lágreista byggð og tengingu við sjóinn. Á tíu ára ferli og með gríðarlegri vinnu tókst að útfæra þessa sýn og fylgja eftir vilja bæjarbúa sem nú birtist í nýju miðbæjarskipulagi. Ofangreind atriði eru að mínu mati mikilvægustu breytingarnar og allt annað útfærslur á því. Hitt er fjarri lagi að þrenging Glerárgötu sé stærsta breytingin eins og Njáll Trausti held- ur fram enda þótt hún skipti auðvitað máli. Niðurstaðan varð sú að hægja þyrfti umferð um Glerárgötu í gegn- um miðbæinn enda mannlífið á þessu svæði sett í öndvegi. Því var eðlilegt að þrengja götuna frá Grænugötu suð- ur að Kaupvangsstræti og setja þar 40 km hámarkshraða. Kallað var eft- ir athugasemdum við útfærsluna og komu meðal annars fram ábendingar frá Vegagerðinni. Tekið var tillit til þeirra í lokaútfærslunni og þannig samþykkti Vegagerðin hana fyrir sitt leyti. Allar fullyrðingar Njáls Trausta um að útfærsla Glerárgötunnar sé í blóra við Vegagerðina og almennar viðmiðanir eru því út í hött. Rangar fullyrðingar Njáll Trausti segir ennfremur: „það getur reynst þrautin þyngri að koma á breytingum síðar þegar búið er að byggja verslunar-, skrifstofu- og íbúðarhúsnæði upp að götu eins og dæmin sanna.“ Af því dregur hann þá ályktun að ekki verði mögulegt að breikka götuna síðar ef óskað verður eftir því. Hér eru staðreyndirnar ansi mikið farnar að þvælast fyrir mínum manni því í skipulaginu eins og það hefur verið samþykkt var fallið frá því að byggja slík hús ofan í götuna. Þar verða því engin hús til að fjarlægja ef breikka þarf götuna í framtíðinni. Því eru ályktanir hans fallnar um sjálfa sig og ekki framlag til vitrænnar umræðu. Bara á móti Auðvitað er sjálfsagt að taka undir orð Njáls Trausta um að auka enn frekar umferðaröryggi í bænum. Það gerist aðeins með uppbyggilegri samvinnu bæjarbúa og þeirra sem falið er að stjórna bænum hverju sinni. Hitt er öllu snúnara þegar hann boðar bæjar- búum þá stefnu Sjálfstæðismanna að þeir muni hafna þrengingu Glerárgötu. Auðvelt að vera á móti en öllu hall- ærislegra þegar menn bjóða enga aðra lausn í staðinn. Það gerist tæpast öllu snautlegra veganestið sem Sjálfstæð- isflokkurinn býður kjósendum upp á að þessu sinni. Lítil næring í því. a AÐSENT Ragnar Sverrisson HÚSVÍKINGUM BARST GÓÐ gjöf um helgina þegar flogið var með Náttfara á fyrsta farrými með Arngrími Jóhannssyni flugkappa. Kristinn G. Jóhannsson, bróðir Arngríms málaði myndina. Aðstoðarflugmaður í ferðinni var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.