Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 21
28. maí 2014 20. tölublað 4. árgangur 21
AÐSEND GREIN SÓLEY BJÖRK STEFÁNSDÓTTIR-
Hækkum laun
Sá sem ákvað að grunnþjónusta samfélags-
ins skyldi vera borin uppi af láglaunuðu fólki
hefur alveg örugglega aldrei skipt um bleyju
á fullorðinni manneskju eða þurft að hafa
stjórn á 24 tíu ára krökkum í einu og fá þau
öll til að læra eitthvað gagnlegt.
Hver ákvað að það væri í lagi að greiða
ekki mannsæmandi laun fyrir erfið störf
þar sem álag og ábyrgð starfsfólks er mikil?
Ég veit ekki hver það var en ég veit það er
hægt að breyta því. Það er hægt að ákveða
að hækka laun þeirra sem vinna þessi störf.
Það er hægt að ákveða að borin sé virðing
fyrir þessu fólki og hún sýnd í verki, í lau-
naumslaginu, en ekki bara í lofræðum og
klöppum á bök. Það er hægt að ákveða að
forgangsraða öðruvísi.
Ég veit að það eru margir sem ekki vilja
breyta þessu. Þeir tala um óábyrg loforð og
fara jafnvel fram á að gerð sé grein fyrir
hverri krónu sem setja á í launahækkun til
handa starfsfólki Akureyrarbæjar. Þeir gera
allt til að telja fólki trú um að ekki sé hægt
að breyta neinu.
Staðreyndin er sú að bjart er framundan
í fjármálum Akureyrarbæjar, sé bærinn rek-
inn með ábyrgum hætti. Hagvaxtarspá er góð,
efnahagslífið er að taka við sér og staða fyr-
irtækja á svæðinu er góð eins og fram kom
í fyrirlestri á vegum Atvinnuþróunarfélags
Eyfirðinga sl. fimmtudag. Aukinn hagvöxtur
þýðir auknar tekjur í bæjarsjóð -svo lengi
sem útsvar er ekki lækkað. Það er einmitt
þar sem hnífurinn stendur í kúnni. Hvern-
ig á að fara með aukið svigrúm í fjármálum
bæjarins? Á að lækka skatta? Á að byggja
upp húsakost bæjarins? Eða á að efla grunn-
þjónustuna og koma til móts við þær stéttir
sem hafa orðið fyrir miklum niðurskurði sl.
fjögur ár?
Ef valið er að efla grunnþjónustuna þá
er hægt að gera það á tvennan hátt. Annars
vegar að fjölga starfsfólki, hins vegar að
hækka laun þeirra starfsmanna sem hlaup-
ið hafa hraðar með hverju árinu síðastliðin
fjögur ár.
Ef Akureyrarbær ákveður að hækka laun
hefur það jákvæð áhrif á launaþróun á svæð-
inu. Svæði sem gjarnan hefur verið skilgreint
sem láglaunasvæði. Ekki er þó jafn bjart
framundan í öllum sveitarfélögum enda mörg
þeirra afar skuldsett. Það er ástæðan fyrir
því að samninganefnd sveitarfélaga þarf að
hafa það að markmiði að halda niðri launum
opinberra starfsmanna. Það þýðir þó ekki að
allir þurfi að hafa það jafn skítt er það?
Við í Vinstri grænum höfum ákveðið að
horfa til framtíðar, berjast fyrir launajafn-
rétti og um leið hífa upp laun á svæðinu. Þess
vegna höfum við sett okkur það markmið að
hækka laun þeirra starfsmanna Akureyrar-
bæjar sem eru undir meðallaunum á lands-
vísu um 10% á kjörtímabilinu. Ef stærsti
atvinnurekandinn brýtur ísinn fylgja hinir á
eftir.
Höfundur skipar 1. sæti hjá VG á Akureyri
AÐSEND GREIN MATTHÍAS RÖGNVALDSSON
Sérstaða eða samstaða?
Á kjörtímabilinu sem er að ljúka hafa full-
trúar allra flokka í bæjarstjórn átt gott sam-
starf um fjölmörg mikilvæg málefni og vel
hefur gengið að koma þörfum umbótum í
gegn. Nú hafa sumir fulltrúar minnihlutans
skyndilega uppgötvað allskyns agnúa á ýmsu
sem þeir voru hæstánægðir með áður. Þar
sem áður ríkti samstaða er nú allt í uppnámi.
Hvað breyttist? Svarið er einfalt: Ekkert. En
það eru kosningar í nánd. Og þá telja menn
sig knúna til að skapa sér sérstöðu. Hvað sem
það kostar.
Þá reyna menn að sannfæra fólk um að
hitt eða þetta hafi ýmist verið illa gert eða
ekki. Rakka niður það sem þeir áður hafa lof-
að, jafnvel unnið að sjálfir. Bara til að skapa
sér sérstöðu. Það er ansi ódýr brella.
Ómerkileg er heilsugæslubrellan sem
sjálfstæðismenn flagga þessa dagana. Heil-
brigðisráðherra, fyrrverandi bæjarstjóri
Akureyringa, er þar í hlutverki kanínunn-
ar í pípuhattinum. Þeir voga sér að lofa
betri efndum ríkisvaldsins í málefnum
heilsugæslunnar ef þeir komast til valda
því „þeirra maður“ fer með málaflokkinn!
En hvers vegna skyldi ráðherra hafa dregið
lappirnar svo mjög í þessu mikilvæga máli,
nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga?
Þegar samningsbundin þjónusta ríkisins við
sveitarfélag er gerð að kosningamáli með
þessum hætti veltir maður því óhjákvæmi-
lega fyrir sér á hvaða forsendum þetta fólk
sé í pólitík og hverra hagsmuna það gætir.
Eitt er víst: Það eru ekki hagsmunir Akur-
eyringa.
L-listinn er hins vegar í þessari vinnu
fyrir ykkur bæjarbúa og hefur náð betri
árangri í rekstri bæjarins en náðst hef-
ur nokkur undanfarin kjörtímabil, aukið
samvinnu og viðhaldið þjónustu við íbúa
af fremsta megni þrátt fyrir mikla hag-
ræðingakröfu. Þrátt fyrir að finna yrði 500
miljónir vegna aukins rekstrarkostnaðar
sem m.a. kom vegna framúrkeyrsla fram-
kvæmda.
Þetta gerði miklar kröfur til starfs-
fólks okkar og það svaraði þessu kalli.
Það hefur unnið hreint kraftaverk í hag-
ræðingu og borið miklar byrðar undan-
farin ár. Nú þarf að létta byrðarnar og
efla þjónustuna. Við þurfum að snúa okk-
ur að fólkinu sem sér um barnið þitt, for-
eldra þína og þá lífæð sem bærinn okkar
er.
Við viljum auðvelda bæjarbúum að koma
sínum hugmyndum á framfæri til að bæta
þjónustu okkar og gera Akureyri að enn
betri bæ en hann er. Vefurinn betriakureyri.
is er mikilvægur liður í því.
Laugardaginn 31. maí þurfum við ykkar
aðstoð til að tryggja áframhaldandi þjónustu
okkar við ykkur. Merktu x við L og saman
sköpum við betri Akureyri.
Höfundur skipar 1. sætið á lista L-listans
á Akureyri.
X KOSNINGAR 2014
AÐSENT
Gunnar Gíslason
AÐSENT
Sóley Björk Stefánsdóttir
AÐSENT
Matthías Rögnvaldsson
AÐSEND GREIN GUNNAR GÍSLASON
Tryggjum baráttumanni
öruggt sæti
Næstkomandi laugardag verður
gengið til kosninga til bæjarstjórn-
ar. Það er mikilvægt að allir íbúar
taki þátt og velji það framboð sem
þeir treysta best til verka næstu
fjögur árin.
Sjálfstæðisfólk á Akureyri hef-
ur lagt mikla vinnu í undirbúning
kosninganna. Rætt var við um þrjú
hundruð íbúa, gengið um hverfi bæj-
arins og nú undanfarið höfum við
heimsótt fjölda fyrirtækja. Allt þetta
höfum við nýtt til að móta metnað-
arfulla stefnuskrá okkar. Hún er ít-
arleg en án stórra loforða. Við teljum
brýnt í upphafi nýs kjörtímabils að
unnin verði markviss langtíma-
áætlun þar sem framkvæmdum
verði forgangsraðað. Þá er mikil-
vægt að greina samkeppnishæfni
bæjarins gagnvart öðrum sveitar-
félögum til að laða að fyrirtæki og
halda þeim sem fyrir eru. Það eru
þó nokkur verkefni sem við teljum
að þurfi að fara í hið fyrsta. Þar má
nefna að ljúka þarf við fráveituna
og tryggja þannig ómengaða strönd
og sjó. Ljúka þarf framkvæmdum
við Naustaskóla. Heilsugæslan þarf
aukið fjármagn, það verður að efla
læknisþjónustu við íbúana.
Grunnstoðir bæjarins eru öfl-
ugar eins og skólar og önnur þjón-
usta. Við erum þó þeirrar skoðunar
að efla þurfi innviðina og skila til
baka því sem skorið hefur verið
niður á undanförnum árum. Starfs-
fólkið sem stendur vaktina alla
daga þarf stuðning og hvatningu.
Baráttumálin – baráttusæti
Undirstaða velferðar er öflugt
og fjölbreytt atvinnulíf. Því þurfum
við að standa vörð um fyrirtæki
og stofnanir í bænum. Lífæðar eru
samgöngur, orka og mannauður. Við
búum vel að mannauði en þurfum á
fleiri verk- og tæknimenntuðum að
halda. Háskólinn á Akureyri gæti
komið þar að með öflugum stuðn-
ingi frá bænum til að sækja aukn-
ar fjárveitingar. Á Akureyri skortir
orku. Almennt virðist það ekki á vit-
orði bæjarbúa að raforkuflutningar
til bæjarins eru það takmarkaðir
að grípa verður til skerðingar til
nokkurra fyrirtækja. Þetta þýðir að
á Akureyri verður ekki uppbygging
atvinnutækifæra sem byggja á raf-
orku. Þrátt fyrir að þetta hafi verið
vitað um nokkurra ára skeið hefur
lítið áunnist. Þessu verður að breyta
en það er fyrirséð að þótt brugðist
verði við strax þá mun það taka
5-6 ár. Málið er grafalvarlegt! Sam-
göngur skipta fyrirtækin og ferða-
þjónustana miklu máli. Við verðum
að geta treyst á öruggar samgöngur
allt árið um kring. Hér eru fyrirtæki
sem eiga allt sitt undir því að koma
vöru á markað, fljótt og vel. Það er
því háalvarlegt þegar þjóðvegi eitt
er ekki haldið opnum alla daga yfir
veturinn. Flugvöllurinn í Vatnsmýr-
inni er eins og við höfum ítrekað
sagt eitt af okkar nauðsynlegustu
samgöngumannvirkjum. Hann þarf
að verja og það ekki síst vegna
sjúkraflutninga því nú liggur fyrir
að Landspítalinn verður áfram við
Hringbraut. Til þess að efla ferða-
þjónustuna þarf að koma á reglu-
legu millilandaflugi til Akureyrar.
Þannig getum við náð aftur eðlilegri
hlutdeild í tekjum af ferðaþjónust-
unni. Þar skiptir öllu máli að fjölga
gistinóttum ferðamanna á Akureyri.
Við verðum að átta okkur á að ekk-
ert fæst án fyrirhafnar. Því þarf fólk
eins og Njál Trausta Friðbertsson í
bæjarstjórn. Hann hefur verið ötull
talsmaður þeirra mála sem hér hafa
verið nefnd og sýnt mikla eljusemi.
Það er þörf fyrir baráttumenn í bæj-
arstjórn og þá fá Akureyringar með
því að setja X við D á kjördag. Sjálf-
stæðisfólk er tilbúið til að ganga
skrefinu lengra í vinnu fyrir Okkar
Akureyri.
Höfundur skipar 1. sæti á lista
sjálfstæðismanna á Akureyri.
AÐSEND GREIN
Um sirkusstjóra
Það er býsna snúið starf að vera
sirkusstjóri. Hann þarf að tefla
fram fjölskrúðugri dagskrá til að
laða að fólk á öllum aldri. Í bland
við sakleysisleg trúðslæti og ann-
að léttmeti, verður að bjóða uppá
æsispennandi atriði sem halda
andanum niðrí áhorfendum. Allt
þarf að framkvæmast af fyrsta
flokks fagfólki; annað gæti reynst
dýrkeypt. Hver vill sjá ljónið bíta
hausinn af ljónatemjaranum, loft-
fimleikamanninn missa greipar á
loftfimleikakonunni eða trúðinn
springa í loft upp inni í fallbyss-
unni?
Það er auðvitað ekki alveg jafn-
mikill ævintýraljómi yfir starfi bæj-
arfulltrúans en hann þarf engu síð-
ur en sirkusstjórinn að bjóða uppá
skýra og áhugaverða dagskrá og
laða að fólk sem getur útfært hana.
Og jafnvel þó að margt í rekstri
bæjarfélags sé njörvað niður, jafn-
vel bundið í lög, getur mismunandi
forgangsröðun breytt æði miklu. Þá
er hluti þjónustunnar valkvæður og
þær áherslur sem verða fyrir valinu
ráða miklu um það hvernig bæjar-
félag þróast.
Sé farið í sirkus, er afar ólík-
legt að sirkusstjórinn sjálfur sjá-
ist þeysast um á fílsbaki eða troða
sverði ofaní kokið á sér. Hans
hlutverk er fyrst og fremst að
setja saman litríka dagskrá sem
höfðar til margra og sjá til þess að
dæmið gangi fjárhagslega upp. Að
sama skapi er mikilvægt að bæj-
arfulltrúinn hafi skýra og ákveðna
framtíðarsýn og hæfileika til að
miðla henni til annarra. Hann þarf
auk þess að hafa innsæi til þess að
sjá tækifæri í samtíma sínum og
næmni til þess að átta sig á réttri
tímasetningu mála. Jafnframt því
þarf hann að hafa lagni til þess að
vinna náið með öðrum bæjarfull-
trúum, starfsmönnum sveitarfé-
lagsins og öllum bæjarbúum.
Allir flokkarnir sjö, sem nú bjóða
fram krafta sína hafa dregið upp
mynd af þeirri framtíð sem þeir
kjósa Akureyri til handa, þó með
misskýrum hætti sé. Í mörgu eru
þeir glettilega samstíga en í öðru
algjörlega á öndverðum meiði. For-
gangsröðun og áhersluatriði næstu
bæjarstjórnar munu ráða miklu um
hvernig bænum okkar farnast. Þess
vegna er mjög miklvægt að kjósend-
ur yfirvinni það óþol sem þeir eru
hugsanlega haldnir fyrir stjórnmál-
um í augnablikinu og gefi sér tíma til
þess að kynna sér stefnu flokkanna.
Skoði vel hvaða fólki er ætlað að út-
færa hana og meti hverjir eru líkleg-
astir til þess að hafa hugmyndaauðgi
og kraft til að fylgja henni eftir.
Höfundur er bæjarfulltrúi og
oddviti Samfylkingarinnar á Ak-
ureyri.
AÐSENT
Logi Már Einarsson