Akureyri


Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 24

Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 24
14.500 EINTÖK FRÍTT UM ALLT NORÐURLAND Á HVERJUM FIMMTUDEGI | AUGLÝSINGAR 578 1190 & AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS | RITSTJÓRN 862 0856 & BJORN@AKUREYRIVIKUBLAD.IS VI KU BL AÐ Löng saga stutt Ég er ákaflega málglöð mann- eskja. Ég hef dálæti á því að tala, lærði það mjög fljótt að tjáning væri mikilvægasta vopn mitt og eini bikarinn sem mér hefur áskotnast á minni 22 ára ævi var einmitt fyrir mál- þóf og rökræður. Ég lærði það á unga aldri að þögnin er okk- ar versti óvinur. Sögur eru til þess að segja þær, skoðanir eru til þess að deila þeim. Það er þó sífellt gerð til mín sú krafa að vera hnitmiðuð og stuttorð. Úff, ég fæ bara hroll. Pistlaskrif mín og háskólanám skorða sífellt niður þann fjölda orða sem ég má nota. Og alltaf reynist það mér jafnerfitt. Þessi litli pistill var næstum því fimmhundruð orðum lengri þegar ég byrjaði á honum. En þessi krafa er ekki bara gerð til mín, hún er gerð til okkar allra. Innihaldi frétta er hnoðað saman í fyrirsagnir, líf okkar er aðeins til í Facebook- -statusum og Snapchat mynd- um sem endast í 10 sekúndur. Við megum ekki tala of lengi, þá hættir fólk að nenna að hlusta. Við megum ekki skrifa of mörg orð því þá hætt- ir fólk að nenna að lesa. Við erum miklu fljótari að missa áhugann á því sem er að gerast í kringum okkur ef við getum ekki fengið það í uppleystum skyndilausnum beint í æð. Og sko, nú eru orðin mín að klárast. Til að gera langa sögu stutta, drögum djúpt andann og gefum okkur tíma til að tala, deila og njóta. Við þurfum ekki að borða allar máltíðir okkar úr örbylgjuofninum. a UM DAGINN OG VEGINN SILJA BJÖRK SKRIFAR Kjóstu hugmyndaríkan mann, sem þorir! sk em m ti le gr ia ku re yr i.i s GER UM SKE MMT ILEG RI Logi Einarsson Arkitekt og bæjarfulltrúi 1. fyrir jöfnuð

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.