Akureyri


Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 13

Akureyri - 29.05.2014, Blaðsíða 13
28. maí 2014 20. tölublað 4. árgangur 13 KJÖRSEÐILL við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014 Akureyri 23. Maí 2014. Yrkjörstjórnin á Akureyri Helga G. Eymundsdóttir Þorsteinn Hjaltason Júlí Ósk Antonsdóttir Guðmundur Baldvin Guðmundsson Ingibjörg Isaksen Siguróli Magni Sigurðsson Elvar Smári Sævarsson Halldóra Hauksdóttir Tryggvi Már Ingvarsson Guðlaug Kristinsdóttir Húni Hallsson Sigríður Bergvinsdóttir Óskar Ingi Sigurðsson Ragnhildur Hjaltadóttir Jóhannes Gunnar Bjarnason Regína Helgadóttir Erlingur Kristjánsson Petrea Ósk Sigurðardóttir Axel Valgeirsson Viðar Valdimarsson Guðný Rut Gunnlaugsdóttir Klemenz Jónsson Mínerva Björg Sverrisdóttir Jakob Björnsson Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Listi Framsóknarflokksins B Gunnar Gíslason Eva Hrund Einarsdóttir Njáll Trausti Friðbertsson Bergþóra Þórhallsdóttir Baldvin Valdemarsson Sigurjón Jóhannesson Þórunn Sif Harðardóttir Elías Gunnar Þorbjörnsson Heiðrún Ósk Ólafsdóttir Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir Ármann Sigurðsson Kristinn Frímann Árnason Hildigunnur Svavarsdóttir Hanna Dögg Maronsdóttir Jón Orri Guðjónsson Ragnheiður Runólfsdóttir Sunneva Hjaltalín Florin Paun Björn Vilhelm Magnússon Hjördís Stefánsdóttir Dóróthea J. Eyland Ólafur Jónsson Matthías Rögnvaldsson Silja Dögg Baldursdóttir Dagur Fannar Dagsson Tryggvi Þór Gunnarsson Eva Reykjalín Elvarsdóttir Anna Hildur Guðmundsdóttir Jóhann Gunnar Sigmarsson Víðir Benediktsson Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir Ágúst Torfi Hauksson Geir Kristinn Aðalsteinsson Birna Baldursdóttir Inda Björk Gunnarsdóttir Þorvaldur Sigurðsson Dusanka Kotaras Ingimar Ragnarsson Dagný Þóra Baldursdóttir Rósa Matthíasdóttir Halldór Kristinn Harðarson Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir Sigurður Guðmundsson Oddur Helgi Halldórsson Logi Már Einarsson Sigríður Huld Jónsdóttir Bjarki Ármann Oddsson Dagbjört Pálsdóttir Eiður Arnar Pálmason Ólína Freysteinsdóttir Árni Óðinsson Friðbjörg J. Sigurðardóttir Ragnar Sverrisson Ólöf Vala Valgarðsdóttir Pétur Maack Þorsteinsson Rósa Dröfn Guðgeirsdóttir Þorgeir Jónsson Linda María Ásgeirsdóttir Jón Ingi Cæsarsson Bryndís Hulda Ríkharðsdóttir Hreinn Pálsson Kristín Sóley Sigursveinsdóttir Unnar Jónsson Magnús Aðalbjörnsson Guðlaug Hermannsdóttir Hermann Jón Tómasson Listi Samfylkingarinnar Hlín Bolladóttir Inga Björk Harðardóttir Erling Ingvason Michael Jón Clarke Sigurbjörg Árnadóttir Torfi Þórarinsson Benedikt Sigurðarson Björk Sigurgeirsdóttir Hólmfríður S. Haraldsdóttir Signa Hrönn Stefánsdóttir Arinbjörn Kúld Arnfríður Arnardóttir Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir Kári Sigríðarson Listi Dögunar Sóley Björk Stefánsdóttir Edward H. Huijbens Hildur Friðriksdóttir Valur Sæmundsson Vilberg Helgason Agla María Jósepsdóttir Ólafur Kjartansson Anna María Hjálmarsdóttir Hermann Arason Guðrún Þórsdóttir Andrea Hjálmsdóttir Wolfgang Frosti Sahr Sigmundur Sigfússon Kristín Þóra Kjartansdóttir Jóhannes Árnason Dýrleif Skjóldal Árni Steinar Þorsteinsson Inga Sigrún Atladóttir Guðmundur Ármann Sigurjónsson Kristín Sigfúsdóttir Pétur Pétursson Málmfríður Sigurðardóttir Listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Margrét Kristín Helgadóttir Áshildur Hlín Valtýsdóttir Preben Jón Pétursson Þorsteinn Hlynur Jónsson Kristín Björk Gunnarsdóttir Jón Þorvaldur Heiðarsson Eva Dögg Fjölnisdóttir Sigurjón Jónasson Hlín Garðarsdóttir Stefán Guðnason Agnes Mutonga Maluki Jónas Björgvin Sigurbergsson Dagný Rut Haraldsdóttir Kristinn Pétur Magnússon Brynja Reynisdóttir Guðmundur Magni Ásgeirsson Jónína Elísabet Þorsteinsdóttir Konráð Wilhelm Bartsch Guðrún Karítas Garðarsdóttir Hólmgeir Þorsteinsson Saga Jónsdóttir Oddur Lýður Árnason Listi Bjartrar framtíðar D Listi Sjálfstæðisflokksins L L-listans S T V Æ AÐSEND GREIN GEIR KR. AÐALSTEINSSON Ekki pólitískar ráðningar Nú er kjörtímabilið senn á enda og við hæfi að líta yfir farinn veg og velta fyrir sér hvern- ig til hefur tekist hjá bæjarstjórn með hrein- an meirihluta en slíkt hefur aldrei gerst áður hér á Akureyri. Að mínu mati eru pólitískar ráðn- ingar og vinagreiðapólitík af öllu tagi mikið mein í íslensku samfélagi. Því miður hefur slíkt viðgengist hér á Ak- ureyri í gegnum árin og því hefur það verið okkur mikið kappsmál síðast- liðin fjögur ár að útrýma slíku verklagi. Allar ráðningar í stjórnunarstöður á kjörtímabilinu hafa verið faglega unn- ar þar sem hæfasti umsækjandinn fær starfið, óháð skoðunum viðkomandi í pólitík. Fyrsta ráðning okkar var í stól bæjarstjóra þegar Eiríkur Björn var valinn úr stórum hópi umsækjenda og allt síðan þá hafa ráðningar verið framkvæmdar á faglegum forsendum. Það er lykilatriði fyrir okkur Akureyringa að áfram verði haldið á þessari braut. Kjörtímabilið hefur fyrst og fremst ein- kennst af aukinni samvinnu frá því sem áður var. L-listinn gaf tóninn með því að gefa minnihlutanum eftir þrjú sæti í nefnd- um og þar með meirihlutann í þeim öllum. Í stærri málum hefur minnihlutinn átt þess kost að taka þátt í ákvarðanatökunni og nægir þar að nefna vinnu við fjárhagsáætl- anir, atvinnustefnuna, menningarstefnuna og miðbæjarskipulagið. Slík samvinna hef- ur gengið vel, enda mikilvægt að virkja alla bæjarfulltrúana ellefu en ekki aðeins hluta þeirra. Stundum hef ég velt fyrir mér hvort einhver þörf sé á meirihluta og minnihluta í sveitarstjórnum og að mínu mati er það úrelt fyrirkomulag. Annað sem einkennt hefur stöðu mála á kjörtímabilinu er velgengni í fjármálum bæjarins. Þrátt fyrir að þrjú kostnaðarsöm mannvirki kæmu með um 500 milljóna króna kostnað á ári inn í reksturinn árið 2010, þ.e. Hof, Þórsvöllur og fimleikahúsið við Gilja- skóla, þá hefur gengið vel að halda sjó. Nægir í því sambandi að nefna að skuldir hafa verið greiddar niður um 4,2 milljarða króna að raunvirði á kjörtímabilinu og skuldahlutfall bæjarins hefur lækkað mikið en það var yfir 140% árið 2010 en er 112% í dag. Núverandi meirihluti hefur lagt sig fram við að segja ekki upp starfsfólki bæjarins þrátt fyrir hagræðingu og nú þegar betur árar gefast loks tækifæri til að verðlauna starfsfólkið. Hér er jú um að ræða fólkið sem unnið hefur þrekvirki á undanförnum árum við að halda samfélaginu gangandi á þeim erfiðu tímum sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum allt frá fjármálahruninu. Öflug fjárhagsstaða þýðir að ný bæjarstjórn hefur gott svigrúm til að huga að innviðum bæjarins og gera enn betur gagnvart starfsfólki sveitarfélagsins Við í L-listanum erum stolt af okkar verk- um á kjörtímabilinu og hægt væri að skrifa heila bók um alla þá vinnu sem við erum ánægð með að hafa áorkað á þessum fjórum árum en ég læt hér við sitja. Okkur lánaðist að framkvæma nánast allt sem fram kom í stefnuskrá okkar árið 2010 og ég skora á þig kjósandi góður að veita okkur brautargengi til að halda áfram okkar vinnu sem ein- kennst hefur af heiðarleika og dugnaði fyrir bæinn okkar. Geir Kr. Aðalsteinsson, forseti bæjar- stjórnar og fyrrverandi oddviti L-listans. AÐSEND GREIN KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR Heilsugæslan þjóni öllum Heilsugæslan á Akureyri (HAK) þjónar um 20.000 manns á sínu upptökusvæði. Þjónusta er veitt allt frá því á fósturskeiði, með foreldra- fræðslu og mæðrarvernd, allt til heimahjúkrun- ar þegar endalok nálgast. Heilsugæslan ásamt félagsþjónustu bæjarins er grunnþjón- usta bæjarins. Það er því forsenda al- mennrar velferðar á Akureyri að þessar tvær stofnanir séu sterkar og hafi saman nægjanlegt afl til að takast á við þau krefjandi verkefni sem þeim er ætlað að fást við. Í dag eru um 6.000 manns án heilsugæslulæknis á Akureyri. Það þarf nú þegar þrjá heilsugæslulækna til viðbótar þeim ellefu sem fyrir eru, til þess að geta veitt íbúum bæjarins sjálfsagða og góða heilsugæslu. Í raun má segja að ástandið sé litlu skárra en þegar HAK var stofnuð og fólk beið lengi eftir þjónustu. Forvarnir eru lykill að góðri framtíð Fagteymi, svo sem í fjölskylduráðgjöf HAK og félagsþjónustu fjölskyldudeildar, sem þjálfuð eru í að leita lausna í erfiðustu málum sem þjaka fjölskyldur, vinna ómet- anlegt starf. Slíka teymisvinnu verður að efla mjögá næstu árum. Það þarf að fjölga fagfólki og gera launakjör og vinnuálag samanburðarhæft við það sem eðlilegt get- ur talist. Þar verður að miða bæði við inn- lendar aðstæður og það sem viðgengst í samanburðarlöndum. Það þarf að ráða hjúkrunarfræðing í hjúkrunarmóttöku og næringarráðgjafa. Það hefur sem betur fer tekist að halda unglingamóttökunni opinni og báðum skiptistofunum. Þróunarverkefnin, svo sem „nýja barnið“ er geysilega þýðingar- mikið en þar er tekið á vanda mæðra sem eru í áhættu á meðgöngu. Slíkt starf dregur úr innlögnum á aðrar stofnanir. Ólíkar leiðir Gott er að sjá að margir frambjóðendur vilja efla heilsugæsluna. En það skiptir máli hvernig staðið er að málum og hvað menn ætla sér með endurskipulagningu á heilbrigð- isþjónustunni. Eina vitið er að efla enn frekar heilsugæsluna og félagsþjónustu sem fyrir er í bænum. Þá dugar lítið að treysta á einkastofur úti í bæ, heldur að- eins á sterkar stofnanir sem geta ásamt lögreglunni, barnaverndarnefnd, skól- um og heimilum brugðist við flóknustu málum, svo sem ofbeldi af öllu tagi, geðrænum vanda, misnotkun efna og óheilbrigðum lífsstíl. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af framtíð þessara málaflokka ef taka má mark á skrifum sumra stjórnmálamanna að undanförnu, bæði á vett- vangi sveitastjórna- og landsmála. Kjósendur eiga hiklaust að krefja þá um skýr svör um þessi mikilvægu mál áður en kjördagur rennur upp. Hverri einastu krónu sem varið hefur verið til HAK hefur verið marg snúið til að finna bestu nýtinguna fyrir samfélagið. Þetta leyfi ég mér að fullyrða enda hef ég fylgst með HAK frá upp- hafi, meðal annars með átta ára setu í félags- málaráði þegar heilsugæslan var að bæta við sig nýja barninu og unglingamóttökunni, hvort tveggja lýðheilsutengd verkefni í forvarnarstarfi. Fái Vinstrihreyfingin grænt framboð einhverju ráðið að kosningum loknum verður barist fyr- ir eðlilegum fjárveitingum frá ríkinu til sam- ræmis við það sem greitt er með sjúklingum til heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Við erum jafn verðmæt hér fyrir norðan og eigum það skilið að rétta úr kútnum. Höfundur skipar 20 sæti á lista VG við sveitastjórnarkosningarnar í vor KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR GEIR KR. AÐALSTEINS- SON

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.