Akureyri


Akureyri - 05.06.2014, Qupperneq 8

Akureyri - 05.06.2014, Qupperneq 8
8 21. tölublað 4. árgangur 5. júní 2014 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LAST fær veitingastaðurinn Strikið á Akureyri, skrifar bæjarbúi sem sendi blaðinu bréf. „Við hjónin áttum pantað borð á Strikinu 31. maí og ætluðum að halda upp á fimm ára brúðkaupsafmæli. Við komum á staðinn, borðið var ekki tilbúið en svo fengum við sætin og biðum ... og biðum ... og biðum. Aldrei talað við okkur! Virt að vettugi. Biðum í tæpan hálftíma og ekkert talað við okkur!! Geir Kristinn forseti bæjarstjórnar og konan hans komu þarna (án þess að hafa pantað borð skilst mér) og fengu borð og komin með drykki innan skamms! Par sem kom á eftir okkur inn var komið með drykki og brauð ... ömurleg þjónusta og við algjör- lega hunsuð. - Hringdum á La vita é Bella og fengum borð þar og bara æðislegan mat og frábæra þjónustu. Við munum framvegis halda upp á okkar áfanga þar en ekki koma nálægt Strikinu aftur,“ skrif- ar bæjarbúinn og er mikið niðri fyrir... LAST fá öll framboð á Akureyri fyrir að hafa yfirgefið kynningarbása sína á Glerártorgi allt of snemma daginn fyrir kosningar, segir maður sem hringdi í blað- ið. Hann var á röltinu daginn fyrir kosn- ingar og var ekki búinn að gera upp hug sinn, ætlaði að spyrja fulltrúa allra flokka um ákveðið mál en þegar hann gekk um Glerártorg síðdegis á föstudag voru fulltrú- ar allra flokka horfnir á braut nema fulltrúi Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokks og Dögunar. „Þau framboð fá lof, en hin last,“ segir bæjarbúinn. LOF fær Blómaval á Akureyri, segir kona sem hringdi í blaðið fyrir hönd vinkvenna- hóps. Þær fóru nokkrar saman um síðustu helgi í Blómaval og „... það var svo einstaklega hreint og fínt allt saman þar sem sumarblómin eru seld. Maður hefur oft áður hreinlega vaðið þarna í mold og drullu en nú var allt tipp topp, nýþrifið, uppraðað og aðgengilegt. Þarna var líka kona að vinna með einstaka þjónustulund og algjör viðbrigði síðan í fyrra. Þau hafa tekið sig hressilega á og eiga allt það besta skilið fyrir vikið,“ segir konan... AKUREYRI VIKUBLAÐ 21. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2014 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND Sveltur sitj- andi kráka Kjörsókn Akureyringa var skárri en í sumum bæjarfélögum, eigi að síður afleit. Fræðingar hafa stigið fram og velt vöngum yfir skýringum. Rætt hefur verið um hvort rafræn kosning sé málið, hvort aka þurfi ungmennum líkt og gamalmennum á kjörstað, því krakkarnir okkar séu keyrða kyn- slóðin! Hvort dræm þátttaka hafi aukið fylgi gömlu valdaflokkanna. Ræða verður málin. Í skýrslu ÖSE sem fjallaði um framkvæmd kosn- inga til Alþingis árið 2009 hér á landi voru gerðar nokkrar athugasemdir. Þær lutu meðal annars að auglýsingum og pólitík, sambandi fjölmiðla, frétta og kosninga og misvægi atkvæða eftir svæðum. En sérstaklega var tekið fram sem hraustleikamerki lýðræðis hér á landi að kjörsókn væri góð sem benti til virkrar þátttöku borgara í lýðræðinu. Aðeins fimm árum síðar er kjörsókn hrunin hér á landi. Hið virka lýðræði reyndist óvirkt síðast- liðinn laugardag. Í umræðu um málið hefur verið spurt hvernig hægt sé að virkja fólk til þess að kjósa eins og sökin liggi öll hjá þeim sem heima sátu. En enn betri spurning er: Hvers vegna kýs fólk ekki? Og fyrst það kýs ekki, verður þá ekki að bregðast við því? Hvar sem maður fór síðustu dagana fyrir kosningar hitti maður fólk sem sagðist ekki ætla á kjörstað. Það var ekki bara ungt fólk. Sumir höfðu á orði að þeir „væru búnir að gefast upp“. Að hér einkenndist mestöll stjórnsýsa af tengsl- um og tengslahyggju. Að heimskan réði ríkjum, að millistéttin væri æ minna með í ráðum. Nefnd voru dæmi um dekur við hina best settu, svo sem sægreifana, og frumvörp sem gerðu hæst launuðum kleift að auka enn hagnað sinn. En sveltur sitjandi kráka. Sá sem lætur duga að nöldra á götuhorninnu um að stjórnmálamenn séu eignir hagsmunaafla og forréttindahópa er ekki líklegur til að breyta samfélaginu. Að setja læk við status á facebook er ekki ígildi virkrar afstöðu líkt og þeirrar að mæta í kröfugöngu eða koma á kjörstað og leyfa eigin rödd að heyrast. Lýðræðið er skrumskælt, spillt og bjagað en það er ekki í boði að gefast upp. Virk félagsaðild er vopn. Að nýta sér félagsfrelsi og skoðanafrelsi, skrifa greinar, viðra vilja, mæta á kjörstað og sýna valdhöfum aðhald. Það eru lyklar að betri framtíð. Björn Þorláksson AÐSEND GREIN ODDUR HELGI HALLDÓRSSON Ég hlakka svo til Fjórða árið í röð er nú boðið upp á beint flug frá Akureyri til Slóveníu. Það er Ferðaskrifstofan Nonni, sem hefur séð um þessar ferðir. Það hefur verið farin ein ferð á ári. Það kemur flugvél með slóvenska ferðamenn og fer með Íslendinga til baka. Dvalið er ytra í átta nætur og svo haldið heim á leið þar sem Slóvenarn- ir bíða heimferðar. Ég átti þess kost þegar fyrstu Slóvenarnir komu hing- að sumarið 2010 að taka á móti þeim og gróðursetja með þeim tré í Kjarna- skógi. Búa til vinalund. Við þá athöfn var sendiherra Slóveníu líka. Þetta er fallegur siður sem haldið hefur verið síðan Þegar flugvélin lendir er byrjað á að gróðursetja, áður en farþegarnir dreifa sér um landið, en ýmist dvelja þeir hér á Akureyri eða ferðast um landið á eigin vegum eða í skipulögð- um hópferðum. Við hjónin fórum til Slóveníu 2013. Sú ferð var á allan hátt frábær og við ákváðum strax þegar við komum heim að fara aftur. Því leggjum við land undir fót 18. júní. Beint frá Akureyri. Þetta er innan við fjögurra tíma flug. Skipulag og fararstjórn er alveg til fyrirmyndar og því hiklaust hægt að mæla með þessum ferðum. Slovenía er eitt fallegasta og skemmtilegasta land sem ég hef komið til. Þar er margt að skoða og aðstaða mjög góð til að njóta þess að vera í fríi. Góðar sólarstrendur, hrein náttúra og fallegt landslag. Margir merkileg- ir staðir eins og t.d. Postojna dropa- steinshellarnir, Bledvatn og Bohinj þjóðgarðurinn. Fólkið er afskaplega elskulegt og því er notalegt að dvelja þarna. Síðast fórum við í nokkrar skoðunarferðir, sem voru afskaplega skemmtilegar, en núna ætlum við njóta þess að vera í Portoroz og baða okkur í sólinni og Adríahafinu. Allir sem hafa prófað vita hversu þægilegt það er að fara beint héðan. Enn þægilegra er að lenda hér og vera komin heim til sín nokkrum mínútum seinna. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá beint millilandaflug frá Akureyri og ferðaþjónustuaðilar eiga heiður skilið fyrir sína aðkomu að markaðssetn- ingu á beinu flugi. Það er því mikils vert að Norðlendingar séu duglegir að notfæra sér þessar ferðir til að hægt sé að halda þeim áfram og auka. Ég hvet því alla til að kanna möguleika á beinu flugi héðan, þegar þeir íhuga ferðalög til útlanda. AÐSENT Oddur Helgi Halldórsson ÚTSÝNIÐ ER STÓRKOSTLEGT yfir Bledvatn úr kastalanum ÚTIDREKKUTÍMI! Þótt snjófannir séu enn nálægt byggð hefur straumur ferðamanna tekið kipp síðustu daga. Þessir erlendu ferðamenn nutu veðurblíðunnar, nestisbitans og útsýnisins skammt frá Grímsstöðum í Mývatnssveit þegar ljósmyndara blaðsins bar að garði. BÞ

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.