Akureyri - 05.06.2014, Blaðsíða 10
10 21. tölublað 4. árgangur 5. júní 2014
Hrunin heilsugæsla
helsta ógn bæjarbúa
Eitt þeirra mála sem að-eins bar lítillega á
góma í umræðunni á Akureyri
fyrir kosningar var ófremdará-
stand Heilsugæslustöðvarinnar
í bænum, HAK. Á sama tíma og
þúsundir dálkcentímetra í blöð-
um og margar mínútur fóru í ljós-
vakamiðlum í þrengingu 500 metra
kafla á einni götu í kappræðum
oddvita bitnar undirmönnun og
óánægja starfsmanna á lífsgæð-
um bæjarbúa. Starfsmenn HAK fá
lægri laun en kollegar þeirra hjá
ríkinu. Yfirmenn starfa sumir að-
eins tímabundið og margt virðist
í lausu lofti. Allt hefur þetta orðið
til þess að bið eftir viðtali við heim-
ilislækni tekur óratíma. Óánægja
bæjarbúa er víðtæk og grunur leik-
ur á myglusveppi í stöðinni. Oddviti
Sjálfstæðisflokks á Akureyri segist
aldrei hafa komið inn á vinnustað
þar sem vinnuandi hafi verið eins
slæmur og á Heilsugæslustöðinni á
Akureyri, skömmu fyrir kosningar.
DÝRKEYPT TILRAUN
Skýringar ástandsins eru sagðar
nokkrar, sumpart samþættar. Sér-
fræðingar sem blaðið hefur rætt
við nefna einkum tvær ástæður.
Annars vegar sé heilsugæslan á
Akureyri tilraunaverkefni þar sem
bærinn rekur heilsugæslustöðina
fyrir eigin reikning en á að rukka
ríkið fyrir. Þetta samstarf þótti
lukkast vel fram eftir árum, enda
góð rök fyrir að heimaþjónusta
verði betur notendastýrð með for-
ræði innan héraðs en utan. Hins
vegar er hermt að heilbrigðisráðu-
neytið hafi um skeið notast við úrelt
reiknilíkan sem vanmeti kostnað
hjá HAK. Það skýri vaxandi halla
og óánægju. 80- 100 milljónir vanti
inn í reksturinn.
PATTSTAÐA VEGNA
SAMEININGAR
Hin skýringin er sögð pattstaða í
fjármálum stöðvarinnar síðan rík-
isstjórnin hóf vinnu við sameiningu
heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.
Þrefað hefur verið um fjáveitingar
milli bæjar og ríkis síðustu mánuði.
Á sama tíma og hvorki gengur né
rekur hefur skapast flótti úr herbúð-
um starfsfólks hjá HAK. Starfsmenn
una því ekki að vinna fyrir 10-12%
lægri laun á HAK en hjá ríkinu eins
og hjúkrunarfræðingur sem blaðið
ræddi við hermir að sé staðreynd.
Læknar séu fjórum færri á HAK
en fyrir nokkrum árum. Á sama
tíma hafi bæjarbúum fjölgað nokk-
uð. A.m.k. tveir hjúkrunarfræðingar
hafa flutt sig frá HAK yfir á Sjúkra-
húsið á Akureyri síðustu mánuði.
Halda mætti að það gæti hjálpað
til að höggva á hnútinn að Kristján
Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra er
Akureyringur og fyrrum bæjarstjóri
á Akureyri. Allt kemur fyrir ekki.
Deilan er einnig sögð tengjast fyrri
ákvörðun fyrrverandi velferðarráð-
herra að efna til jafnlaunaátaks sem
hafi skapað nýjan kjaramismun.
HRÓPLEGT ÓRÉTTLÆTI
Um 25 hjúkrunarfræðingar starfa
á HAK. Kjarasamningar hjúkr-
unarfræðinga sem starfa á HAK
voru felldir á dögunum enda er 10-
12% munur á kjörum hjúkrunar-
ÞAÐ GETUR ENGAN veginn talist
ásættanlegt að bæjarbúar eigi á hættu
að þurfa að bíða í tæpan mánuð eftir
viðtali við heimilislækni á Akureyri, en
dæmi eru um slíka bið. Stjórnmála-
menn og starfsmenn segja brýnt að
höggva á hnútinn sem fyrst. Bær og
ríki deila um fjárveitingar.
Völundur
FRÉTTASKÝRING
Björn Þorláksson
Fjögurra vikna bið hefur skapast eftir tíma hjá heimilislækni. Starfsfólk
HAK er með mun lægri laun en greidd eru hjá ríkinu. Fjóra lækna vantar.
100 milljónir þarf inn í reksturinn strax.