Akureyri - 05.06.2014, Page 11
5. júní 2014 21. tölublað 4. árgangur 11
fræðinga hjá HAK og hinna sem
vinna alfarið hjá ríkinu að sögn
starfsmanns. „Þetta er hróplegt
óréttlæti,“ segir hjúkrunarfræðing-
ur á HAK sem þó vill ekki koma
fram undir nafni. Annar hjúkrunar-
fræðingur segir að einn vandinn sé
að framkvæmdastjóri yfir stöðinni
hafi aðeins verið settur tímabund-
ið eftir að farsæll forstöðumaður
sagði upp starfi sínu í ágúst sl. Þá
séu fleiri dæmi um að forstöðumenn
séu lausráðnir og fjóra lækna vanti
hið bráðasta. „Það eru að minnsta
kosti tvær hérna sem hafa flutt sig
frá HAK yfir til ríkisins síðastliðna
mánuði. Hér verður frekari upp-
plausn ef ekki kemur til leiðrétting.“
AFLEIT SAMNINGSSTAÐA
Fyrir skemmstu birtist á vef Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga frétt
um að framlenging og breyting á
kjarsamningi félagsins við Sam-
band íslenskra sveitarfélaga hefði
verið felld í atkvæðagreiðslu. Þeir
sem eiga aðild að þessum samningi
eru um 40 hjúkrunarfræðingar á
öldrunarheimilum Akureyrar og
um 25 á HAK. Aðrir sem eiga að-
ild að samningnum eru hjúkrunar-
fræðingar á Heilsugæslustöðinni
á Höfn í Hornafirði (2-3) og svo
hjúkrunarfræðingar á öðrum öldr-
unar-, dvalar- og hjúkrunarheimil-
um víða um land sem rekin eru af
sveitarfélögum. Af þeim sem eiga
aðild að samningnum er sem sagt
meira en helmingur á Norður-
landi þegar Dalbæ og Hornbrekku
er bætt við. Samningsstaða starfs-
manna HAK er sögð afleit.
NÝ MISMUNUN SKAPAST?
Fyrir u.þ.b.ári fengu hjúkrunar-
fræðingar sem starfa hjá ríkinu
launahækkun/leiðréttingu vegna
átaks sem nefnt var jafnlaunaátak.
Það átak náði ekki til hjúkrunar-
fræðinga sem starfa hjá sveitar-
félögum. Því segja starfsmenn að
átakið hafi skapað nýja mismunun,
sem hjúkrunarfræðingar sem starfa
hjá sveitarfélögunum haf reynt að
fá leiðrétta, án árangurs. „Svarið
sem við fáum er alltaf það sama:
Það eru ekki til peningar.“
Hjúkrunarfræðingahópurinn
sem felldi á dögunum að fá lægri
laun en kollegar þeirra hjá ríkinu
fyrir sömu vinnu virðast því hafa
nokkuð til síns máls að óréttlætið
sé hróplegt. Einn viðmælandi
blaðsins segir: „Það virðist því
miður vera staðreynd að enn þann
dag í dag - árið 2014 - standi Ak-
ureyrarkaupstaður fyrir láglauna-
stefnu. Sú stefna hefur löngum loð-
að við Eyjafjörð en er tímaskekkja í
dag að mínu viti. Þess vegna er það
mér og fleirum hulin ráðgáta hvers
vegna ráðamenn á Akureyri segja
ekki einfaldlega við ríkisvaldið:
Þið viljið ekki borga okkur það sem
þarf til að reka HAK - og borga
starfsfólki þar sömu laun og þið
gerið. Sveitarfélagið hefur ekki efni
á að borga með HAK áfram. Þess
vegna megið þið bara gjarnan taka
við keflinu hér og nú, þegar samn-
ingnum lýkur!“
SAMNINGAR ÁN SKYNSEMI?
Þótt reynslan af tilraunaverkefn-
inu með heilsugæslustöðina hafi
sumpart verið góð hafa forsvars-
menn Akureyrarkaupstaðar kvart-
að nær allan starfstímann und-
an því að sveitarfélagið verði að
greiða með rekstrinum árlega. Það
þýðir á mannamáli að ekki hafi
fylgt nægt fjárframlag frá ríkinu.
Þrátt fyrir þetta samþykkti bæjar-
stjórn Akureyrar nýverið að ganga
til samninga við ríkið um áfram-
haldandi þjónustusamning vegna
HAK. Félagsmálaráð ályktaði fyrir
skömmu þar sem segir: „Félags-
málaráð Akureyrar furðar sig á
þeirri stöðu sem uppi er varðandi
starfsemi Heilsugæslustöðvarinn-
ar í bænum. Fjárframlög ríkisins
eru ekki í samræmi við framlög
til annarra heilsugæslustöðva.
Skortur á starfsfólki er viðvarandi
og laun lægri en á sambærilegum
stofnunum sem reknar eru af rík-
inu. Þetta ástand er með öllu óá-
sættanlegt. Félagsmálaráð krefst
þess að heilbrigðisráðherra taki á
málinu af þeirri festu sem honum
ber. Viðurkenna þarf vandann og
tryggja Heilsugæslunni á Akureyri
nauðsynleg fjárframlög.“
FYRST AÐ SJÁ ALVÖRU
MÁLSINS NÚNA
Í umræðu um málið hefur ekki bor-
ið á að það sé flokkspólitískt, enda
hafa allir flokkar á Akureyri kom-
ið að þessum samningi við ríkið á
liðnum árum og áratugum. Akur-
eyri vikublað bar ástandið innan
HAK undir tvo pólitíska fulltrúa
á Akureyri. Annar þeirra, Gunnar
Gíslason oddviti sjálfstæðismanna,
segist ekki hafa áttað sig á alvöru
málsins fyrr en hann fór ásamt fleiri
frambjóðendum á fund með starfs-
fólki HAK skömmu fyrir kosningar.
„Ég hef oft komið inn á vinnustaði
þar sem hljóðið var þungt í fólki en
sjaldan eins og þarna. Pirringurinn
er slíkur að það eitt segir manni að
grípa verði til tafarlausra aðgerða.
Við þurfum að setja verulega fjár-
muni þarna inn bara einn, tveir og
þrír og kippa hlutum í liðin. Þetta
er gjörsamlega ótæk þjónusta sem
heilsugæslan er komin í. Það þýð-
ir ekki að bíða lengur eftir því að
eitthvað gerist af hálfu ríksvalds-
ins. Það er ekki hægt að bíða lengur.
Heilsugæsla er hluti af grunnþjón-
ustu íbúa sem þarf að vera í lagi.
Stundum þarf bærinn að taka af
skarið og láta vaða. Nú er dæmi um
slíkt,“ segir Gunnar.
Oddviti sjálfstæðismanna segir
að ef heilsugæslan eigi að standa
jafnfætis hér og í Reykjavík þurfi
95 milljónir aukalega. Góð byrj-
un væri ef Akureyrarbær legði nú
þegar fram 45-50 milljónir til að
fjölga læknum og bæta þjónustuna.
„Það má vinna að því markmiði með
ýmsu móti en grundvallaratriðið er
að fjölga læknum og stytta biðtí-
mann. Ég ef sjálfur verið heimilis-
læknislaus í tvö og hálft ár og okkur
á heimilinu finnst það mjög óþægi-
leg staða. Svona þjónusta á að vera
persónuleg, maður á að tengjast
sínum heimilislækni persónulega.“
VITLAUST REIKNAÐ
Dagur Fannar Dagsson sem hefur
gegnt formennsku í félagsmála-
ráði fyrir L-listann tekur undir
með Gunnari um mikilvægi að-
gerða. Dagur hefur skrifað greinar
um vandann og setið marga fundi
vegna vandans. Hann staðhæfir að
reiknilíkan sem ráðuneytið notist
við sé vitlaust. Það vantelji kostn-
að af rekstri HAK og skýri hluta
vandans.
„ Aðalmálið í okkar augum er
launamunurinn. Launamunur-
inn er hornsteinn vandamála
Heilsugæslustöðvarinnar á Akur-
eyri,“ segir Dagur Fannar.
NEYÐ EN ENGIN LAUSN?
Óvíst er hvort nýr meirihluti mun
bregðast við ákalli sjálfstæðis-
manna að láta bæinn punga út
tugum milljóna upp á von og óvon
um fullar endurgreiðslur frá rík-
inu. Allir viðmælendur blaðsins eru
sammála um að nú orðið megi segja
að neyðarástand ríki í málefnum
HAK. Þá leiki grunur á að myglu-
sveppur hafi hreiðrað um sig innan
heilsugæslustöðvarinnar sem fyrir
vikið kunni að vera heilsuspillandi
starfsmönnum.
Vegna reiknilíkansins sem for-
maður Félagsmálaráðs á Akureyri
nefnir hefur blaðið heimildir fyr-
ir að Kristján þór Júlíusson heil-
brigðisráðherra hafi viðurkennt í
hópi fólks en þó ekki opinberlega
að taka verði inn í reikninginn nýj-
ar upplýsingar sem bendi til þess að
fjármunir frá ríkinu séu vantaldir
inn í rekstur HAK. Blaðið reyndi að
fá viðbrögð frá heilbrigðisráðherra
en án árangurs. a
“Það þýðir ekki að bíða lengur eftir
því að eitthvað gerist af hálfu ríks-
valdsins. Það er ekki hægt að bíða
lengur.”