Akureyri


Akureyri - 05.06.2014, Page 14

Akureyri - 05.06.2014, Page 14
14 21. tölublað 4. árgangur 5. júní 2014 42 milljónum úthlutað til menningarverkefna Menningarráð Eyþings hefur úthlut- að 42 milljónum króna til menn- ingarstarfs á starfssvæði Eyþings. Þetta er í tíunda sinn sem úthlutað er verkefnastyrkjum og þriðja árið sem úthlutað er stofn- og rekstrarstyrkj- um (styrkjum sem alþingi veitti áður) samkvæmt samstarfssamningi um menningarmál milli mennta- og menningarmálaráðuneytis, atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytis og sveitarfélaga í Eyþing. Menningarráðinu bárust samtals 130 umsóknir um verkefnastyrki þar sem sótt var um rúmar 85,5 millj- ónir króna og hljóta 66 verkefni styrk að upphæð 29 milljónir króna. Heildarkostnaður við verkefnin er 422,5 milljónir króna. Auk þess hefur Menningarráð Eyþings úthlutað fjármagni til stofn- og rekstrarstyrkja (styrkir sem al- þingi veitti áður) frá árinu 2012. Í ár bárust 26 umsóknir, sótt var um 53 milljónir. Úthlutað er 13 milljónum til 13 aðila á starfssvæði Eyþings. Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmál- um á Norðurlandi eystra eða dragi fram menningaleg sérkenni svæð- isins. Áherslur við úthlutun þessa árs eru meðal annars verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema og leikmanna, verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðarlaga eða listgreina, verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menn- ingar, lista og menningartengdrar ferðaþjónustu og verkefni sem fela í sér samstarf við önnur lönd á sviði menningar og lista. a LOFTIÐ & LANDIÐ Laugardaginn 7. júní kl. 14.00 opnar Ragnar Hólm Ragnarsson sýningu í Populus tremula á Akureyri. Ragnar hefur á undanförnum árum haldið nokkrar sýningar á vatnslitamyndum en að þessu sinni sýnir hann ný olíumál- verk undir yfirskriftinni „Loftið & landið“. Sýningin er einnig opin á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi. Um sýninguna segir Ragnar: „Ég hef aðeins verið að færa mig út undir bert loft með olíulitina en það er örlítið þyngra í vöfum að þvælast með þá um landið en vatnslitina þótt hvort tveggja sé gríðarlega skemmtilegt. Á sýningunni verða mestmegnis flunkuný olíumálverk, bæði stílfært landslag og minni abstraktmyndir.“ Phishing the Landscape Nú stendur yfir sýning í Verksmiðj- unni á Hjalteyri eftir Catrionu Shaw og Clémentine Roy, Phishing the Landscape. Sýningin er tilrauna- útgáfa en í aðalhlutverkum eru 10 alþjóðlegir listamenn. Titillinn vísar í “phishing”, blekkingarleik, þar sem upplýsingum er hnuplað og síðar notaðar í sviksamlegum tilgangi. Verkin á sýningunni sýna afstöðu, sem tengja má við “phishing”, en í samhengi landslags, eins og með yfirtöku og nýrri notkun á mann- virkjum áður ætluð til annarra nota, eða samtímalegum uppfærslum á landslagi og umtaki þess. Skynjun á eiginleikum, sögu og notkun þessara staða er oft breytt, ekki einvörðungu með annari notkun heldur einnig með annari gerð notanda. Fyrrum vinnustaðir verða tómstunda- og listhús, stríðsminjar verða veiði- græjur fyrir fiskimenn og leikvellir fyrir börn, landslag er endurskapað og lagfært með stafrænum aðferð- um eða sérfræðilegum hugtökum. a

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.