Akureyri - 05.06.2014, Síða 24
14.500 EINTÖK FRÍTT UM ALLT NORÐURLAND Á HVERJUM FIMMTUDEGI | AUGLÝSINGAR 578 1190 & AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS | RITSTJÓRN 862 0856 & BJORN@AKUREYRIVIKUBLAD.IS
VI
KU
BL
AÐ
UM DAGINN OG VEGINN
JÓN ÓÐINN WAAGE
SKRIFAR
Eru flugur, flær eða
maurar að ergja þig
og bíta?
áhrifaríkur
og án
allra
eiturefna.
Allt að
8 tíma
virkni.
Fæst í flestum apótekum,
heilsubúðum og hjá N1
www.gengurvel.is
Ökumaðurinn ég
Þegar ég ek bifreið þá fer geta
mín mikið eftir geðsmunum.
Stundum gef ég stefnuljós
sem merki um að ég sé búinn
að beygja. Stundum gef ég alls
ekki stefnuljós af því að mér
finnst öðrum ekki koma við
hvert ég er að fara.
Þegar mér liggur á þá geta
ökumenn sem lufsast innan
hraðamarka gert mig brjálað-
an. Þegar mér liggur ekki á þá
finnst mér fínt að aka rólega og
njóta umhverfisins.
Oft er ég svo utan við mig
að ég veit ekkert hvert ég er að
fara. Það finnst krökkunum
mínum skemmtilegt. Þau bíða
spennt að sjá hvert ég fer hverju
sinni. Stundum legg ég bílnum
og skil þau eftir, það finnst þeim
toppurinn.
En mig langar til að vera
góður ökumaður. Góður ök-
umaður sem að tekur tillit til
allra í umferðinni.
Það gengur ekkert of vel, en
ég reyni.
Um daginn var ég að aka út
úr bílastæði. Ég horfði ekki
nægilega vel í kringum mig og
var næstum búinn að aka inn
í hliðina á bifreið sem ók eftir
götunni. Ökumaður bifreiðar-
innar var kona og ég sá að henni
dauðbrá við heimskuna í mér.
Mér þótti þetta einlægt
leiðinlegt og langaði til að
biðja konuna afsökunar. Ég sá
að hún lagði í bílastæði utar í
götunni svo ég flýtti mér á eftir
henni. Ég lagði aftan við bif-
reið hennar, snaraðist út í flýti,
kallaði til hennar og hljóp af
stað í áttina að henni.
Konan sá mig. Hún rak upp
skelfingaróp og hljóp í burtu. a