Akureyri


Akureyri - 15.05.2014, Blaðsíða 2

Akureyri - 15.05.2014, Blaðsíða 2
2 18. tölublað 4. árgangur 15. maí 2014 113 nemar hættu námi vegna andlegra veikinda Talið er að skimun fyrir nemend- um í brotthvarfshættu geti minnk- að brotthvarf. Þetta kemur fram í skýrslu frá mennta- og menningar- málaráðuneytinu. Skimunarpróf fóru fram í nokkrum framhalds- skólum sl. vetur. Skólameistarar og náms- og starfsráðgjafar lýsa allir ánægju með verkefnið. Ráðuneytið kallaði eftir skýr- slum frá skólunum, alls 17 talsins, þar sem m.a. var óskað eftir upplýs- ingum um hvernig fyrirlögn prófs- ins hefði gengið. Einnig var óskað eftir upplýsingum um hvaða al- mennu aðgerðir til að sporna gegn brotthvarfi, hefðu verið til staðar innan skólanna áður en þátttaka í verkefninu hófst. Fulltrúar skólanna töldu skimunarprófið góða viðbót við það sem fyrir væri gert til að sporna gegn brotthvarfi. Í kjölfar skimunarprófs voru nemendur sem greindust í hvað mestri brotthvarfs- hættu boðaðir í viðtöl hjá náms- og starfs ráðgjöfum. Í einhverjum skólum var boðið upp á hópráð- gjöf fyrir umrædda nemendur sem full trúar skóla sögðu að hefði gefist afar vel. Í niðurstöðum úr skýrslum frá skólunum má einnig sjá að allir fulltrúar skólanna telja að stíft eft- irlit með mætingum nemenda svo og gott samstarf við foreldra ólög- ráða nemenda sé meðal þess sem talið er gagnast vel til að draga úr brotthvarfi. Niðurstöður brotthvarfs á haustönn 2013 sýna að fjöldi þeirra sem vikið er úr skóla vegna brots á skólareglum/slakrar mætingar eykst verulega eftir því sem nem- endur eldast. Þar gæti lagalegt ákvæði um fræðsluskyldu haft áhrif, en samkvæmt fræðsluskyldu eiga nemendur yngri en 18 ára rétt á skólavist óski þeir þess að fara í skóla. „Ljóst er samkvæmt niðurstöð- um frá skólunum að öflug náms- og starfsráðgjöf við nemendur er talin gegna veigamiklu hlutverki þegar kemur að því að sporna gegn brott- hvarfi,“ segir í skýrslunni. SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTA MIKILVÆG Niðurstöður sýna að 11% nem- enda, eða 113 nemendur, hættu námi á einni og sömu önninni vegna andlegra veikinda. Líkt og á vor- önn má sjá að hjá þeim skólum sem boðið var upp á sálfræðiþjónustu fyrir nemendur hættu hlutfallslega færri vegna andlegra veikinda en í sambærilegum skólum. „Því mætti í framhaldinu velta því fyrir sér hvort hægt væri að minnka brott- hvarf vegna andlegra veikinda með aukinni sálfræðiaðstoð innan skól- anna,“ segir í skýrslunnni. „Brotthvarf er ekki vandamál einstakra skóla heldur samfélags- ins í heild og því þarf að eiga sér stað samspil á milli haghafa til að árangur náist í að minnka brott- hvarf frá námi sem í framhaldinu myndi þýða hækkað menntunarstig þjóðarinnar og lægri kostnað vegna fræðslu- og velferðarmála í í fram- tíðinni,“ segir í skýrslunni. -BÞ Norðlenska sækir í aukið frystipláss á Húsavík „Það er rétt að við höfum skoðað hús þeirra Vísismanna við Hafnar- stétt á Húsavík. Það eru frystar og sú aðstaða sem þeim fylgir sem við vorum að skoða þar án þess að vera með hugmyndir um flutning á starfsemi til Húsavíkur. Við erum með takmarkað aðgengi að fryst- um og því erum við að skoða þetta,“ segir Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri hjá Norðlenska. Talsmaður Vísis lét þess getið á starfsmannafundi á Húsavík þegar ákvörðun var kynnt um flutning starfseminnar burt úr bænum að vitað væri um áhuga kjötvinnslu- fyrirtækis að flytja starfsemina til Húsavíkur, m.a. vegna aðgangs að frystigeymslum. Sláturhús Norð- lenska er á Húsavík. Sigmundur Ófeigsson hafnar því að flutningur á starfsemi sé fyrirhugaður frá Ak- ureyri. „Fyrir rúmu ári síðan keyptum við Suðurgarð 2 á Húsavík af þeim Vísismönnum og vorum fyrst og fremst að ná okkur í frystipláss þar. Reyndar fór Icelandic Byproduct inn í það hús einnig. En úrvinnsla úr aukaafurðum hefur aukist veru- lega hjá okkur og hentaði vel að fara með þá starfsemi inn í það hús.“ -BÞ Fjölmiðlar spiluðu með Sigurður Kristinsson, prófess- or í heimspeki við Háskólann á Akureyri, er í hópi innlendra sérfræðinga sem hafa gagnrýnt lífsýnasöfnun Ís- lenskrar erfðagreiningar og Landsbjargar. Í yfirlýsingu sem hópur siðfræðinga og fræðimanna sendi frá sér segir: „Allt fer þetta í bága við vinnubrögð í þroskuðu lýðræðissamfélagi og orkar tvímælis í ljósi þeirra við- miða sem mótast hafa í sið- fræði rannsókna. Með því að beita slíkum aðferðum er hætt við að grafið sé undan trausti á vísindum og þátttökuvilja í rannsóknum til lengri tíma litið.“ Sigurður er eini fræðimaðurinn utan höfuðborgarsvæðis- ins sem ritaði undir gagn- rýnina. Hörð viðbrögð hafa orðið við henni en Sigurður gagnrýnir fjölmiðla og ger- ir hroka Kára Stefánssonar að umræðuefni. „Lífsýnasöfnun Íslenskr- ar Erfðagreiningar (ÍE) bar mjög brátt að. Hún var kynnt í fjölmiðlum og með auglýsingaátaki daginn sem fólk fékk sýnatökuspaða senda í pósti og skilja mátti að björgunarsveitirnar myndu þegar byrja að ganga í hús. Þetta var sannkölluð leiftursókn og spiluðu fjölmiðlar gagnrýnislaust með. Í þau fáu skipti sem forstjóri ÍE var spurður hvort þessi aðferð skap- aði e.t.v. óeðlilegan þrýsting svaraði hann með þjósti og hroka. Síendur- tekið svar hans var nokkurn veginn á þá leið að ef menn væru eitthvað óánægðir með að hann skyldi senda okkar ástkæru björgunarsveitir til að bjarga sýnunum þá ættu menn að íhuga að hann hefði hann alveg eins getað sent illmenni og þrjóta heim til fólks. Svona ummæli frá þetta miklum áhrifamanni í samfélaginu dæma sig auðvitað sjálf. Þegar forstöðumaður Siðfræðistofnunar hafði uppi efasemdir um leiftur- sóknina voru viðbrögð forstjóra ÍE á þá leið að Siðfræðistofnun væri nær að sinna einhverju þarflegra og að hún sé enginn leyfisveitandi. Þetta kallast í daglegu tali skætingur og þess vegna notuðum við það orð í upphaflegri yfirlýsingu okkar,“ segir Sigurður. „Eins og ótal dæmi sanna og nýlega var fjallað ítarlega um í Kjarnanum býr íslenskt háskóla- samfélag því miður við það bar- baríska umhverfi að þegar háskóla- fólk fjallar á gagnrýninn hátt um samfélagsleg málefni má búast við þöggunartilburðum frá valdamikl- um aðilum úr stjórnmálum og við- skiptalífi. Viðbrögð ÍE við gagnrýni Siðfræðistofnunar eru þar engin undantekning. Einnig er sterk staða ÍE í íslensku rannsóknarsamfélagi umhugsunarefni eins og vikið er að í viðbrögðum okkar við yfirlýsingu vísindamanna. Gagnrýni okkar á útkallsátakið dró ekki í efa um- fangsmikið vísindastarf ÍE og sneri ekki að árangri þess eða háleitum markmiðum – það er önnur um- ræða. Við gagnrýndum aðferðirnar við lífsýnasöfnunina og sú gagnrýni stendur óhögguð,“ segir Sigurður. -BÞ Grandagarði 16—101 Reykjavík— Sími 696 0008—info@karl.is WWW.KARL.IS 3 millimetrar sem skipta máli og hafa bjargað mannslífum. VMA HEFUR BROTIÐ blað í sálfræðiþjón- ustu við nemendur. RYKIÐ AF GÖTUNNI inn í garðana! Eins og sést á þessum myndum kosta flestir sigrar fórnir. Árvökull bæjarbúi myndaði götusópinn fyrir nokkrum dögum og þótt allir bæjarbúar vilji hafa götur og gangstéttir vel sópaðar sést hvernig rykmökkinn leggur af framkvæmdinni. „Þetta fer yfir á lóðir íbúa og jafnvel inn í hús,“ segir bæjarbúinn. ERUM EKKI AÐ flytja frá Akureyri, segir framkvæmdastjóri Norðlenska. Völundur SIGURÐUR KRISTINSSON

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.