Akureyri - 15.05.2014, Blaðsíða 23
15. maí 2014 18. tölublað 4. árgangur 23
Garðar er
mættur
Garðar Kári Garðarsson Matreiðslumaður átti upphaf
sitt á Gamla Bauk á húsavík þar sem hann vann á hótel
húsavík í 1 ár, kom svo til Akureyrar þegar Strikið opn-
aði án þess að vita að hann ætti eftir að vera þó nokkra
klukkutímana þarna í skipagötu 14.
Garðar var kokkanemi á Strikinu hjá Róberti Häsler
og Valdimari Pálsyni, þó svo að Siggi Kalli (Siggi "Pabbi")
hafi alltaf verið að reyna að lemja í Garðar vitið!
Flutti Garðar svo suður til þess að klára bóklega part-
inn af kokkinum, sem er bara kenndur við Menntaskólan
í Kópavogi, hóf Garðar svo vinnu með skóla á Fiskfé-
laginu og líkaði vel, endaði með að vera yfirkokkur þar í
3 ár, keppti á íslandsmeitaramótinu "skills Iceland 2010"
og hafnaði efstur matreiðslunema og 2. Sæti á landsvísu.
Eftir þetta kviknaði áhugi Garðars á matreiðslukeppn-
um, og keppti hann með ungkokkum Íslands í Írlandi til
gulls 2011. Garðar gékk í kokkalandsliðið í janúar 2012
og fór þar að snúa sér að súkkulaðigerð og eftirréttum,
þar sem það er mjög krefjandi og erfitt svið innan mat-
reiðslugeirans. Garðar keppti í matreiðslumaður Ársins
2012 og hlaut brons verðlaun, keppti svo í Global pastry
chef í Svíþjóð 2013 en hafnaði ekki í sæti, keppti svo í
desert ársins 2013 og hlaut 2. Sætið.
Garðar flutti aftur norður með unnustu sinni og litlum
9 mánaða dreng, og hefur komið sér fyrir við eldavélina
á Strikinu!
Þar mun hann taka vel á móti heimamönnum jafnt
sem útlendinum þarna á 5. Hæðinni í skipagötunni.
Garðar er alls ekki hættur í landsliðinu og er eini
landsliðskokkurinn sem býr á landsbyggðinni í dag.
Það er erfitt segir hann, að búa á landsbyggðinni, "mað-
ur er dáltið í burtu og það er ekki beint "gefins" að fara
suður, en þetta reddast allt saman!"
Garðar er engan veginn sestur í helgann stein, upplifið
hvað hann hefur uppá að bjóða á Strikinu! a
AUGLÝSING / KYNNING