Akureyri - 15.05.2014, Blaðsíða 21
15. maí 2014 18. tölublað 4. árgangur 21
GETRAUNIN SIGURVEGARAR SÍÐUSTU GETRAUNAR voru þau Kristjana og Snorri. Rétt svar
var Akureyrarkirkja. Áfram spyrjum
við; hvaða kennileiti úr heimabyggð
er á þessari mynd? Svör sendist til:
grenndargral@gmail.com. Einn heppinn
þátttakandi hlýtur örlítinn glaðning frá
Grenndargralinu.
Suðræn ylströnd í heima-
byggð - Af hverju ekki?
Af hverju segjum við ekki kulda-
tíðinni stríð á hendur og útbú-
um okkar eigin mini-útgáfu af
Benidorm við Glerá á Akureyri?
Ég meina, hvað er málið með þetta
tíðarfar? Við fáum annað slagið að
sjá til sólar en oftar en ekki blæs
köld norðanáttin með. Snjóhvítar
Súlurnar blasa við manni öllum
stundum svona til að koma endan-
lega í veg fyrir að maður komist í
sumargírinn. Sumarþyrstir Akur-
eyringar gera þó sitt til að skapa
sumarstemningu. Löngunin eftir
hlýindum er slík að þegar hitastig-
ið nær 7-8 gráðum rýkur íssala upp
úr öllu valdi, fólk sest niður fyrir
utan kaffihúsin með sólgleraugu
og á stuttermabolum með svalandi
drykk í hendi og ungir ökumenn
þeysast um götur bæjarins með
blæjuna niðri. Svo ekki sé nú talað
um blessuð grillin sem dregin eru
fram. Já, þörfin fyrir sumar og sól
er mikil eftir langan og strangan
vetur. Í versta falli fjármögnum við
sólarlandaferð sem við höfum ekki
efni á til þess eins að fylla forða-
búrið af D-vítamíni því óvíst er
hvort íslenska sumarið nái að fylla
á tankinn. Við erum stöðugt minnt
á hversu dynttóttir veðurguðirn-
ir eru og þar sem okkur þyrstir
svo mjög í raunverulega suðræna
upplifun hljótum við að velta því
fyrir okkur hvort við ættum ekki
hreinlega að búa til heita ylströnd
í heimabyggð. Er það hægt? Af
hverju ekki? Hugmyndin er svo
sem ekki ný af nálinni þar sem t.d.
hefur verið bent á pollinn milli
Drottningarbrautar og Aðalstræt-
is. Hér skal nefndur annar kostur
til sögunnar. Lónið fyrir ofan
Glerárvirkjun býður upp á ýmsa
möguleika og gæti orðið „heitasti
staðurinn” á Akureyri yfir sumartí-
mann. Til að byrja með er svæðið að
mörgu leyti heillandi í þeirri mynd
sem það er núna. Skemmtilegur
pollur með fallegri göngubrú og
vísi að klettum í suðri en aflíðandi
graslendi og vísi að sandströnd í
norðri. Og þetta er nú þegar allt til
staðar, samspil náttúru og manns
þó hlutur mannsins hafi reyndar
ekki verið til að fegra svæðið upp
á síðkastið. Framkvæmdir á staðn-
um sýna það svo ekki verður um
villst. Vissulega þarf að taka veru-
lega til hendinni ef hugmyndin um
suðræna ylströnd á að komast á
koppinn. Hvað þurfum við að gera?
Við búum til stórt og öflugt gler-
virki sem virkar eins og skjöldur
gagnvart köldum vindi en hleypir
sólinni í gegn. Aflangur glerkúpull
sem staðsettur verður norðan lóns-
ins, þeim megin sem sandströndin
er. Já ég veit, slíkt mannvirki tek-
ur á sig mikinn vind og snjó og
jarijarija. Ég minni einfaldlega á
hugvit og tækniþekkingu manns-
ins en umfram allt viljann til að
vinna framsæknum hugmynd-
um brautargengi. Glervirkið þarf
vissulega að þola íslenska veðr-
áttu. Færir verkfræðingar ráða
fram úr því. Sunnanáttin er okkur
að mestu hliðholl auk þess sem
hækkandi landslag veitir skjól.
Lónið er hins vegar berskjald-
að gagnvart norðanáttinni og því
kæmi glervirkið að góðum notum
þar. Kúpullinn er aðeins opinn í
suður þ.e. í átt að volgu lóninu.
Já, við getum ekki boðið fólki að
upplifa alvöru strandarstemningu
ef vatnið er jökulkalt. Við dælum
því heitu vatni í lónið og jöfnum
út hitastigið þannig að hægt verði
að taka sér sundsprett án þess að
krókna úr kulda. Nú þegar búið
er að tryggja notalegt hitaastig í
lofti, láði og legi er hægt að klára
það sem upp á vantar til að gera
ströndina okkar samkeppnisfæra
við Spánarstrendur. Fólk getur
valið um að liggja á sólbekkjum
inni í glerhýsinu eða á sandinum
við lónið ef hitinn verður óbæri-
legur innandyra. Sandurinn er
enn eitt lykilatriðið í að skapa
rétta stemningu. Með því að lengja
sandströndina og gera hana snyrti-
lega má laða fólk að. Á graslendinu
ofan við sandströndina má reisa
smáhýsi þar sem boðið verður upp
á þjónustu af ýmsu tagi. Ís til sölu,
svalandi drykkir, léttir réttir, sól-
arvörn, sundkútar, leiga á ýmis-
konar varningi svo sem smábátum
og sæsleðum. Ekki má nú gleyma
salernisaðstöðunni fyrir þambandi
gesti í spreng. Setja mætti upp að-
stöðu fyrir fólk til að grilla pylsur
og sykurpúða. Ekki er lengi verið
að útbúa strandblakvöll. Jafn-
vel mætti koma fyrir hljóðkerfi á
svæðinu og annarri aðstöðu fyr-
ir tónlistarmenn til að troða upp.
Hver vill ekki upplifa 30 gráðu
hita við Glerána á sundfötunum
einum með svífandi sæsleða fyrir
framan sig og lifandi tónlist sum-
arhljómsveita í eyrunum á borð
við SSSól, Á móti sól og Sóldögg?
Viðskipta- og menningarhugmynd
á krepputímum? Af hverju ekki? a
Sumarrúta
á Akureyri
Á sumrin þegar sólin er komin
langar alla sem eru í fríi að gera
eitthvað. Jú vissulega er ýmislegt
skemmtilegt hægt að gera á Akur-
eyri. Fara í sund, fá sér ís og eitt-
hvað svona skemmtilegt en marga
langar kannski líka í Kjarnaskóg
eða á Hamra. Á Hömrum er t.d.
hægt að fara í drulluslag, á báta á
vatnið, í fótbolta og einhverja úti-
leiki. Í Kjarnaskógi er gaman að
grilla sykurpúða, fara í vatnsslag
eða bara hjóla eða ganga í skógin-
um.
Krakkar nú til dags gleyma oft
hversu gaman er að gera eitthvað
þegar gott veður er úti. Langflest-
ir fara bara auðveldu leiðina og
kveikja á tölvunni eða sjónvarpinu.
Það er líka allt í lagi að taka suma
daga bara rólega í tölvunni en þar
sem við búum á Íslandi er ekk-
ert alltaf gott veður. Maður verð-
ur að nýta þessa sólardaga í botn.
Ég er alveg viss um að ef það væri
strætó, svona nokkurs konar „sum-
arrúta“ sem færi einn hring upp
í Kjarnaskóg, Hamra og kannski
jólahúsið í Eyjafjarðarsveit myndi
sumarið verða enn betra. Rútan
myndi fara svona tvisvar á dag á
sumrin en vera bara alveg í pásu
á veturna. Ég er viss um að þessi
rúta myndi fá marga farþega. Oft
eru foreldrar ekki mikið í sumar-
fríi og hafa því kannski ekki tíma
til að vera að skutla barninu sínu
í t.d. Kjarnaskóg. Svo þegar ferða-
mannaskipin koma til Akureyrar
eru margir túristar sem vilja heim-
sækja jólahúsið en þeir geta aldrei
farið þangað að því að það er of
langt að ganga. Sumir túristar eru
snjallir og finna bara leigubíl en ef
það væri rúta rétt hjá Hofi myndi
bæði jólahúsið, túristarnir og rút-
an græða. Í sumar var ég oft spurð
að því hvar jólahúsið væri. Alltaf
þurfti ég að segja að það væri ekki
hægt að labba þangað og benti þá á
leigubíl en túristunum finnst leigu-
bíll svo dýr. Jólahúsið gæti tekið
þátt í kostnaðinum við rútuna og
því þyrfti kannski ekki að vera svo
dýrt að taka hana.
Sumarið er stutt og við verð-
um að nýta það eins og við getum.
Rúta eða strætó í Kjarnaskóg, á
Hamra og í jólahúsið myndi hvetja
allt fólk, gamalt jafnt sem ungt,
til að vera úti og myndi það skapa
ákveðna vellíðan. Ég hvet alla til að
nýta sólardagana vel og gera eitt-
hvað skemmtilegt. a
LÓNIÐ VIÐ GLERÁ gæti orðið „heitasti staðurinn” í heimabyggð með tilkomu ylstrandar.
TINNA ARNARSDÓTTIR 9. bekk skrifar