Akureyri


Akureyri - 15.05.2014, Blaðsíða 12

Akureyri - 15.05.2014, Blaðsíða 12
12 18. tölublað 4. árgangur 15. maí 2014 AÐSEND GREIN ÓLAFUR KJARTANSSON Samgöngumiðstöð á Akureyri Það hefur vakið furðu mína að á Akureyri er ekki nein samgöngu- miðstöð sem stendur undir nafni sem slík. Sem betur fer eru komn- ar fram hugmyndir um að byggja umferðamiðstöð í nýja miðbæjar- skipulaginu og þá skiptir miklu að það verði gert af framsýni og þannig að gagn verði af. En hvað er umferða miðstöð? Eins og ég sé það fyrir mér verður hún að vera miðsvæðis. Aðstaða fyrir komur og brottfarir allra landssamgangna sem nýta götur og vegi með góðri tengingu við flug og skip. Það þýðir einfaldlega að leigu- bílar, innanbæjarstrætó, lands- strætó og hópferðir verða að vera með í starfseminni á staðnum. Góð aðstaða fyrir þá sem koma hjólandi og gangandi. Nálægð við farþega- höfn, þjónustu og menningarkjarna bæjarins. Það þýðir þó ekki að fyr- irtækin þurfi að hafa höfuðstöðvar sínar á staðnum, enda ólíklegt að þar sé pláss til þess að geyma allan farartækjaflota einstakra rekstrar- aðila. Staðsetning norðan ráðhúss Ak- ureyrarbæjar uppfyllir allt þetta. Raunar er það eina svæðið sem er nógu stórt og nógu nálægt miðj- unni til þess að dæmið gangi upp. Gæta þarf þess vel að það pláss sem ætlað er í umferðarmiðstöðina í fyrirliggjandi skipulagi sé nóg. Ef þetta á sannarlega að vera miðstöð umferðar á svæðinu til framtíðar þarf að gæta þess vandlega að gera ráð fyrir öllum. Sjálfsagt væri síðan að vera með upplýsingaþjónustu ferðamanna á staðnum, bæði hefðbundna up- lýsingaþjónustu og umsjón vef- þjónustu fyrir akureyrska ferða- þjónustu og afþreyingarstarfsemi. Einnig væri eðlilegt að vera með umboðsölu fyrir atvinnuferðaþjón- ustuna þar sem öllum yrði boðið að vera með á jafnréttisgrunni í stað þess að fyrirtækin sláist um sölu- básapláss. Til þess að þetta gangi eftir þarf bærinn að vera með í framkvæmd og rekstri. Það er eðlilegast að það sé á forræði bæjarins að bæði skapa umgjörð og sjá til þess að settar verði sanngjarnar leikreglur og þeim verði síðan fylgt eftir. Höfundur er á framboðslista VG til komandi bæjarstjórnarkosninga. AÐSEND GREIN ELVAR SMÁRI SÆVARSSON Munntóbakslaus Akureyri Eitt af stefnumálum Framsóknar- flokksins er að efla forvarnarstarf bæjarins. Góður árangur hefur náðst í forvarnarstarfi undanfarin ár gagn- vart reykingum og vímuefnum. Mik- ilvægt er að halda því góða starfi áfram en nú er einnig kominn tími til að taka næsta skref með herferð gegn munntóbaki. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun munntóbaks á Íslandi undanfarin ár og í raun löngu tímabært að grípa til róttækra aðgerða og sporna við notkun þessa skaðvalds. Munntóbaksnotkun hefur oft, t.d. í fjölmiðlum, verið rakin til iðkenda hópíþrótta og talið að þeir yngri taki hina eldri sér til “fyrir- myndar”, einnig að hópþrýstingur ýti undir notkun. Í rannsókn frá árinu 2011 kemur fram að 29% leikmanna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu not- ar munntóbak. Lítið er til af öðrum rannsóknum á notkun munntóbaks en ætla má að notkun innan annara hópíþróttagreina sé ekki minni. Hvað getur Akureyrarbær gert til þess að leggja forvörnum lið gegn munntóbaki ? Sem dæmi um aðferð í baráttunni er átak sem beinist að meistaraflokk- um hópíþrótta á Akureyri. Öllum meistaraflokksliðum beggja kynja stæði til boða að gera samning við Akureyrarbæ. Bærinn styrkir við- komandi flokk um ákveðna peninga- upphæð á ári, verði hann tóbakslaus. Hvernig er þetta framkvæman- legt? Í fyrstu myndu leikmenn fá fræðslu um skaðsemi tóbaksins á íþróttamenn í fremstu röð. Að henni lokinni fengju leikmenn u.þ.b. einn mánuð til þess að trappa sig niður og hætta notkun tóbaksins. Þá færu fram reglulegar nikótín-prófanir og ef liðið fellur er veitt aðvörun. Við þriðja brot fellur samningur úr gildi og verður liðið af því fé sem um var samið. Af hverju ættu liðin að sam- þykkja slíkan samning? Ávinningur liðsins af því að hætta notkun yrði ekki einungis fjárhagslegur, heldur einnig aukin afkastageta sem skilar betri ár- angri inn á vellinum sem og bættri heilsu leikmanna. Með þeirri að- ferð sem var hér lýst eru líkur á að „jákvæður“ hópþrýstingur verði raunin þar sem hver einstaklingur er ábyrgur fyrir árangri liðsins. Í framhaldi ættu ungir iðkendur munntóbakslausar fyrirmyndir og því ólíklegri til að hefja notkun, dæmi um fyrirbyggjandi aðgerð. Þetta er auðvitað aðeins dæmi um eitt skref af mörgum til að minnka notkun munntóbaks meðal íþrótta- manna og allra Akureyringa, eitt skref til að gera góðan bæ betri. Höfundur er íþróttafræðingur M.Sc. og skipar 4. sæti lista Fram- sóknarflokksins. Það er staðreynd að líkamlegu at- gervi barna og unglinga hefur hrak- að mikið. Að vera illa á sig komin líkamlega hefur einnig slæm áhrif á andlega heilsu, þetta vitum við öll. En hvað getum við gert? Eigum við að bíða eftir að yfirvöld bregðist við? Eða einhverjir aðrir? Hvað með að gera eitthvað sjálf? Hvernig líst ykkur á þetta? Gerum skólamáltíðir hollari. Við viljum öll að börnin borði holl- ari mat. Hjálpumst að við að bæta matarmenningu okkar. Foreldarar og skólayfirvöld vinna saman að hugmyndum um matseðil. Þetta er hægt að gera með því að hverfis- nefndir vinni hver og ein með skól- anum í sínu hverfi. Fáum alla þá sem vinna með börnum í frítímum til að hjálpa okkur, börnin taka mark á þessu fólki hvort heldur það eru þjálfarar, skátaforingjar, starfs- menn í félagsmiðstöðum, bara allir. Fáum svo bæjaryfirvöld til að skera niður í t.d. risnu-og stjórnunar- kostnaði svo að hægt verði að gera skólamáltíðir gjaldfrjálsar. Já, það er hægt að skera niður inni í stjórn- kerfinu. Getum við ekki gert þetta saman? Hjálpum börnunum við að finna sína þúfu. Börn þurfa að fá að prófa sig áfram til að finna hvað hentar þeim, ekki bara í íþróttum heldur líka listum, hverju nafni sem þær nefnast. Sumir vilja verða afreks- menn í fimleikum, aðrir vilja verða góðir í tölvuleik, já það er framtíð í tölvuleikjum. Hvort tveggja er jafn rétthátt, ef barninu líður vel og er hamingjusamt þá er takmarkinu náð. En allir þurfa að vera eins heilbrigðir og kostur er. Hvað með að mynda tengslanet? Að allir sem vinni með börnum og unglingum, hvort heldur það er á sviði menntun- ar, íþrótta, lista eða hvaða starfs sem snýr að þessum aldurslokki, hittist reglulega og myndi með sér tengslanet. Þannig gæti þjálfari í fótbolta verið með einstakling sem hann vissi að væri orðinn leiður rætt við viðkomandi og bent honum á aðra valmöguleika, komið honum í samband við einhverja aðra grein í gegnum tengslanetið. Með þessu gætum við aðstoðað krakkana við að finna sér sína þúfu. Getum við gert þetta saman? Hjálpum börnunum að prófa. Frí kynning. Þá er ég ekki að meina Það hef- ur vakið furðu mína að á Akur- eyri er ekki nein samgöngumið- stöð sem stendur undir nafni ÓLAFUR KJARTANSSON Landsnet segir jarðstrengi raska umhverfi Skoðanakönnun sem gerð var fyr- ir Landsnet sýnir að meirihluti svarenda vill nýta jarðstrengi að minnsta kosti til jafns við loft- línur. Meirihluti svarenda ser samkvæmt könnuninni fylgjandi virkjun og nýtingu endurnýjan- legrar orku. Innan við helmingur svarenda segist verða var við loft- línur í næsta nágrenni sínu eða annars staðar. Þetta kom fram í erindi Guð- mundar Inga Ásmundssonar, að- stoðarforstjóra Landsnets, á vor- fundi Samorku á Akureyri í gær þar sem málefni orku- og veitufyr- irtækja voru í brennidepli. „Flutn- ingskerfið þarf að styrkja“ var yf- irskrift erindisins en langstærstur hluti raforku fer til stóriðju og halda náttúruverndarsinnar því fram að stefnan sé á kostnað al- mennings og heimila. Guðmundur segir mikinn vilja til þess að horft verði til byggðasjónarmiða við nýtingu orkunnar og vandað sé til allrar vinnu og framkvæmdir fari í gegnum umhverfismat. Varðandi jarðstrengi og loftlínur ítrekaði Guðmundur Ingi að niður- staða þyrfti að fást sem fyrst frá stjórnvöldum varðandi stefnumót- un í þeim efnum. Mikil þróun væri nú í jarðstrengjamálum bæði hér- lendis og erlendis. Meirihluti dreifi- kerfis raforku á Íslandi á lægri spennu væri nú þegar kominn í jörðu og áhugaverð þróun ætti sér stað með strengi á hærri spennum, þó enn væru þeir töluvert dýrari kostur en loftlínur. Til að fylgjast sem best með þróun þeirra mála og stunda rannsóknir hefur Landsent sett á laggirnar hóp innlendra og erlendra jarðstrengjasérfræðinga. Meðal verkefna sem hópurinn vinnur nú að er fyrirhuguð línulögn yfir hálendið,sem er umrædd og umdeild framkvæmd vegna styrk- ingar meginflutningskerfisins. RANNSÓKN Á ÞVER- UN EYJAFJARÐAR Eitt verkefni sem jarðstrengs- sérfræðingar Landsnets eru með til skoðunar er þverun Eyjafjarð- ar. Áhættumat hefur verið unnið vegna nálægðar flugvallarins og kynnti aðstoðarforstjóri Lands- nets sýnileikagreiningu fyrir leiðarval loftlínu þar sem búið ert að taka tillit til áhættumats- ins og draga úr sjónrænum áhrif- um. Bendir greiningin að sögn Guðmundar til þess að sýnileiki línunnar verið takmarkaður frá byggðinni á Akureyri en jafnframt vinnur hópurinn nú að frummati á jarðstrengslögnum vegna þverun- ar fjarðarins. Mjög mikil andstaða er við háspennulínur vegna Blöndulínu 3. Guðmundur taldi þó ýmis tor- merki á jarðstrengjum og sagði að meðal þess sem þyrfti að huga að væri að jarðstrengur yrði að mestu innan skipulags þéttbýlis og myndi því þvera lagnir og vegi, og vera í nálægð við íbúðarhúsnæði. Í Kjarnaskógi myndi þurfa að ryðja um 20 metra breiða strengleið og strengurinn myndi fara yfir óshólma Eyjafjarðar, sem eru á náttúruminjaskrá. Hugs- anlega þyrfti að leggja þar nýj- ar vegslóðir, ef strengleiðin yrði önnur en meðfram gamla vegin- um. Í leysingum stæði vatn hátt í óshólmanum sem gæti torveldað viðgerð jarðstrengja. Hann sagði að einnig þyrfti að kanna áhrif segulsviðs á flugið, í og við flugbrautina, gera ráðstaf- anir til að gera við strengi ef farið yrði undir flugbrautina og gera ráðstafanir vegna viðgerða við enda flugbrautarinnar. Þá þyrfti að athuga áhrif strengjanna á líf- ríkið Eyjafjarðarár og huga að sér- staklega að áhrifum lágs skamm- hlaupsafls á svæðinu á mögulega strengnotkun. a AÐSEND GREIN INGA BJÖRK HARÐARDÓTTIR Getum við gert þetta saman? ... löngu tíma- bært að grípa til róttækra aðgerða og sporna við notkun þessa skaðvalds ELVAR SMÁRI SÆVARSSON

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.